SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 21
14. nóvember 2010 21 Hvað? „Ég vil skapa samfélag sem ber virðingu fyrir öllu fólki og virðir mannréttindi allra hópa í samfélaginu. Ísland getur svo auðveldlega náð langt á þessu sviði. Ísland er ekki stórt og er að mörgu leyti flott samfélag. Við erum svo fá að það á að vera hægt að leysa vandamálin. Það sem ég vil gera núna er að innleiða hugmyndafræðina um sjálfstætt líf meðal fatlaðs fólks. Þjónustan sem hefur verið veitt undanfarna áratugi á Íslandi hefur allt aðra hugmynd að baki. Vandamálið er ekki ákveðin úrræði heldur hugmyndin að baki úrræðunum og hvernig við hugsum um þetta. Við þurfum að laga hugsunina sem liggur að baki. Hvernig? „Þessi hugmyndafræði um sjálfstætt líf byggist á því að fatlað fólk taki þátt í samfélaginu og sé stjórnendur í eig- in lífi, þannig að það sé ekki þjónustukerfið sem stjórnar því heldur að fatlað fólk stjórni sinni þjónustu sjálft. Við höfum verið með ákveðnar lausnir í boði fyrir ákveðna hópa, ákveðna staðalmynd sem er ekki til. Þá hefur fólk ekki stjórn á eigin lífi. Það er vandamálið á Íslandi núna. Öll þjónusta sem við veitum í dag byggist á því að kerfið viti betur. Hug- myndin snýst um það að fatlað fólk taki ákvarðanir um eigið líf og taki þar af leiðandi fullan þátt í samfélaginu.“ Hvar? „Vinnan snýst fyrst og fremst um að breyta viðhorfi. Fólk heldur alltaf að þetta snúist um peninga og stjórnsýslu en þetta snýst fyrst og fremst um viðhorfið. Ef það væri borin virðing fyrir fötluðu fólki og mannréttindi þess virt, myndi þetta ekki gerast. Þá myndum við aldrei bjóða upp á svona þjónustu eins og hún er í dag. Ég held að fólk sé alltof mikið að leggja áherslu á að laga fyrst það sem komið er en áherslan er ekki á formgerðina heldur hugmyndina. NPA-miðstöðin sem ég starfa í er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks sem byggt er á hugmyndafræðinni um sjálf- stætt líf. Tilgangur miðstöðvarinnar er að styðja fatlað fólk við að fá og halda utan um notendastýrða persónulega aðstoð. Fatlað fólk hefur mikið verið sett í eitt box, sama viðhorfið hefur verið ríkjandi til alls hópsins. Þessi hugmyndafræði er al- gjörlega óháð tegund skerðingar því þetta snýr að notandanum, hver og einn á að geta ákveðið hvernig hann hefur þetta. Þetta er einstaklingsmiðað og snýr að þáttum sem við erum ekki vön að skoða hjá fötluðu fólki. Við höfum svo mikið verið að skoða lágmarksþjónustu. Það sem hefur háð fötluðu fólki svo mikið er þessi ríkjandi sýn í fjölmiðlum, að fatlað fólk sé aumingjar og það sé svo erfitt að vera fatlaður. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sér öm- urlegt að vera fatlaður einstaklingur. Þetta snýst svo mikið um að fá að taka ábyrgð og geta farið til vinnu en ekki um að fatlað fólk vilji fá fullt af þjónustu og hafa það huggulegt. Það vill fá þjónustu til að geta mætt kröfum sem samfélagið setur. Á Íslandi er hreinlega gert ráð fyrir því að fatlað fólk vinni ekki, þó það hafi bæði, getu, þekkingu og áhuga.“ Hvers vegna? „Með þessu getur fatlað fólk tekið þátt í samfélaginu, haft áhrif, sinnt skyldum sínum og farið í vinnu. Núna þykir það eðlilegt að fatlað fólk geti ekki unnið. Það er stór hópur af fólki á Íslandi sem hefur ekki tök á því að taka fullan þátt í samfélaginu og þá er samfélagið auðvitað að missa af þess- um hópi. Það hefur sýnt sig í nágrannalöndunum að með innleiðingu þessarar hugmyndafræði hefur fatlað fólk orðið mun sýnilegra í þjóðfélaginu og tekið miklu meiri þátt á öllum stigum samfélags- ins. Málið snýst um viðhorf, ekki fjármagn, að koma innan frá og breyta hugmyndum. Íslendingar eru með núverandi stefnu að brjóta mannréttindi fatlaðs fólks. Það hefur ekki verið mikið í umræðunni hingað til. Umræðan hefur alltaf snúist um það að fatlað fólk sé svo heppið að fá eitthvað og eigi bara að vera þakk- látt fyrir það sem það hefur. Það er svo hamlandi viðhorf í sjálfu sér. Með því þjónustukerfi sem er núna ríkjandi á Íslandi eru rétt- indi fatlaðs fólks skert. Það er skrýtið að bera þetta tvennt sam- an því annað er mannréttindabrot en með breytingum er verið að veita fötluðum mannréttindi. Það þykir einhverra hluta vegna vera í lagi að brjóta mannréttindi í þessum málaflokki frekar en öðrum. Það er vandamálið, þetta strandar alltaf á viðhorfinu. Það er algjört grundvallaratriði að það breytist til þess að eitt- hvað gerist. Þessi viðhorfsbreyting snýst um að auka þekkingu, ekki síst meðal fatlaðs fólks. Það er svo mikið af fötluðu fólki sem hefur lært að gera ekki viðeigandi kröfur. Þarna þarf breytingu, þannig að fólk geri kröfur. Þessi viðhorfsbreyting á ekki síst við innan hópsins.“ Hvenær? „Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað núna strax. Staðan á Íslandi er ekki góð miðað við nágrannalöndin. Ís- lendingar eru langt á eftir í þessum málaflokki miðað við Norð- urlöndin. Það sem er mest áberandi er þessi stofnanavæðing sem er ennþá ríkjandi á Íslandi. Það þykir ennþá eðlilegt að fatlað fólk geti bara flutt í stofnanir, ákveðin hús. Fólki finnst það vera óeðlilegar kröfur að vilja búa í eigin húsnæði. Við sem vinnum að þessari nýju miðstöð NPA sækjum mikið fyrirmyndir til Svíþjóð- ar og Noregs og hvernig þessi hugmyndafræði um sjálfstætt líf hefur verið þróuð þar. Þessi lönd voru á sama stað og við fyrir þrjátíu árum síðan. Við höfum mikla trú á því að þetta geti breyst af því að við sjáum þau komin svona langt. Byrjunin var í Svíþjóð hjá nokkrum einstaklingum sem vildu prófa eitthvað nýtt. Það er mjög hvetjandi fyrir okkur að leita þangað og skoða hvaða leiðir þau fóru í því að laga viðhorfið og breyta um- ræðunni. Það er mikill vilji núna fyrir þessu, margir sem hafa áhuga og metnað. Það eru líka margir sem eru í erfiðri stöðu og krefjast þess að eitthvað verði gert. Ég held að það sé tækifæri fyrir Ís- lendinga að gera eitthvað í þessum málum núna. Ég trúi því al- veg að það sé hægt að gera þetta mjög hratt á Íslandi því við er- um svo fá og ég trúi því að þetta muni koma sér vel fyrir okkur.“ „Þetta snýst svo mikið um að fá að taka ábyrgð og geta farið til vinnu en ekki um að fatlað fólk vilji fá fullt af þjónustu og hafa það huggulegt,“ segir Embla meðal annars í viðtalinu. Morgunblaðið/RAX Snýst um viðhorf en ekki peninga Hugmyndir að betra samfélagi Embla Ágústsdóttir vill stöðva mannréttindabrot og innleiða not- endastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk, sem byggist á hug- myndafræðinni um sjálfstætt líf. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Embla Ágústsdóttir er tvítug að aldri og er úr Mosfellsbæ. Hún er nemandi við Borgarholtsskóla og jafnframt starfsmaður Háskóla Ís- lands. Hún hefur mikinn áhuga á jafnréttismálum og ber hagsmuni hreyfihamlaðra barna sérstaklega fyrir brjósti. Hún er einnig með- stjórnandi í NPA-miðstöðinni, sam- vinnufélagi um notendastýrða per- sónulega aðstoð við fatlað fólk. Ítarlegar upplýsingar um samtökin má finna á NPA.is. Þess má geta að Embla var valin Mosfellingur ársins af bæjarblað- inu Mosfellingi á síðasta ári. Hún var ennfremur handhafi Kærleiks- kúlunnar 2009. Hver er konan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.