SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 42
42 14. nóvember 2010 Þ að er fátt eins dásamlega ljúf- fengt og alvöru amerísk osta- kaka. Hún er þétt, rjómakennd og svo mettandi að yfirleitt verður maður að láta eina sneið nægja. Því er nú verr. Það hefur ekki verið hlaupið að því hingað til að fá slíkar ostakökur í verslunum hér á landi og því eflaust margir ostakökuaðdáendur sem leita á náðir matreiðslubóka og veraldarvefjarins til að finna uppskrift að hinni fullkomnu ostaköku. Þeir komast þó fljótt að því að það eru margar meiningar um það hver sé hin eina rétta uppskrift. Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir er mikill matgæðingur og bloggar reglulega um mat á heimasíðu sinni ragna.is en hún hefur verið dugleg við að taka myndir af því sem hún hefur verið að fást við í eldhúsinu og setja á bloggið. Á meðal þeirra uppskrifta sem hún hefur sett á vefsíðuna er uppskrift að ekta bakaðri New York ostaköku en Ragna er einmitt ein þeirra sem hafa lagst í mikla leit að réttu uppskriftinni. „Já, ég var einmitt búin að googla upp- skriftir að ostaköku fram og til baka en þær eru svo ótrúlega fjölbreyttar að það er ómögulegt að ætla að segja að eitthvað eitt sér réttara en annað,“ segir Ragna og bæt- ir því við að þó að innihaldið sé oftar en ekki svipað séu hlutföllin, t.d. syk- urmagnið, mjög mismunandi. Ótrúlegur munur getur líka verið á uppgefnum bök- unartíma, sem sveiflast frá því að vera 45 mínútur og upp í 6 klukkustundir. „Margar uppskriftirnar leggja það líka til að kakan sé bökuð í vatnsbaði. En ég hreinlega nennti ekki að standa í þessu vatnsbaðsveseni og komst að því að það er alveg eins gott að setja álpappír utan um formið. Svo baka ég ostakökuna á 200 gráðum í 50 mínútur í staðinn fyrir að hafa ofninn á 100 og kökuna inni í 4 tíma. Það virkar alveg jafnvel.“ Langbest daginn eftir Ragna bakaði ostakökuna fyrir útskrift- arveisluna sína þegar hún kláraði námið í hjúkrunarfræðinni og var þá að fram á miðnætti að baka en kökurnar voru born- ar fram seinnipartinn. Hún segir að það sé um að gera að gera ostakökuna með góð- um fyrirvara, bæði komi það sér auðvitað vel að vera ekki stressi á síðustu stundu og svo verði ostakakan betri eftir sólarhring í ísskáp. „Það er mjög sniðugt að baka þessa köku fyrir saumaklúbb eða afmæli þegar þú ert að gera annað líka sem þarf að búa til bara rétt áður en það er borið á borð. Þú setur ostakökuna bara í ísskápinn og gleymir henni þar og hún verður bara betri, bæði þéttari og bragðmeiri. Ég mæli hiklaust með því að gera hana daginn áð- ur.“ Ragna samsinnir því að þó svo að það sé kannski ekki til hin eina fullkomlega rétta uppskrift þá hljóti þessi að vera ansi nærri lagi, enda séu hlutföll hráefnanna og bök- Ragna Björg heldur úti skemmtilegu bloggi á slóðinni ragna.is. Þar má meðal annars læra að djúpsteikja Alvöru New York ostakaka Ragna Björg Ársælsdóttir er hjúkrunarfræðingur og mikill matgæðingur. Hún bloggar reglulega um mat á ragna.is og kann að baka syndsamlega góða ameríska ostaköku. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ekta New York ostakaka er best ef hún er borðuð daginn eftir að hún er bökuð. Matur Í október og nóvemberbyrjun er sennilega mesta neysla Íslendinga á villibráð fyrir utan jól og áramót. Veitingastaðir keppast um að bjóða upp á villibráð af hlaðborði eða matseðlum. Veiðiklúbbar hittast og elda afrakstur haustsins saman, margir líta á þetta sem undanfara jólahlaðborðanna. Rjúpnaveiði er mikið í umræðunni bæði þegar hjálparsveitamenn leita að týndum rjúpnaskyttum, eins eru aðrar skyttur sak- aðar um að veiða of mikið. Ég er ennþá sár- svekktur fyrir hönd okkar veitingamanna eftir að okkur var kennt um ofveiði og sölu- bann sett á rjúpur. Það liggur ljóst fyrir að ekki voru rjúpurnar að fara inn á veitinga- staðina, þær voru vissulega á leiðinni heim á jólaborð landans og seldar fram hjá skatti. Í haust var mikið talað um grimmd gæsa- veiðimanna, þá skutu þeir hundruð fugla og skildu hræin eftir í hrúgum á víðavangi eftir að hafa hirt aðeins bringurnar úr þeim. Þetta er ástand sem við megum ekki sætta okkur við. Sem betur fer eru flestir skot- veiðimenn mjög faglegir og vanda til verka, enda er það alveg nauðsynlegt að líta á bráðina eftir á sem hráefni og umgangast það af virðingu og tryggja gæðin. Það má t.d. benda veitingamönnum á að óheim- ilt er að kaupa hreindýrakjöt sem ekki er stimplað af viðurkenndum kjöt- verkanda og með merkispjöld um uppruna og veiðileyfi. Um leið má benda skotveiðimönnum á það að við veitingamenn kaupum hráefni og borgum stykkja- eða kílóverð, en ekki eftir kostnaði við veiðarnar. Það yrði nú hálfskrýtið að þurfa að velta fyrir sér kostnaðinum við veiðileyfi í fínu laxveiði- ánum þegar maður kaupir villtan lax. Mér finnst það algjör frumregla að menn beri virðingu fyrir hráefninu og leitist við að nýta allt, líka bein, skinn og horn. Ef þeir geta ekki nýtt það sjálfir eiga þeir að koma því í réttar hendur. Það er mik- ilvægt að hlúa vel að þessum skemmtilegu hefðum og siðum sem eru í kringum villi- bráð hér á Íslandi enda gerir þetta haustið ennþá skemmtilegra fyrir okkur mat- aráhugamenn. Það er þá við hæfi að gefa hér á eftir tvær léttar uppskriftir að hrein- dýri. Morgunblaðið/Kristinn Villibráðarveisla Matarþankar Friðrik V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.