SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 25

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 25
14. nóvember 2010 25 H elga Steffensen er fædd 1934 í Reykjavík. Hún bjó lengstan hluta æskunnar á Hávallagötunni, gekk í Miðbæjarskóla, síðan Verzlunarskólann og nam einnig tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún starfaði sem flugfreyja í nokkur ár og bjó bæði í Hamborg og Kaupmannahöfn með manni sínum Herði sem var flugvélstjóri og glerlistamaður. Helga var ein af fjórum brúðulistakonum sem stofnuðu Leikbrúðuland. Leikhúsið sýndi fyrstu árin í Sjónvarpinu en 1973 hófust sýningar í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11 og þar var sýnt á hverjum sunnudegi í mörg herrans ár. Helga er þó eflaust þekktust fyrir starf sitt í Brúðubílnum og gjarnan nefnd í sömu andrá og vinur hennar apinn Lilli. Brúðubíllinn hefur skemmt börnum í fjölda ára með skemmtilegum leik- sýningum á sumrin og hefur starfsemin verið dyggilega styrkt af ÍTR. Í sumar fagnaði Helga 30 ára starfsafmæli sínu með Brúðu- bílnum og sólin skein gul og heit upp á hvern dag. Bíllinn fór víða, í júní og júlí var sýnt í Reykjavík og í ágúst og sept- ember ferðast um landið. Helga segir brúður og börn vera sínar ær og kýr og er þakklát fyrir stuðning fjölskyldu sinnar sem hafi stutt hana í gegnum árin með ráðum og dáð. Helga með systkinum sínum Sigþrúði, Birni og Theódóru. Í sumarfríi á San Torínó. Fjölskyldumynd tekin þegar Helgu var veitt Fálkaorðan. Björn Sverrir, Hörður, Helga Sigríður og Valdimar. Helga var umsjónarmaður Stundarinnar okkar í sjö vetur. Mynd frá sumrinu í ár í Brúðubílnum. Sigrún Edda leikstjóri, Gígja brúðu- stjórnandi, Helga og Kjartan Björn bílstjóri og tæknimaður. Dindill og Agnarögn sem voru leikin af Þóri Tuliníus og Eddu Heiðrúnu Backman. Sól, sól skín á mig Helga Steffensen hefur helgað líf sitt brúðum og börnum. Hún hélt upp á 30 ára starfsafmæli á þeim vettvangi í sumar. Sigríður Hannesdóttir vann í mörg ár í leik- húsinu með Helgu. Frá Leikbrúðulandi. Ein af fyrstu sýningunum um Meistara Jakob og félaga. Helga og barnabarnið Sævar. Frá flugfreyjuárunum hjá Loftleiðum. Helga og hinn ástsæli Lilli. Við sumarstörf á Laxatanga með barnabörnunum. Bústaðurinn var byggður 1931 af foreldrum Helgu. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.