SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 13
14. nóvember 2010 13 Erlent Viðskipti Íþróttir - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0 H ugmyndin um að loka Blá- fjöllum er alveg út í hött, frá- leitt að þetta geti snúist um 87 milljónir á ári sem Reykjavíkurborg sparar við að loka skíðasvæðinu. Að leggja þessa upphæð til hliðar og safna fyrir snjóframleiðslutækj- um er fjarstæðukennt. Skíðasvæðið í Bláfjöllum annar ekki eftirspurn á góðum skíðadegi enda lífs- gæði í því fólgin að hafa útivistarsvæði við bæjardyrnar. Síðastliðinn vetur var óvenjulegur en veturinn 2008-2009 komu 93.000 gestir á 89 opnunardögum. Starfsmenn Bláfjalla hafa á undanförnum árum unnið þrekvirki við að halda svæð- inu opnu fyrir æfingar. Þess vegna segja þessir opnunardagar ekki alla söguna. Því er ekki hægt að segja að staðið sé í þessum rekstri fyrir fámennan hóp sér- vitringa. Ekki veit ég um neina aðra íþróttagrein þar sem foreldrar, ömmur, afar og aðrir aðstandendur stunda íþróttina sem al- menningsíþrótt á meðan börnin eru á æf- ingu. Árangur reykvískra keppenda hefur verið góður og er það skylda borgarinnar að standa við bakið á þessum ungu og efnilegu íþróttamönnum en skíðalið Reykjavíkur eru bikarmeistarar Skíða- sambandsins og eigum við efnilegt lands- liðsfólk. Ekki má gleyma ört vaxandi hópi hressra brettakrakka sem nýta hvert tækifæri til að komast í fjallið. Stjórnmálamenn ættu að tala varlega. Óþarfi er að koma róti á huga barna og unglinga og ekki rétt að láta þau fá sam- viskubit yfir þeirri íþrótt sem þau stunda af dugnaði, oft við erfiðar aðstæður. Væri nær að líta til þess að auka nýtingu á skál- um og lyftum frekar en að einblína alltaf á sparnað og niðurskurð, finna tekjupósta fyrir svæðið á ársgrundvelli. Á góðum degi koma um 10.000 manns í Bláfjöll. Hvað er málið? MÓTI Sigrún Inga Kristinsdóttir skíðakona og nemi í tölv- unarfræði Skíðasvæðið í Bláfjöllum annar ekki eftirspurn á góðum skíðadegi enda lífsgæði í því fólgin að hafa útivistarsvæði við bæjardyrnar. Í Kastljósi Sjónvarpsins viðr- aði borgarstjóri möguleikana á að loka skíðasvæðinu í Blá- fjöllum í sparnaðarskyni. Um slíkan gjörning eru skiptar skoð- anir. En það er að sjálfsögðu ekk- ert vit í því að halda opnu snjó- lausu skíðasvæði mörg ár í röð. Eins og vænta mátti tóku skíða- menn þessu útspili ekki af stóískri ró. Það er hins vegar hægt að bera smyrsl á þau sár, eins og áburð undir skíðin. Það er nægur snjór á landsbyggðinni t.d. Akureyri. Því er nærtækt fyrir forfallna að bregða sér þangað og slípa brekk- urnar þar. Aðrir áhugaverðir staðir eru m.a. Tungudalur, Böggviss- taðafjall, Stafdalur og Oddskarð. Þeir staðir henta þeim, sem oft hafa brunað niður Hlíðarfjallið, en þrá öðruvísi loft í lungun. Þar að auki væri það verðugt verkefni að treysta stoðir landsbyggðarinnar með því að byggja enn betur upp þessa staði með því að flytja þangað fleiri skíðalyftur. At- vinnuflóra landsbyggðarinnar er víða ekki upp á marga fiska, hót- elin tóm, fáir gestir á ferli og því kærkomið viðfangsefni til að gera eitthvað annað. Lítið mál er að sækja í skíðasvæði út fyrir sína heimabyggð. Það vita þeir best, sem nær alla aðdrætti þurfa að sækja til Reykjavíkur. Reykvíkingar þurfa því ekki lengur að berja hausnum við steininn í snjólausum skíðabrekk- um, sem auk þess getur verið heilsuspillandi. Það er ótrúlega afslappandi að slíta sig út úr hvunndags amstrinu og hverfa í kyrrðina og rólegheitin á lands- byggðinni. MEÐ Benedikt V. Warén einkaflugmaður Á að loka Bláfjöll- um í tvö ár í sparnaðarskyni? Lítið mál er að sækja í skíðasvæði út fyrir sína heimabyggð. Það vita þeir best, sem nær alla aðdrætti þurfa að sækja til Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.