SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Qupperneq 26
26 14. nóvember 2010 Þ að var fyrsta frétt Ríkisútvarpsins. Þungbúin rödd Brodda Broddasonar tók að ryðja sér leið út á öldur ljósvakans. Alvaran var ógnvænleg og benti til að það hefði orðið snjóflóð eða farist togari. „Guð minn almáttugur“ hafa sjálfsagt fleiri muldrað innra með sér en bréfritari einn. „Ráðherrar vissu ekki hvernig ætti að nota listann um hinar „vilj- ugu þjóðir!“(Önnur fréttastöð talaði reyndar um listann yfir hinar „sjálfviljugu“ þjóðir.) Hið op- inbera heiti var á sínum tíma reyndar „hinar staðföstu“ þjóðir. En RÚV virðist bara nota opin- ber heiti ef þau koma frá Samfylkingunni eins og sést á því að þótt Evrópusambandið segi í þýð- ingu löggiltra skjalaþýðenda að nú fari fram „að- lögunarviðræður Íslendinga“ að því sambandi þá gætir RÚV sín á að fletta hinu erlenda orði aðeins upp í sérstakri ensk-íslenskri orðabók Samfylk- ingarinnar sem geymd er í læstum skáp Óðins Jónssonar. Þar þýðir orðið samningaviðræður, þótt sjálft leiðbeiningarrit ESB vari við slíkum skilningi. „Negotiation“ kemur reyndar fyrir í hinu fágæta eintaki Óðins, en þar segir að það sé notað yfir samtöl í óþægilegum jólaboðum utan- ríkisráðherrans. Fyrir sjö árum notuðu íslensk stjórnvöld hugtakið staðföst ríki en Samfylkingin í stjórnarandstöðu orðið viljug eða sjálfviljug ríki og er fullkomlega eðlilegt að Óðinn haldi sig við viðurkenndar innanflokksskýringar. Finnast skjöl eftir fjögurra ára leit En sem sagt þá var Broddi Broddason að flytja „ekki-frétt“ í samblönduðum dánarfregna- og eldgosastíl um mál sem Samfylkingin, líka sú sem er utan við fréttastofu RÚV, hefur verið í vaxandi vandræðum með. Fyrir tæpu hálfu ári bað Ög- mundur Jónasson um að öll tiltæk skjöl yrðu þegar í stað afhent þinginu um aðdraganda þess að íslenskir ráðamenn lýstu hinni pólitísku af- stöðu til þess að fara skyldi með her á hendur Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, sem þá þegar hafði að minnsta kosti eina milljón manns- lífa á samvisku sinni, auk þeirra þrjú hundruð þúsunda Kúrda sem hann hafði látið myrða af eigin löndum, þar á meðal konur og börn, með efnavopnum. Síðan liðu mánuðirnir og Össur til- kynnti Ögmundi Jónassyni ráðherra að það fynd- ust engin skjöl um málið. Ögmundur sagði frá þeirri yfirlýsingu Össurar fyrir fáeinum vikum. En svo hljóp Össur á sig. Það er hans grein. Aðrir hlaupa um í sínu hverfi til að grenna sig. Heyrst hefur um menn sem eiga vélknúin bretti svo þeir geti hlaupið langar leiðir í kyrrstöðu án þess að nein hætta sé á að þeir andi að sér frísku lofti. Til eru þeir sem hlaupa reglubundið á veggi og sumir óviljandi á annað fólk. En líkamsrækt Össurar felst í því að hann hleypur á sig. Það er aðgengileg aðgerð fyrir upptekinn mann, því ekki þarf ann- að en að hann sé sjálfur til staðar til þess að fram- kvæma hana. Áður gerði hann þessar æfingar oft- ast eftir miðnætti, en einkaþjálfarar hans töldu að betur færi á því að hann hlypi á sig við normal aðstæður. Og svo háttaði til að hann var staddur í morgunþætti í útvarpi og notaði tækifærið og hljóp á sig og það tókst alveg ljómandi vel. Hann hafði reyndar gleymt því þá að hafa sagt Ög- mundi að engin skjöl væru til um hið umrædda mál frá 2003 og því gekk honum enn greiðlegar að hlaupa á sig. Ögmundur hafði trúað Össuri, sem sýnir að hann er enginn veifiskati, og reynd- ar hafði Össur trúað sér líka enda líklegt að hann og fjölskylda hans, sem farið hafa með yfirstjórn utanríkisráðuneytisins vel á fjórða ár, hefðu ella verið búin að finna og birta slík skjöl, svo mjög sem hafði verið kallað eftir þeim allan þann tíma. Í útvarpsspjalli við illa upplýsta aðdáendur hafði Össur sem sagt ákveðið að hlaupa á sig enda hafði hann ekkert hlaupið á sig þann daginn. Og hann læddi því þess vegna út úr sér býsna leynd- ardómsfullur að það væri búið að finna töluvert af skjölum um stuðninginn við þá sem fóru gegn Saddam. Nú gátu fréttamenn ekki hafa vitað þetta fyrirfram og ekkert tilefni til þessa samtals nema að Össur hefði pantað það. En þótt hann kjaftaði frá vildi hann samt ekki gefa neitt upp. Bara að skapa spennu og spinna svolítið og „droppa“ dylgjum hér og hvar. Þingið yrði að fá þetta fyrst, en þarna kæmu fram býsna alvarleg atriði, sagði hann. Sem betur fer létu spyrjendur ráðherrans ekki eins og þeir væru sjálfstæðir fréttamenn, sem hefði verið mjög óviðurkvæmilegt því viðmæl- andinn var jú úr Samfylkingunni og Óðinn hefði ekki fyrirgefið slíka umgengni léttilega. Því var ekki spurt hvers vegna ekki hefði tekist að finna þessi skjöl fyrr. Þingið hefði beðið um þau í marga mánuði og fjölmiðlar kallað eftir þeim í mörg ár. Hvar hefðu þau verið falin í ráðuneyt- inu? Hefðu fyrrverandi ráðamenn átt einhver leynihólf í ráðuneytinu sem Össuri og fjölskyldu hefði ekki tekist að brjótast inn í fyrr en eftir þrjú og hálft ár? Eða eru þeir þrjótar sem Samfylkingin og Fréttastofan hata með eðlilegum og málefna- legum hætti enn með einhverja leyndarskjala- verði sem taka við fyrirmælum frá þeim, eða kannski Frímúrarareglunni eða jafnvel frá Bilder- berg? Að sjálfsögðu engar spurningar um hvers vegna skjöl geta leynst svona vel og lengi þrátt fyrir ákafa leit. Var ekki hægt að fá hinn „sér- staka“ til að gera húsleit og hneppa leyndar- skjalaverði í gæsluvarðhald á meðan? En sem bet- ur fer þá spyr ekki Samfylkingarfréttastofa um svona mál. Hún tekur bara sjálfsagðan þátt í spunanum og dylgjunum sem Broddi kynnir svo sem fyrstu frétt með alvöruþunga sem hann ella notar einvörðungu um eldgos, sem hann fréttir af 50 mínútum eftir að Mbl.is segir frá því á vef sín- um. Og þegar Össur sendi ekki „þinginu skjölin fyrst“, eins og hann hafði tilkynnt í morg- unþættinum, þá var ekki heldur spurt um ástæð- ur þess. Hvernig voru hin merku skjöl? Þegar „skjölin“ eru skoðuð kemur í ljós að í minnisblaði segir að einhverjir ónefndir starfs- menn í utanríkisráðuneytinu hafi ekki vitað hvernig „átti að nota listann“ yfir hinar staðföstu þjóðir. Hvergi kemur fram í „skjölunum“ að ráð- herrarnir hafi ekki vitað eða velt því eitthvað fyr- ir sér, hvernig ætti að „nota listann“. Það mál er auðvitað dæmigerð ekki-frétt. Bandamenn vildu vita hverjir lýstu yfir pólitískum stuðningi við þeirra aðgerðir gegn harðstjóranum. Þegar það lægi fyrir yrðu þau nöfn birt. Og segja má að nöfn sem birt yrðu saman væru „listi“. Ef skrifuð yrðu niður nöfn þeirra fréttamanna og umræðustjóra RÚV sem draga blygðunarlaust taum Samfylk- ingar í störfum sínum og þau yrðu birt í einum dálki, ef hann myndi nægja, þá væri kominn listi, þótt enginn ætlaði að búa til lista eða nota hann á einhvern sérstakan hátt. Og svo hélt spuninn áfram. Og það var svo ánægjulegt að blaðamenn Baugs notuðu sömu fyrirsögnina og Broddi: „Vissu ekki til hvers átti að nota listann“. Og undir þeirri fyrirsögn var mynd af tveimur ráðherrum, sem Baugi er í nöp við. Þegar betur er að gáð kemur reyndar fram að það var „alþjóðaskrifstofa utanríkisráðuneyt- isins“ sem ekki vissi hvað hefði átt að gera við nefndan lista og hugsað þá speki upphátt í minn- isblaði, sem ekki er vitað hver fékk, og bætt því við að Bandaríkjamenn viti það ekki heldur! Það stendur eins og fyrr sagði ekkert um að ráðherr- arnir tveir hafi tjáð sig um það. En samt tekst þessum tveimur samhentu fjölmiðlum, RÚV og Baugsmiðlum, að hafa það sem fyrstu frétt og fimm dálka frétt að þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra hafi ekkert vitað hvað ætti að gera með stuðningsyfirlýsingar sem bandamönn- um bærust frá einstökum talsmönnum vinveittra ríkja. Er það virkilega einhver gáta? Þeir ætluðu að birta þær, stupid, svo helsta kosningaslagorð Bills Clintons sé notað að breyttu breytanda. En af hverju trúnaðarmál, er spurt með þunga. Skýringin var einföld. Bandamönnum þóttu stuðningsyfirlýsingarnar hafa meiri þunga ef þær birtust allar samstundis og einnig hafði verið upplýst að einstakir talsmenn þjóða hefðu fremur viljað birta sína stuðningsyfirlýsingu í hópi en einir. Þess vegna var nauðsynlegt að einstök ríki færu ekki að upplýsa um þau ríki sem rætt væri Skaftafellsfjöll og Skeiðarárjökull. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurbréf 12.11.10 Ekki-fréttastofur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.