SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 27
14. nóvember 2010 27 E flaust hefur mörgum brugðið við þau orð Jóns Gnarrs borgarstjóra að til greina kæmi að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár til að spara í rekstri borg- arinnar. En lítil alvara virðist hafa fylgt þeim orðum. Að minnsta kosti hefur fólk notið þess að renna sér í snjónum þessa vikuna án inngripa borgarstjórnar. Það getur aldrei talist æskileg nálgun í rekstri borgarinnar að kippa fótunum alveg und- an einu sviði mannlífsins og afsaka það með því að það sé tímabundið. Mun skynsamlegra er að leita varanlegra lausna í niðurskurði, sem fá staðist til lengri tíma. Fjölmargar fjölskyldur leggja stund á vetraríþróttir og það er snar þáttur í því að búa í landi ísa og snjóa. Það er ein helsta tilhlökkunin sem fylgir fyrstu snjókomunni hjá ís- lenskum krökkum, að þá geti þau farið að renna sér á skíðum. Víst er það rétt sem Jón bendir á, að einungis var opið fimm daga í Bláfjöllum í fyrra, en versta ár í sögu skíðasvæðisins í Bláfjöllum getur tæplega verið viðmiðið. Veturinn þar á undan var einmitt afar góður skíðafólki. Og það er merkilegt, sem Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborg- arsvæðisins, heldur fram í samtali í Sunnudagsmogganum í dag, að ef hafin yrði snjó- framleiðsla í Bláfjöllum, þá yrði það ekki til kostnaðarauka, einfaldlega vegna þess að sú gífurlega fjárfesting sem liggur í tækjum, skálum, skíðalyftum og fagfólki nýtist mun bet- ur. „Við myndum leggja okkur fram við að halda opnu yfir jólin og milli jóla og nýárs. Svo myndum við stytta hlákutímabil, sem koma alltaf á hverjum vetri, í báða enda. Að lokum gætum við tryggt að það væri nægur snjór um páska.“ Þetta er vert skoðunar. Eitt er víst, að þegar veðurguðirnir leika við skíðafólkið, þá er gaman í Bláfjöllum. Eins og myndaþáttur Kjartans Þorbjörnssonar ber með sér í blaðinu í dag. Gott fyrir framtíðina Það er ánægjulegt þegar afreksíþróttamenn miðla þekkingu sinni og reynslu til komandi kynslóða. Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, lætur ekki þar við sitja, heldur beitir áhrifum sínum til að virkja efnilega unglinga í starfi forvarnarhóps, sem starfað hefur hjá TBR síðan í haust. Forvarnarhópurinn er fyrir þá unglinga sem hafa ákveðið að neyta ekki vímuefna en þeim er umbunað fyrir með aukaæfingum og fyrirlestrum þar sem áhersla er lögð á and- legu hliðina og taktískar æfingar. „Ég hef lagt mikinn metnað í það að vera frábær fyrirmynd en ég drekk ekki eða nota tóbak,“ segir Ragna. „Þessu vildu þjálfararnir og framkvæmdastjórinn hjá TBR að ég myndi miðla til krakkanna. ÍSÍ hefur þrýst dálítið á sérsamböndin að koma af stað svona forvarnarstarfsemi fyrir unglinga. Hópurinn sem ég sé um er keppnishópur TBR en í hon- um eru unglingar á aldrinum 16 til 19 ára. Þeir æfa mikið, ætla sér að ná langt og hreinlega aldrei að drekka, reykja né nota munntóbak. Þetta er stór hópur yngri kynslóðarinnar þannig að þetta er mjög gott fyrir framtíðina.“ Ástæða er til að fagna þessu frumkvæði íþróttahreyfingarinnar. Skíðað í Bláfjöllum „Hvorki ég, né félög í minni eigu, eignuðumst eina einustu krónu í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur.“ Finnur Ingólfsson kaupsýslumaður og fv. ráðherra og Seðlabankastjóri. „Auðvitað er njósnað. Sendiráð er njósnastofnun.“ Benedikt Erlingsson leikari sem bjó lengi við hlið bandaríska sendiráðsins við Laufásveg. „Annars hef ég stundum sagt við fólk að kaupa bara rauðvín. Það hefur ánægju af því að lokum.“ Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og aðjúnkt um fjárfesting- arkosti og ríkisskulda- bréf. „Mér finnst það forkastanlegt að fréttamanni Rík- isútvarpsins sé sagt upp störfum vegna þess að hann skrifar samtalsbók við fyrrverandi stjórn- málamann.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Þessir drengir skilja ekkert venjulegt siðferði.“ Jónína Benediktsdóttir um ákveðna menn í ís- lensku viðskiptalífi. „Það eru 1.136 ár síðan þið yfirgáf- uð okkur. Núna er kominn tími til að þið komið aftur heim.“ Roy Sævik og Haavard Yndestad íbúar í Stong- fjorden í bréfi til Íslendinga. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast?“ Upplýsingafulltrúi saksóknaraemb- ættis í Bandaríkjunum vegna ásak- ana á hendur íslenskri konu og unnusta hennar um að hafa haft fé af bandarísk- um auðkýfingi. „Mér finnst ég alls ekki van- hæfur; mér finnst ég vera þá meira mikilhæfur og merkilegur.“ Jón Gnarr borgarstjóri. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal um að vildu veita pólitískan stuðning fyrr en þau gerðu það sjálf. Ekkert merkilegt. Segir sig allt sjálft. Eins mikil ekki-frétt og hægt er að hugsa sér, nema að sá sem í hlut á sé svo miklu miklu meiri samfylkingarmaður en fréttamaður. Í „fréttunum“ er sagt, til að auka vigt spunans og reyna að fela eins lengi og hægt er að um sápu- kúlu en ekki sögu sé að ræða, að utanríkisráðu- neytið hafi birt 300 skjöl um málið á heimasíðu sinni. Enginn spyr hvernig hægt var að fela 300 skjöl í á fjórða ár fyrir leitandi embættismönnum undir þrýsingi frá þingi og ráðherrum. En hér skal skorað á sem flesta að kynna sér þessi „skjöl“. Því það hafa fréttastofur RÚV og Baugs ekki gert, þótt þær hafi velt sér gagnrýnislaust upp úr því sem spunakarlinn hefur rétt að þeim. Hvort sem fólk trúir því eða ekki fyrr en það sér það sjálft þá er obbinn af því sem þar er birt og kallað skjöl úrklippur úr blöðum í útlöndum nokkru fyrir innrás í Írak en þó aðallega í mán- uðunum á eftir! Rosaleg leyniskjöl, sem varpa ljósi á málið eins og „fréttamenn“ Samfylking- arinnar taka til orða. Þar sem úrklippunum sleppir eru birt boðsbréf um fundi íslenskra sendiherra með öðrum. Svavar Gestsson situr þar eðlilega í boði bandarískra sendiherra að ræða við töluverðan hóp kollega um hvernig Íraksaðgerðin gangi. Og mánuði fyrir „listann“ ógurlega þakka tveir senatorar Jóni Baldvini fyrir fund og segjast ekki munu gleyma hinum góða stuðningi í Íraks- deilunni. Allt saman ekki-fréttir. Fréttastofa gerir lygi Össurar að sinni En Össur Skarphéðinsson hafði ekki hlaupið á sig nóg. Hann stóð því belgdur og bísperrtur fyrir framan fréttamann og sagði að það væri mikið al- vörumál að ráðherrarnir tveir sem Samfylkingin og fjölmiðlar hennar eru að reyna að koma höggi á hefðu haft í höndunum álit helsta þjóðrétt- arfræðings Íslands sem hefði talið Íraksstríðið ólöglegt þegar þeir tóku sína ákvörðun um póli- tíska stuðningsyfirlýsingu. Og fréttamaðurinn sýndi að hann hafði ekkert lesið og vissi ekkert í sinn haus og leyfði Össuri að hafa fréttamann að fífli á meðan hann hlypi dálítið á sig sjálfur. Jú, þjóðréttarfræðingur hafði gert grein fyrir því í innanhússplaggi í utanríkisráðuneytinu, sem ekki er vitað hverjir fengu, að fræðimenn greindi á um lagalegt rétmæti innrásar og að mál- ið væri álitamál og því væri rétt að fara varlega í að fullyrða að innrásin í Írak væri örugglega í samræmi við alþjóðalög. Þetta var rétt hjá emb- ættismanninum. Það lágu fyrir þúsundir álita lögspekinga um allan heim um þessi atriði og gengu mjög í gagnstæðar áttir. Össur laug því blákalt til um álitið og fréttamaðurinn gleypti lygina hráa. Það getur komið fyrir að fréttamenn láti ómerkinga sem tímabundið gegna háum embættum blekkja sig. En nú hefur fréttamað- urinn skjalið og veit betur en leiðréttir ekkert. Og þá hefur hann sjálfur tekið við hlutverki lyg- arans. Kannski hefur Óðinn vakið athygli frétta- mannsins á að Össur væri í Samfylkingunni og því giltu hin sérstöku lögmál. Og fréttamaðurinn vissi ekki heldur að Össur væri að plata hann með enn grófari hætti. Því hinar lögfræðilegu vanga- veltur voru settar fram eftir að innrásin í Írak var hafin, töluvert löngu eftir að gömlum vinum og bandamönnum var veittur pólitískur stuðningur við umdeilanlega, vandasama og erfiða aðgerð sem þeir töldu óumfýjanlega. Ríkisútvarpið veit væntanlega núna að fréttamaðurinn lét draga sig á asnaeyrunum. Ríkisútvarpið hefur ekki leiðrétt frétt sína eða beðið afsökunar. Enda dregur það ekki úr trúverðugleika þeirrar stofnunar þótt pólitískum vindhönum sé auðveldað að hafa hlustendur að fíflum og æruna af fréttamanni á meðan Óðinn nær að reka þá starfsmenn sem ekki geta sannað með óyggjandi hætti að þeir séu Samfylkingunni trúir og á meðan Páll fær að lesa fréttirnar en ekki Pétur. Meira að segja þeim sem áður töldu einhverja innistæðu vera í Páli Magn- ússyni útvarpsstjóra dettur ekki í hug lengur að hann muni gegna hinu raunverulega starfi sínu í þessu máli fremur en öðrum. En það verður ekki af honum skafið, að hann er ljómandi fréttaþulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.