SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 25
14. nóvember 2010 25 H elga Steffensen er fædd 1934 í Reykjavík. Hún bjó lengstan hluta æskunnar á Hávallagötunni, gekk í Miðbæjarskóla, síðan Verzlunarskólann og nam einnig tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún starfaði sem flugfreyja í nokkur ár og bjó bæði í Hamborg og Kaupmannahöfn með manni sínum Herði sem var flugvélstjóri og glerlistamaður. Helga var ein af fjórum brúðulistakonum sem stofnuðu Leikbrúðuland. Leikhúsið sýndi fyrstu árin í Sjónvarpinu en 1973 hófust sýningar í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11 og þar var sýnt á hverjum sunnudegi í mörg herrans ár. Helga er þó eflaust þekktust fyrir starf sitt í Brúðubílnum og gjarnan nefnd í sömu andrá og vinur hennar apinn Lilli. Brúðubíllinn hefur skemmt börnum í fjölda ára með skemmtilegum leik- sýningum á sumrin og hefur starfsemin verið dyggilega styrkt af ÍTR. Í sumar fagnaði Helga 30 ára starfsafmæli sínu með Brúðu- bílnum og sólin skein gul og heit upp á hvern dag. Bíllinn fór víða, í júní og júlí var sýnt í Reykjavík og í ágúst og sept- ember ferðast um landið. Helga segir brúður og börn vera sínar ær og kýr og er þakklát fyrir stuðning fjölskyldu sinnar sem hafi stutt hana í gegnum árin með ráðum og dáð. Helga með systkinum sínum Sigþrúði, Birni og Theódóru. Í sumarfríi á San Torínó. Fjölskyldumynd tekin þegar Helgu var veitt Fálkaorðan. Björn Sverrir, Hörður, Helga Sigríður og Valdimar. Helga var umsjónarmaður Stundarinnar okkar í sjö vetur. Mynd frá sumrinu í ár í Brúðubílnum. Sigrún Edda leikstjóri, Gígja brúðu- stjórnandi, Helga og Kjartan Björn bílstjóri og tæknimaður. Dindill og Agnarögn sem voru leikin af Þóri Tuliníus og Eddu Heiðrúnu Backman. Sól, sól skín á mig Helga Steffensen hefur helgað líf sitt brúðum og börnum. Hún hélt upp á 30 ára starfsafmæli á þeim vettvangi í sumar. Sigríður Hannesdóttir vann í mörg ár í leik- húsinu með Helgu. Frá Leikbrúðulandi. Ein af fyrstu sýningunum um Meistara Jakob og félaga. Helga og barnabarnið Sævar. Frá flugfreyjuárunum hjá Loftleiðum. Helga og hinn ástsæli Lilli. Við sumarstörf á Laxatanga með barnabörnunum. Bústaðurinn var byggður 1931 af foreldrum Helgu. Myndaalbúmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.