SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 52
52 14. nóvember 2010 61 Hours – Lee Child Ofurtöffarinn Jack Reacher siglir örugglega upp metsölulista víða um heim, þegar orðinn stórstjarna í Bretlandi, en þar varð hann til, og svo er komið að bækur um hann stökkva jafn- an beint á toppinn vestan hafs líka. Reacher er hugarfóstur enska rithöfundarins Lee Child, sem lýsti því svo að hann hefði verið nauðbeygður til að byrja að skrifa er hann var rekinn úr vinnu sem framleiðandi sjónvarpsþátta. Lítið er um óþarfa og vífilengjur í bókunum; þær eru sann- kallaðar hasarbækur, harðsoðnar hasarbækur, nóg af ofbeldi og dauða og hæfilegt af rómantík. Fléttan er ekki málið, heldur að það sé nóg í gangi og engar geðflækjur, takk. Svo vildi til að á þessu ári komu út tvær Reacher-bækur og lauslega tengdar. Fyrri bókin, 61 Hours, segir frá því er Reacher verður veðurtepptur í smá- bænum Bolton í Suður-Dakóta. Hann hefur lítinn áhuga á að dvelja í bænum, ekki síst þegar smám saman kemur í ljós að ekki er allt með felldu í bænum; viðsjár eru í fangelsi í útjarði bæjarins, sem er risa- vaxið öryggisfangelsi, aukinheldur sem mótorhjólagengi hefur komið sér fyrir á gamalli herstöð skammt frá. Worth Dying For – Lee Child 61 Hours lýkur þar sem lesandinn er í fullkom- inni óvissu um hvort Reacher hafi komist af í ægilegri glímu í neðanjarðarbyrgi og vonandi spilli ég ekki fyrir væntanlegum lesendum fyrri bókarinnar þegar ég ljóstra upp um það að hann er enn á lífi í seinni Reacher-bók ársins, Worth Dying For. Hann er þó kominn frá Suður-Dakóta og nú staddur í dreifbýli í Nebraska þar sem hann gistir á niðurníddu móteli. Þar rekst hann á konu sem orðið hefur fyrir heimilisofbeldi og lætur það ekki afskiptalaust, nema hvað. Fyrir vikið flækist hann inn í vef þaulskipulagðra glæpa- samtaka sem fást við viðurstyggilega iðju, að ekki sé meira sagt. Reacher kann að glíma við slíka kóna; notar hnefana, skotvopn, bíla og bensín til að hreinsa til í sveitinni svo um munar. Litlu skiptir í þeim slag þó hann sé enn lemstraður eftir átökin í Dakóta; hann liðkar sig bara með slagsmálum eins og töffara er siður. Ekki miklar bókmenntir, en góð afþreying, sérstaklega þegar maður er ekki í stuði fyrir djúpsálfræðilega greiningu á einmana, miðaldra og drykkfelldum lögregluforingjum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 1. – 7. nóvember 1. Furðustrandir – Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 2. Stóra Disney matreiðslu- bókin – Ýmsir höfundar / Edda 3. Hreinsun – Sofi Oksanen / Mál og menning 4. Spegill þjóðar – Njörður P. Njarðvík / Uppheimar 5. Danskennarinn snýr aftur – Henning Mankell / Mál og menning 6. Fleiri prjónaperlur – Erla Sigurlaug Sigurðardóttir / Prjónaperlur 7. Einfalt með kokkalandslið- inu – Ýmsir höfundar / Sögur 8. Þú getur eldað – Annabell Karmel / Vaka–Helgafell 9. Stelpur! – Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir / Veröld 10. Borða biðja elska – Elizabeth Gilbert / Salka Frá áramótum 1. Stóra Disney matreiðslu- bókin – Ýmsir höfundar / Edda 2. Rannsókn- arskýrsla Al- þingis – Rannsóknarnefnd Alþingis / Alþingi 3. Borða, biðja, elska – Elizabeth Gilbert / Salka 4. Póstkortamorðin – Liza Marklund/James Patterson / JPV útgáfa 5. Góða nótt yndið mitt – Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 6. Hafmeyjan – Camilla Läckberg / Undirheimar 7. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson / Bjartur 8. Makalaus – Þorbjörg Marinósdóttir / JPV útgáfa 9. Vitavörðurinn – Camilla Läckberg / Undirheimar 10. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundsson og Sam- kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Lesbókbækur A ldrei hafa nokkrum Bandaríkjaforseta borist jafn margar tilræðishótanir og Obama frá því að hann tók embætti. Blaðamaðurinn John Avlon fjallar um þennan heim í bókinni Wingnuts: How the Luna- tick Fringe is Hijacking America. Wingnuts er heiti á sérstakri gerð af skrúfum og hefur einkum verið notað um þá, sem eru yst til hægri, þótt höf- undurinn noti það einnig um vinstri jaðarinn, og mætti kannski íslenska með orðinu jaðarskrúfur. Avlon lýsir hvernig vinstri vængurinn í Demókrataflokkn- um telur að Obama hafi svikið málstaðinn með því að leita málamiðlana og samstarfs við repúblikana. Yst á hægri vængn- um ríki hins vegar sjúkleg andúð á forsetanum. Með hjálp netsins og fjölmiðla á borð við Fox News hafi háværum hópi tekist að sölsa undir sig um- ræðuna. Heitustu Andstæðingar Obama halda fram að hann sé múslími. Þá sé hann ekki fæddur í Banda- ríkjunum og seta hans á forsetastóli því valdarán. Þegar einn þeirra sem líkja Obama við Hitler er spurður hvað hann eigi við er hann fljótur að segja að auðvitað telji hann ekki að Bandaríkjaforseti ætli að senda milljónir manna í gasklefana. Hins vegar hafi Hitler komið á sósíalísku heilbrigð- iskerfi og Obama hyggist gera slíkt hið sama. Fjölmiðlamennirnir Rush Limbaugh og Glenn Beck og stjórnmálakonan Sarah Palin séu í broddi þeirrar fylkingar, sem skilgreinir stjórnmála- umræðuna á hægri vængnum. Avlon segir að sú umræða sé orðin svo þröng að átrúnaðargoðið Ro- nald Reagan hefði verið talinn villutrúarmaður. Sú var tíðin að Repúblikanaflokknum var líkt við stórt tjald þar sem kæmust fyrir menn úr ýmsum áttum. Nú eru repúblikanar á miðjunni rakkaðir niður af sama offorsi og demókratar og útskúfaðir. Í upphafi bókarinnar eru dregnar fram tvær tilvitnanir til að lýsa því hvað tímarnir hafa breyst. „Ég kaus hann ekki, en hann er forsetinn minn og ég vona að hann standi sig vel,“ sagði John Wayne eftir að John F. Kennedy var kosinn árið 1960. „Ég vona að honum mistakist,“ sagði Rush Limbaugh þegar Obama hafði verið kosinn. Sigur repúblikana í kosningunum 2. nóv- ember ber því ef til vill ekki vitni að repúblikanar séu að einangra sig á jaðrinum. Það segir þó sína sögu að Christine O’Donnell, eftirlæti teboðs- hreyfingarinnar, sem sigraði í forkosningum repúblikana, var hafnað í kosningunum. Fram- bjóðendur á jaðrinum eiga ef til vill mikla mögu- leika á að sigra í forkosningum þar sem þátttakan er takmörkuð og hinir sannfærðu líklegri til að kjósa en hinir, en þegar í sjálfar kosningarnar er komið höfða þeir síður til almennings og vinna með minni mun en frambjóðendur á miðjunni. Fleiri Bandaríkjamenn eru um þessar mundir óháðir, en telja sig til demókrata eða repúblikana. „Hina bestu skortir alla sannfæringu á meðan hin- ir verstu eru fullir af ástríðufullum ákafa,“ hefur hann eftir skáldinu William Butler Yeats. George Washington sagði að ekkert jafn hættulegt hinu bandaríska lýðræði og hinn hlut- drægi lýðskrumari, sem „æsir upp samfélagið með illa ígrundaðri afbrýði og tilhæfulausum neyð- arköllum, kyndir undir úlfúð eins hlutans í garð hins“. Avlon vonast til þess að hægt sé að færa hina pólitísku umræðu til betri vegar, losna úr öfgum hægri og vinstri og komast fram á við. Ástríðufullur ákafi á jaðri öfganna Barack Hussein Obama er nasisti, fasisti og Anti-Kristur. George W. Bush er arftaki Hitlers og var á bak við hryðju- verkin 11. september 2001. Í bókinni Wingnuts er fjallað um öfgarnar í pólitískri umræðu í Bandaríkjunum. Karl Blöndal kbl@mbl.is Stjórn Bush sögð ólögmæt og standa á bak við 11. september og Obama líkt við Hitler, sagður ókristinn og frá Kenýa, spurt um fæðingarvottorð hans og honum jafnað við antíkrist.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.