SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 18
18 14. nóvember 2010
Þ
að er gott að koma inn í hlýjuna í
Borgarleikhúsinu á annars ís-
köldum nóvembermorgni. Ég
tek tilboði um froðukaffi – tvö-
falt skot – úr hirðkaffivél leikhússins með
þökkum og eftir að maskínan hefur malað
og freytt setjumst við með rjúkandi
drukkinn í forsalinn sem er undarlega
mannlaus á þessum tíma dags.
Bergur er Grindvíkingur, fæddur á
þrettándanum á því herrans ári 1969 á
sjúkrahúsinu í Keflavík „sem er eins og að
fæðast hinum megin við landamærin,“ að
hans sögn. Foreldrar hans eru Jónína Rún
Pétursdóttir húsmóðir og Ingólfur Júl-
íusson, sem var vélstjóri í áratugi „og alltaf
sjóveikur“. Bergur er næstyngstur sex
systkina, og „prinsessan í hópnum“ að
eigin sögn, miklu frekar en eina systirin,
Sirrý. „Elstu fjögur komu í röð á fimm ár-
um en svo liðu sex ár áður en ég kom til
sögunnar. Ég fékk því miklar gæðastundir
með mömmu, og man eftir því að hafa
setið með henni við eldhúsborðið að
syngja upp úr rassvasasöngbókinni Span-
gólínu. Yngsta barnið, Ingólfur bróðir,
kom svo sjö árum á eftir mér svo ég var
yngstur í nokkuð langan tíma.“
Bergur gekk í Grunnskóla Grindavíkur
og naut hraunsins og víðáttunnar, „ævin-
týraheims sem maður fékk að ganga laus í
að vild. Strax um fermingu var ég kominn
í sautjándajúní ráð því hafði ég alltaf áhuga
á að setja eitthvað á svið. Ég veit að bæj-
arbúar fussuðu sumir yfir fíflaganginum í
mér, enda eru mjög praktísk gildi ríkjandi
í svona sjávarþorpi. Á þessum tíma var
t.a.m. enn verið að gefa frí frá skóla til að
bjarga verðmætum í síldarsöltuninni. Ég
byrjaði tólf ára að vinna í fiski á sumrin og
við vorum þarna nokkrir strákar á sama
aldri sem vorum í endalausri frysti-
húsalistsköpun.“ Bergur glottir þegar
hann rifjar þetta upp. „Við bjuggum t.d. til
alls kyns skúlptúra og hatta úr pappírnum
sem fór utan um Rússafiskinn og komum
okkur upp einhverju kerfi í húmor sem
við vorum alltaf að bæta við. Mér fannst
því skemmtilegt og gott að vinna í frysti-
húsinu. Hins vegar er fín lína á milli þess
að vera vinnusamur og þeirrar þrælshugs-
unar sem er svolítið við lýði meðal Íslend-
inga, þar sem viðhorfið er að vinnan eigi
manninn.“
Að loknum grunnskóla lá leiðin í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja þar sem áhugi
Bergs á náminu var upp og ofan. „Ég tók
alla heimspeki, íþróttasálfræði, íþrótta-
áfanga, leiklistaráfanga og listáfanga sem
voru í boði og íslensku upp í topp en náði
aldrei almennilega að tengja við t.a.m. líf-
efna- og lífeðlisfræðina. Þó að ég væri á
endanum kominn með nægilega margar
einingar upp í stúdentspróf, voru það ekki
réttu einingarnar svo að ég kláraði aldrei
skólann. Í FS var ég með í leikfélaginu Vox
Arena þar sem ég kynntist mörgu
skemmtilegu fólki, t.a.m. Guðmundi
Brynjólfssyni, sem skrifaði með mér Horn
á höfði, og Jóni Páli Eyjólfssyni leikara, en
við höfum oftar en einu sinni unnið saman
síðar.“
Sagði upp í Þjóðleikhúsinu
Í FS kynntist Bergur líka barnsmóður sinni
og fyrrverandi sambýliskonu en haustið
1990, þegar Bergur stóð á tvítugu, eign-
uðust þau saman dótturina Nínu Rún. „Þá
stóð ég svolítið frammi fyrir því að þurfa
að ákveða hvað ég vildi gera við líf mitt.“
Niðurstaðan var sú að sækja um Leiklist-
arskóla Íslands vorið á eftir og komst hann
inn ásamt Halldóru Geirharðsdóttur,
Kjartani Guðjónssyni, Pálínu Jónsdóttur
og Sveini Þóri Geirssyni. „Við vorum bara
fimm í bekk sem þótti svolítið hneyksli.
Við gengum í þennan góða skóla í fjögur
frábær ár og vorum virkilega heppin,
fengum t.d. mikla spunakennslu. Á loka-
árinu í Nemendaleikhúsinu fengum við
svo frábæran spunagúrú frá útlöndum til
liðs við okkur, Mario Gonzales, en hann
byggir á hinni aldagömlu Commedia
dell’arte hefð og reglum sem hann hefur
búið til sjálfur. Það var hann sem bjó til
trúðana með okkur, s.s. Úlfar og Bar-
böru,“ sem hafa mikið komið við sögu
síðan.
Með opinn
faðm fremur
en steyttan
hnefa
„Það er ekkert til sem heitir þrjár teskeiðar út í
vatn og hræra þegar kemur að lífinu,“ segir
Bergur Þór Ingólfsson sem blómstrar sem aldrei
fyrr í starfi sínu sem leikari, leikstjóri og leik-
skáld. Um það vitna fjölmörg verðlaun og til-
nefningar síðasta leikárs en framundan eru ekki
síður spennandi verkefni.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is