SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 34
34 14. nóvember 2010 Drekahellir í Vatnajökli Hafdís Ósk Sigurðardóttir Drekahellir í Vatnajökli er vel skrifuð saga og spennandi og ætti að hæfa vel börnum á aldrinum 6-12 ára sem hafa gaman af drekum, hestum og ævintýrum. Bókin fær ímyndunaraflið til að fara á flug og áður en lesandinn veit af fylgir hann Gunnari og Krissa eftir í ævintýraförinni jafnspenntur og þeir. Ingveldur Geirsdóttir Upp í sveit Halldór Á. Elvarsson [Bó]kin [er] mjög heillandi, hún er skemmtilega sett upp, textinn er stuttur, myndirnar einfaldar og litríkar auk þess sem bókin er mjög fræðandi fyrir ung börn. Þessi bók er þarfaþing í íslenska barnabókaflóru og gefur innsýn í sveitalífið eins og það er í dag. Ingveldur Geirsdóttir Á slóð sjóræningja Þorlákur Már Árnason Lilli er skemmtilegur og kraftmikill strákur. Sagan er létt og leikandi skrifuð en flakkar á milli fyrstu og þriðju persónu frásagnar sem getur verið dálítið ruglandi. Gunnar Júlíusson myndskreytir bókina og eru myndir hans skýrar og fínar og eiga vel við söguna. Börn á aldrinum 5 til 10 ára ættu að hafa gaman af ævintýrum Lilla og ekki skemmir fyrir að þau eru rammíslensk. Ingveldur Geirsdóttir Tumi þumall Claudia Venturini myndskreytti Ævintýrið um Tuma þumal er fyrir löngu orðið klassískt og hér er það í styttri útgáfu og myndskreyttri. Útdrátturinn úr uppruna- legu sögunni er vel unninn ogmyndskreytingarnar flottar og litríkar. Bókin er með flettimyndum og gaman er að þær eru ekki aðeins til að kíkja á bak við eða ofan í eitthvað heldur sýna þær líka hreyfingu. Ingveldur Geirsdóttir Skrímsli á toppnum Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal (Mál og menning) Litla skrímslið og stóra skrímslið eru svo óendanlega krúttleg og saklaus að það er ekki annað hægt en að þykja vænt um þau og ekki dregur þessi bók úr þeirri væntumþykju. Þetta er frábær bók. Sögurnar um litla og stóra skrímslið eru orðnar sex og ég hlakka til að sjá fleiri bætast í hópinn. Skrímslin eru svo sannarlega á toppnum. Ingveldur Geirsdóttir Breki og Dreki í leikskóla Aino Havukainen og Sami Toivonen Breki og Dreki eru stórskemmtilegar persónur sem lífga aldeilis upp á lífið í leikskólanum Koppi. Sagan er mjög skemmtileg og teikningarnar eru frábærar; litríkar og það er mikið um að vera á hverri opnu. Hverja mynd er hægt að skoða endalaust því mikið er af skemmtilegum smáatriðum sem fengu mig til að skella upp úr. Ingveldur Geirsdóttir Forngripasafnið Sigrúnu Eldjárn Óttinn við hið nýja og óþekkta; nýtt heimili, nýjan heimabæ og nýtt fólk, er hér til staðar, eitthvað sem börn ættu að geta tengt við, og dularfullir atburðir og draugagangur er eitthvað sem ungir lesendur hljóta að kunna að meta og ættu að geta lifað sig inn í. Helgi Snær Sigurðsson Ertu Guð, afi? Þorgrímur Þráinsson Ertu Guð, afi? er falleg saga, innihaldsrík, afskaplega vönduð og sögð á leikandi léttan hátt. Þetta er bók sem ætti að höfða bæði til barna sem fullorðinna enda full af fallegum boðskap sem á erindi til allra. Ingveldur Geirsdóttir Árstíðirnar Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn (Vaka- Helgafell) Í þetta sinn eru það árstíðirnar sem eru teknar til umfjöllunar. Þarna koma fyrir árstíðabundnir gjörningar; sláturgerð, rigningar og farfuglar á haustin, ísát, ferðalög og skriðkvikindi á sumrin, jólin og myrkrið á veturna og leysingar og kríukoma á vori. Allt er þetta snilldarlega framsett í bundnu máli Þórarins, sem hefur þetta feiknagóða vald á íslenskri tungu. Í mestu uppáhaldi hjá mér voru ljóðin um hann Sumarliða sem hræddist skordýr, vangavelturnar um farfuglana, Villa sem tók slátur, blóðugur uppfyrir haus, og draugana sem vældu eftir Grýlu. Jafnt ungir sem aldnir skemmta sér við lestur bókarinnar; það verður ekki á betra kosið. Birta Björnsdóttir Sögur og leikir úr Latabæ Bókin er litrík og mikið um að vera á hverri blaðsíðu, í anda sjónvarpsþáttanna, hún mun ekki valda Latabæjaraðdáendum vonbrigðum. Ingveldur Geirsdóttir Barnabækur Þ egar Sóllilja, rótlaus Reykjavíkurmær sem býr í kjallaranum hjá ömmu sinni, finnur af tilviljun mynd falda á bak við trúlofunarmyndina af afa og ömmu koma brestir í skorður hversdagsins. Smám saman fá bernskuminningar nýja merkingu og raddir fortíðar annan blæ. Það reynast fleiri kunna að ljúga en Sóllilja. Þannig liggur landið í fyrstu skáldsögu Hug- rúnar Hrannar Kristjánsdóttur, Stolnum röddum, sem komin er út hjá Máli & menningu. Í samtali við Sunnudagsmoggann segir Hugrún að öðrum þræði sé þetta saga ömmu Sóllilju og afa en annars er hún ófáanleg til að gefa meira upp um söguþráðinn. „Fólk verður bara að lesa bókina,“ segir hún og hlær stríðnislega. Að sögn Hugrúnar er hér um tæran skáldskap að ræða, sagan á sér enga stoð í veruleikanum. Nema ef vera skyldi að því leyti að það eru leyndarmál í öllum fjölskyldum, eins og hún bendir réttilega á. Hugrún Hrönn er íslenskufræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað við kynningarmál og vefstjórn. Hún kveðst lengi hafa haft áform um að skrifa bók en ekki endilega þessa bók. Stolnar raddir hefur hún glímt við með hléum í þrjú til fjögur ár með annarri vinnu. „Eigum við ekki að segja að ég hafi unnið markvisst í þessari sögu síð- ustu tvö árin eða svo,“ segir Hugrún og upplýsir að hún sé þegar byrjuð á næstu bók. „Þetta er mjög spennandi, nýr starfsferill að verða til.“ Hugrún kveðst þegar hafa fengið jákvæð við- brögð frá fólki sem hefur lesið bókina. „Ég er mjög ánægð með þessa bók og kvíði í raun ekki við- tökum. Bókin er bara þarna úti og vonandi hafa sem flestir skoðun á henni. Ég er staðráðin í að njóta augnabliksins.“ Aldrei hafa komið út fleiri bækur á Íslandi en fyrir þessi jól en Hugrún hefur eigi að síður engar áhyggjur af samkeppninni. „Það þýðir ekkert að hugsa þannig. Það er pláss fyrir marga ólíka höf- unda á markaðnum.“ Spurð hvaðan þessi ritgleði hjá þjóðinni komi rekur Hugrúnu í vörðurnar. „Ég hreinlega veit það ekki. Ætli það sé ekki hefðin. Bókaþjóðin er greinilega ekki af baki dottin.“ Sjálf kveðst hún lesa mikið – allskonar bækur. „Ég hef mjög gaman af að lesa og ég held að það eigi við um Íslendinga almennt. Þeir skrifa alla vega bækur. Kannski finnst þeim það skemmti- legra en að lesa þær,“ segir hún og hlær dátt. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir segir pláss fyrir marga ólíka höfunda á markaðnum. Brestir í skorður hversdagsins Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir íslenskufræðingur hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Stolnar raddir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Í Snjóblindu eftir Ragnar Jónsson segir frá ungum lörgreglumanni sem leysir glæpamál á Siglufirði. Spurt er: Þar sem bókin endar er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar; ertu með framhald í huga? „Þrátt fyrir að ráðgátan, eða öllu heldur ráðgáturnar, í Snjóblindu leysist í lok bókarinnar þá felur sag- an vissulega í sér möguleika á að halda áfram að segja lesendum frá aðalpersónunni, lögreglumann- inum Ara á Siglufirði, sem lendir í vandræðum með að fóta sig á þessum nýja og framandi stað, bæði í vinnunni og einkalífinu. Ég er nú farinn að leggja drög að sjálfstæðu fram- haldi og geri ráð fyrir að sú saga snúist að hluta til um rannsókn á óhugnanlegu morðmáli sem teygir anga sína víða, meðal annars til Siglufjarðar. Ari fær hins vegar óvænta samkeppni við rannsóknina að sunnan, en sennilega er best að segja ekki meira um það að sinni.“ Ragnar Jónsson Framhald framundan Sigríður Pétursdóttir, rithöfundur og umsjónarmaður útvarpsþátt- arins Kviku á Rás 1, sendir frá sér smásagnasafnið Geislaþræði þar sem sögurnar fjórar eru sagðar í gegnum tölvupósta (ein er í tveim- ur hlutum). Uppheimar gefa bók- ina út. Spurt er: Ertu ekkert orðin leið á að skrifa tölvupósta? „Nei, ég fæ aldrei leiða á að svara tölvupóstum! :-) Skemmtanagildið fer þó mikið eftir því hverjum ég er að svara. Bréfin sem fóru milli mín og eiginmanns- ins í tilhugalífinu fyrir tæpum áratug veittu taum- lausa gleði og útrás. Svo er alltaf gaman að skrifast á við pennavini erlendis og hlustendur Kviku. Ekki eins gaman að svara fyrirspurnum frá fjár- málafyrirtækjum eða hafna fólki sem biður um eitt- hvað.“ Sigríður Pétursdóttir Aldrei leið á tölvupóstum Jólabækurnar ÚRVAL ÚR LJÓÐUM HÁKONAR AÐALSTEINSSONAR Fjallaþytur hefur að geyma úrval ljóða hins dáða hagyrðings Hákonar Aðalsteinssonar. Þessa bók lætur enginn ljóðaunnandi fram hjá sér fara. Hér tekur hver ljóðaperlan við af annarri. holar@holabok.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.