SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 8

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 8
8 14. nóvember 2010 Bush lýsir ýmsum leiðtogum í bókinni. Hann fer mjög fögrum orðum um samband sitt við Tony Blair, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, eins og búast má við, en einna versta einkunn fær Gerhard Schröder, fyrrver- andi kanslari Þýskalands. Bush kveðst hafa sagt við Schröder á fundi í Hvíta húsinu í janúar 2002 að hann vildi láta reyna á samninga til fulls, en ef nauðsyn krefði mundi hann ráðast inn í Írak. Síðan hefur Bush eftir Schröder: „Það sem gildir um Afganistan gildir um Írak. Þjóðir, sem styðja hryðjuverk, verða að taka afleiðing- unum. Ef þú ferð fram hratt og örugglega stend ég með þér.“ Schröder lagðist síðan gegn því að ráðist yrði inn í Írak og sú andstaða átti þátt í að hann náði endurkjöri í september 2002. Bush lýsir því í bókinni að sér hafi sárnað að Schröder skyldi ganga á bak orða sinna. Schröder lýsti hins vegar yfir því í liðinni viku að hann hefði sagt Bush að hann myndi „standa hliðhollur með Bandaríkjunum“ ef sannað yrði að Írakar hefðu skotið skjólshúsi yfir þá, sem stóðu á bak við hryðjuverkin 11. september. „En þau tengsl, eins og kom fram 2002, voru röng og tilbúin … Eins og við vitum í dag voru ástæður stjórnar Bush fyrir Íraksstríðinu byggðar á lyg- um.“ Segir Schröder hafa brugðist trúnaði George W. Bush og Gerhard Schröder fyrir utan Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi 2005. Reuters L ítið hefur farið fyrir George W. Bush, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, frá því hann lét af embætti fyrir tæpum tveimur árum. Hann var áberandi fyrirferðarlítill í aðdraganda þingkosninganna 2. nóvember þar sem flokkur hans, repúblikanar, náði meirihluta í full- trúadeild þingsins og saxaði verulega á meirihluta demókrata í öldungadeildinni. Ólíkt varaforseta sín- um, Dick Cheney, hefur Bush látið hjá líða að gagn- rýna Barack Obama, eftirmann sinn. Nú er Bush hins vegar í öllum fjölmiðlum. Út eru komnar end- urminningar hans, Decision Points, þar sem hann fjallar um umdeildustu mál forsetatíðar sinnar. Bush sagði í viðtali um bókina á miðvikudag að hann bæri að hluta til sök á efnahagshruninu 2008, en kvaðst vera með „hreina samvisku“ hvað snerti ástæðurnar fyrir því. Í bókinni ver Bush innrásina í Írak og yf- irheyrsluaðferðir þar sem hinir grunuðu voru reyrð- ir á bretti og kaffærðir í vatni. „Ég fann sterka sann- færingu fyrir ákvörðunum mínum og fannst að sagan myndi skilja þær,“ sagði Bush í viðtali við Op- ruh Winfrey í upphafi liðinnar viku. Bush viðurkenndi að of hratt hefði verið fækkað í herliði í Írak í kjölfar innrásarinnar í mars 2003 og það hefði ýtt undir glundroðann í landinu. Hann sagði einnig að meðferð á föngum í Abu Ghraib- fangelsinu í Bagdað hefði komið sér í opna skjöldu og það hefðu verið gríðarleg vonbrigði að ekki skyldu finnast gereyðingarvopn í Írak. „Enginn var meira hissa eða reiðari en ég þegar við fundum ekki vopnin,“ skrifar Bush. „Ég fann fyrir lamandi tilfinningu í hvert skipti sem ég hugs- aði um það. Ég geri það enn.“ Bush lýsir því í bókinni að hann hafi sjálfur fyr- irskipað að Khalid Sheikh Mohammed, sem við- urkenndi að hafa verið heilinn á bak við hryðju- verkin 11. september 2001, skyldi kaffærður með orðunum: „Fjandinn, já.“ Hann bætir því við að lögmenn bandarískra yf- irvalda hafi gefið grænt ljós á að þessari aðferð yrði beitt og segir bæði „móðgandi og rangt“ að halda því fram að bandarísk lög hafi verið brotin við yf- irheyrslurnar. Bush heldur því sömuleiðis fram að með þessum aðferðum hafi fengist mikilvægar upp- lýsingar, sem bjargað hafi mannslífum, meðal ann- ars hafi verið komið í veg fyrir ráðabrugg um að ráðast á Heathrow-flugvöll og Canary Wharf í London. Talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki tjá sig um þessar fullyrðingar Bush, en sagði að breska stjórnin skilgreindi kaf- færingaraðferðina sem pyntingar: „Við hvorki líð- um þær, né biðjum aðra um að beita þeim í okkar þágu.“ Bush segir að stjórnvöld hafi getað staðið sig mun betur þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir 2005. Bush var gagnrýndur fyrir að skoða tjónið aðeins úr lofti. Hann segir að það hafi verið mikil mistök vegna þess að svo hafi virst sem hann hafi ekki haft jarðsamband og stæði á sama, en það hefði tafið fyrir björgunarstarfinu að lenda. Söngvarinn Kanye West sagði að þetta sýndi að Bush stæði á sama um blökkumenn, sem væru í meirihluta íbúa í New Or- leans, sem fór illa út úr flóðum vegna fellibylsins. „Ég skil að svo hafi virst sem Bush væri kannski sama,“ sagði Bush. „En að saka mig um að vera kynþáttahatari er ógeðfellt.“ West hefur nú dregið í land og kvaðst á miðviku- dag ekki hafa haft „ástæðu til að kalla hann kyn- þáttahatara“. Bush kvaðst aðspurður kunna að meta þessa yfirlýsingu söngvarans. Byggt á AFP, BBC og The New York Times. George W. Bush segir að 2008 hafi Rússland farið í stríð við Georgíu, fellibylurinn Ike valdið glundroða á ströndum Bandaríkjanna og heims- kreppa dunið á um leið og Bandaríkin voru á kafi í átökum í Afganistan og Írak: „Þetta var aldeilis ljót leið til að ljúka setunni á forsetastóli.“ Reuters Kveðst vera með hreina samvisku George W. Bush fjallar um forsetatíð sína í nýrri bók Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Bush sárnuðu ummæli rapparans Kanye West um að honum stæði á sama um blökkumenn. Reuters George W. Bush segir í end- urminningum sínum að hann hafi talað fyrir trúfrelsi í sam- tölum sínum við Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, með því að segja að trúað fólk gæti verið „friðsælir og fram- leiðnir borgarar“ og sagst leita daglega í Biblíuna. „Ég hef lesið Biblíuna,“ svaraði forseti Kína. „En ég treysti ekki því sem í henni stendur.“ Bush og Zemin í Sjanghaí 2005. Reuters Treysti ekki ritningunni - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.