SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 55
14. nóvember 2010 55
Þ
að koma fjórar bækur frá mér fyrir jólin,“ segir
Hugleikur Dagsson og hallar sér aftur í hæg-
indastól á Kaffi Rósenberg – að loknu góðu
ársverki.
„Popular Hits kom út í vor. Þá tek ég fyrir lagaheiti
erlendra dægurlaga og sný út úr þeim. Ég verð einnig
með sjálfstætt framhald af Íslenskum dægurlögum.
Bubbi Morthens skrifar formálann, síðast var það Valgeir
Guðjónsson. Ef til er efniviður í þriðju bókina mun ég
reyna að fá Pál Óskar. Ég segi þetta, því síðast þegar ég
sagði í viðtali að ég væri til í að fá Bubba sem formála-
skrifara hafði hann samband og sagði: „Hvað segirðu, á
ég að skrifa formála?“ Þannig að ég legg hér með inn
umsókn. Svo var Garðarshólmi að fara í prentsmiðju,
sem birtist í símaskránni 2008 og 2009.“
– Þú ert ekkert umdeildur!
„Nei, ég er ekkert umdeildur, ég meina, úff …“
Hann grettir sig.
„Á ég að fara að snerta á þessu máli? Ég var með heitar
skoðanir á því, en sveiflaðist yfir í að vera alveg drullu-
sama. Ég held að allir á Íslandi hafi fengið ógeð á sama
degi, það var á miðvikudegi, eftir að þetta hafði verið í
umræðunni í tvær vikur. Þá var hætt að tala um þetta á
Facebook og í næsta partíi var allt í einu sagt: „Neibb, ég
ætla ekki að tala um næstu símaskrá.“
Hann yppir öxlum.
„Ég er ekkert umdeildur. Ætli það sé ekki af því að
fólk fattar brandarana mína.“
– Hefurðu ákveðnar skoðanir á Gillzenegger?
„Hann var mikið í umræðunni þegar hann kom fyrst
fram. Ég lét hann fara í taugarnar á mér, fannst stælarnir
pirrandi, en aðallega leiðinlegt að hann kallaði okkur
trefla! Tvíhöfði hafði skipt mannkyninu í hnakka og
úlpur og mér fannst það ganga betur upp – ég geng aldr-
ei með trefil, heldur í úlpu. Ef eitthvað er, þá eru hnakk-
ar frekar með trefla en treflar.
Ég ákvað því að semja Eineygða köttinn kisa og
hnakkana. Aðalhnakkinn var Jabba the Hut-týpa, og
sögn bókarinnar var sú, að foringi hnakkanna væri í
raun fituklessa, þannig að innst inni væri hnakkinn fi-
tuklessa. Síðan opnaði hann hlera, kisi datt í kjallarann,
eins og í Stjörnustríði 3, nema skrímslið sem mætti
honum var byggt á Gillzenegger, skeinarinn mikli frá
Hnakk-hnakk-hnakkalakka-lakk-hnakk. Hann var
með líkama kjúklings og síðan, eins og hnakkarnir í
bókinni, ekki með andlit, heldur hnakka báðum meg-
in – þeir töluðu með rassinum. Hann var svakalegt
skrímsli, með vígtennur í rassinum. Svo voru hend-
urnar klósettrúllur, því hann var alltaf að tala um að
skeina fólk, og þær voru hvassar – hann skar jóla-
sveininn í tvennt.
Ég varð ekkert pirraður á hnökkunum lengi eftir að
hafa gert bókina – það er sniðugt að beina
pirringi sínum í bækur. Einn vinur minn,
sem er nörd, sagði mér um svipað leyti, að
hann hefði svikið lit og farið til Gilzeneg-
gers í einkaþjálfun. Ég leit á þetta sem svik
við nördasamfélagið og einn karakterinn
er byggður á honum, Darth Vader sem var
einu sinn nörd en breyttist í hnakka.“
Brúnin lyftist á Hugleiki við það eitt að
minnast á Stjörnustríð.
„Það er erfitt að detta ekki inn í
Stjörnustríð; ég vísa ósjálfrátt í þær
myndir. Ég verð til dæmis með sýningu ásamt fleiri
listamönnum í anda Empire Strikes Back, bestu
stjörnustríðsmyndarinnar, í Crymo-galleríi í desem-
ber ásamt fleiri listamönnum.“
– Átti Garðarshólmi ekki að vera þríleikur?
„Ég hugsa að það verði raunin ef þessi bók selst vel.
Þá geri ég Garðarshólma 2, hvort sem hún heitir Ísa-
fold eða Frón. Ég þarf líka að finna vettvang til að birta
hana. Ef mér býðst ekki símaskráin aftur, þá getur
verið að ég birti hana bara á vefnum. Eða í IKEA-
bæklingnum? Það hefði verið flott að fá rannsókn-
arskýrsluna – það hefði verið lö-ö-öng saga!“
– Ég heyrði að þú værir kominn með annan teikn-
ara fyrir eineygða köttinn kisa!
„Já, Eineygði kötturinn kisi og leyndardómar Eyja-
fjallajökuls kemur út hjá JPV fyrir jólin. Þegar ég gerði
Eineygða kisa og leyndarmálið hélt ég teiknikeppni á
My Space, í þeim steinaldarhelli, og bað fólk að teikna
karaktera í kisa. Einn bar af, Pétur Antonsson, sem er í
teikniskóla í Kaliforníu. Ég var búinn að ákveða að
teikna ekki aðra Kisabók, mér fannst það leiðinlegt og
vissi að hægt væri að teikna hann betur. Pétur var til í
slaginn. Ég vippaði því upp handriti og áttaði mig fljót-
lega á, að sagan gat ekki verið um annað en Eyjafjalla-
jökul. Ég bjó til lítið Indiana Jones-ævintýri með ein-
eygða kettinum kisa og vinum hans, sem er alþjóðlegra
en sögurnar hafa verið hingað til og kemur einnig út á
ensku.“
– Þú varst á lista Besta flokksins, sem mikið er talað
um þessa dagana!
„Já, ég fylgist ekkert með þessum um-
ræðum – ég er svo upptekinn af sjálfum
mér. Ég veit aldrei hvort fólk er almennt
pirrað eða örfáir bloggarar. En ég hef
heyrt einhverja segja það sama og alltaf,
að Jón Gnarr viti ekkert í sinn haus og
kunni ekkert að stjórna borginni. Og í
rauninni, ja, að minnsta kosti við-
urkennir hann það,“ segir Hugleikur og
hlær.
„Ég hef ekki séð neinar sprengingar
ennþá, borgin er ekki farin að hrynja, þannig að ég held
að henni sé ágætlega stjórnað. Þegar við sjáum börn
borða rottur úti á götu, þá getum við kannski byrjað að
hafa áhyggjur. Mér finnst við Íslendingar gleyma því
stundum að horfa á heildarmyndina. Þrátt fyrir að allt sé
í steik, þá gætum við ekki haft allt í steik á betri stað í
heiminum. Það sveltur enginn úti á götu og hér eru eng-
in hryðjuverk. Það eina sem gerðist er að við misstum
peninginn okkar. Kannski er naívt að hugsa svona, en
mér finnst að við ættum að líta á björtu hliðarnar og það
voru einmitt formerki besta flokksins.“
– Koma fleiri „Okkur“ bækur?
„Okkur mun einn daginn snúa aftur, þegar það er
tilbúið, þau eru tilbúin eða við erum tilbúin! Þá mun það
ekki heita „okkur“, heldur eitthvað allt annað. En ég hef
ekki ákveðið ennþá hvað.“
Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Síðasta orðið …
Hugleikur Dagsson
Hann kallaði okkur trefla!
’
Þrátt fyrir
að allt sé í
steik, þá
gætum ekki haft
allt í steik á betri
stað í heiminum.