SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 46

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 46
46 14. nóvember 2010 Plata Wings, Band on the Run (1973), hefur nú verið endurútgefin með afgerandi hætti, mætti segja, en útgáfan er partur af því sem kallast „Paul McCartney Archive Collection“. Platan er jafnan talin helsta þrekvirki Wings, og var fæðing hennar erfið, en hálf hljóm- sveitin hætti rétt fyrir upptökur. Fór svo að McCartney sjálfur trommaði plötuna og gerði það listavel. Alls kyns snið eru á þess- ari endurútgáfu, auk hefðbundinnar útgáfu er hægt að fá vínylútgáfu og svo þrefaldan disk, tveir hljómdiskar og einn mynddiskur. Kjörútgáfa plötunnar, eða „deluxe“, inni- heldur svo 3 hljómdiska, mynddisk og 120 síðna bók. Ítarlegri upplýsingar má nálgast á opinberri vefsíðu Paul McCartney Band on the Run endurútgefin Umslag plötunnar frægu. Damon Albarn er ástfanginn af tæki. Damon Albarn er ekki af baki dottinn með Gorillaz-sveit sína og tekur nú upp nýja plötu með tilstuðlan iPad-tækninnar. Albarn hefur verið að vinna að plötunni samfara hljóm- leikaferðalagi sveitarinnar í kjölfar plötunnar Plastic Beach. „Það væri gaman að vera fyrsti tónlist- armaðurinn sem tekur upp plötu á iPad,“ segir Albarn í samtali við NME. „Ég varð ást- fanginn af þessu tæki þegar ég fékk það í hendurnar og platan sem ég er að vinna að hefur því breyst umtalsvert. Albarn bætir þá við að hann hyggist gefa hana út fyrir jól. Ætli hann viti að það er rúmur mánuður í þau? Albarn tekur upp Gorillaz á iPad F áir bandarískir tónlistarmenn hafa talað jafn skýrt til hvítrar amerískrar alþýðu og Bruce Springsteen, helst að Woody Guthrie standi honum framar í þeim efnum. Þetta skýrir vinsældir Springs- teens, hann er annað og meira en rokkstjarnan á Born in the U.S.A., eitthvað sem hefur verið að koma æ betur í ljós hin síðari ár. Vegleg endurútgáfa á Born to Run (1975) fyrir ca. fimm árum hefur gert sitt í þessu, en þar var hægt að kafa djúpt ofan í þetta tíma- mótaverk Springsteens, plötuna sem þeytti honum upp á næsta stig. Með tónleikum frá því tímabili, og heimildarmynd, var hægt að fara í rækilega djúpköfun hvað listamanninn varðaði, nema stöðu hans í tónlistinni á þess- um tíma og sjá feril hans og vegferð í sam- hengi. Nú hefur verið bætt um betur, og platan Darkness on the Edge of Town (1978) hefur verið sett í allsvakalega yfirhalningu þar sem orð eins og „limited“ og „deluxe“ eru nýtt í botn. Ekki ætla ég að eyða plássi hér í tækni- legar lýsingar, en hvalrekinn í þessu dæmi öllu er að sjálfsögðu The Promise, heil plata sem varð til á milli Born to Run og Darkness … og hefur haft stöðu hins heilaga kaleiks Bruce Springsteen-aðdáenda allar götur síðan. Eftir óvæntar vinsældir Born to Run leitaði Springsteen enn frekar inn á við, og áferð Darkness … er nokkuð melankólísk og þung; djúpar hugleiðingar um örlög mannanna, og sorgina – en um leið sáttina – sem fylgir því að kveðja unglinginn og breyttast í mann. Lögin hlóðust upp á þessu tímabili og fullkláruð lög voru sett á hilluna, ekki af því að þau væru eitthvað slæm, heldur vegna þess að þau pöss- uðu ekki nákvæmlega við þann ramma sem Springsteen vildi stilla fram á Darkness … Þetta orð, promise eða loforð, var miðlægt í pælingum Springsteens um lífið og tilveruna á þessum tíma. Í titillaginu kemur setningin „the promise is broken“ fyrir, þrisvar sinnum alls. Í því felast vangaveltur um hvernig mað- urinn lifir af, þegar hann uppgötvar að heim- urinn verður aldrei eins og draumar hans bjóða honum. Já, krakkar mínir, það er djúpt á Stjóranum. Svikin loforð Þegar Bruce Springsteen tók upp Darkness on the Edge of Town, sem átti eftir að reynast einn af hornstein- unum í hans ferli, varð til önnur plata, The Promise. Nú, 32 árum síðar, kemur hún loksins almennilega fyrir eyru almennings. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Stjórinn Bruce Springsteen tók tilkomumikið þroskastökk á Darkness on the Edge of Town og „týnda“ meistaraverkinu, The Promise. Kjörútgáfa The Promise: The Darkness on the Edge of Town Story kemur með 80 síðna bók, sem er eftirlíking af glósubók- inni sem „stjórinn“ notaði þegar hann var að vinna að plötunni. Þar er síðan að finna þrjá hljóm- diska og þrjá mynddiska og er mesti fengurinn að sjálfsögðu í því 21 lagi sem almenningur hefur ekki komist í tæri við áð- ur, þ.e. The Promise. Einnig verður að finna heimild- armyndina The Promise: The Making of Darkness on the Edge of Town en hún var frumsýnd á liðinni kvikmyndahátíð í Tor- onto. The Promise kemur þá líka út sér en best er að fara á opinbera vefsíðu Springsteen til að fá nákvæmar upplýsingar. Umslag The Promise. Alger kjör- gripur Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég var að festa kaup á Go með Jónsa. Ætla að sökkva mér í plötuna og hita þann- ig upp fyrir tónleikana hans í Höllinni í des- ember. Kópacapana með Blaz Roca fer vel í mig og jafnvel betur en áður eftir geðveika útgáfutónleika á Nasa um daginn … Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Fyrir utan plötuna Allt sem þú átt dettur mér helst í hug The Dark Side of the Moon eftir Pink Floyd. Ég keypti plötuna (reyndar á formi geisladisks) 14 ára gamall í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á leið minni til Frakk- lands. Ég man enn vel eftir því hversu hrif- inn ég varð strax við fyrstu hlustun, mögnuð plata. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Það myndi vera Dougl- as Dakota með Botn- leðju. Ég er á þeim aldri að ég rétt missti af Botn- leðju upp á sitt besta, var rétt að verða 12 ára þeg- ar þessi plata kom út. En mér hefur alltaf þótt hún alveg hrikalega góð. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Michael Jackson, mesta undur sem popptónlistin hefur séð. Það kemst enginn nálægt því að vera jafn- hæfileikaríkur og hann var. Verst hvað hann var klikkaður. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Oftast eru það íslensk- ir slagarar frá ýmsum tímabilum sögunnar. Villi Vill, Bó Halldórs, Stuðmenn og jafnvel Þursaflokkurinn, þetta fær allt að hljóma villt og galið hjá okkur vinunum. Þetta fer í raun allt eftir Benna Vals og í hvaða gír hann er. Í mínum eyrum Friðrik Dór Verst hvað Jackson var klikkaður Jeff Koons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.