SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 54
54 14. nóvember 2010 Hreinsun, eftir Sofi Oksanen, spannar um sextíu ára tímabil í eistneskri sögu og segir frá örlögum þriggja kvenna undir oki sovétkommúnismans og á fyrstu árunum eftir hrun hans. Sagan hoppar fram og til baka í tíma og segir annars vegar frá lífi systranna Aliide og Ingel á árunum um og eftir stríð og hins vegar frá dótturdóttur Ingel, Zöru, eftir fall komm- únismans. Aliide og Ingel þurfa að beita öllum hugsanlegum brögðum til að lifa af undir þrúgandi oki kommúnismans. Eiginmaður Ingelar, Hans, er eftirlýstur maður og meðlimur í and- spyrnuhreyfingu eistneskra þjóðernissinna og þurfa þær að hafa sig allar við til að koma í veg fyrir að öryggislögreglan hafi hendur í hári hans. Spenna er einnig á milli systranna tveggja, því Aliide er einnig ástfangin af Hans. Zara er ein þeirra ótal mörgu lánlausu ungu kvenna sem fóru til Vestur-Evrópu eftir hrun til að leita gæfunnar, en festust í vef mansals og vændis, sem spunninn var af sam- viskulausum þorpurum og fyrrverandi KGB-mönnum. Í bókinni eru hryllilegir kaflar, t.d. þar sem yfirheyrslum sovésku öryggislögreglunnar er lýst. Oksanen fellur hins vegar aldrei í þá gildru að velta sér upp úr slíkum atburðum með of myndrænum hætti, heldur lætur lesandanum það eftir að fylla í eyðurnar. Með þessum hætti verður sagan aldrei soraleg, en hryllingurinn magnast hins vegar með les- andanum. Bókin er ekki sagnfræðileg heimild, eins og Oksanen hefur með eftirminnilegum hætti sagt í íslenskum fjölmiðlum. Í skáldverkum er hins vegar að finna öðruvísi sannleik um mannlegt eðli. Oksanen lýsir því á sannfærandi hátt hve skelfilegar aðstæður geta herpt og afskræmt sálina. Á það jafnt við um þá sem lifa við kúgun kommúnismans og þá sem eru ofurseldir kynlífsþrældómi, en hún fjallar einnig um það hvað ástsjúkt fólk getur gert hræðilega hluti, jafnvel við sína nánustu. Hreinsun er flókin bók og það er erfitt að gera henni skil í stuttu máli. Hún er stórkostlegt skáldverk og vel að öllum þeim heiðri og verðlaunum komin, sem Oksanen hefur feng- ið fyrir hana. Sagan er í hópi þeirra skáldverka sem auðga og bæta þann sem les. Þýðingin er gríðarlega vel unnin og er út- gáfunni og þýðandanum til sóma. Erfitt er að ímynda sér að betra skáldverk en Hreinsun komi út á íslensku á þessari bókavertíð. Stórkost- legt skáld- verk um ást og kúgun Bókmenntir Hreinsun bbbbm Eftir Sofi Oksanen. Forlagið gefur út 2010, 355 bls. Bjarni Ólafsson Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlaut á dögunum Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Hreinsun.. Morgunblaðið/Ernir Lesbók L ærdómsrit bókmenntafélagsins geyma miklar gersemar. Þeir sem safna þessari ritröð bíða ár hvert spenntir eftir því hvað þeim stendur til boða. Þetta árið kemur Sýnilegt myrkur – frásögn um vitfirr- ingu eftir William Styron sem Uggi Jóns- son þýðir af alkunnri smekkvísi sinni. Einar Már Guðmundsson skrifar svo góð- an formála að verkinu. Sýnilegt myrkur er merkileg bók. Þar segir Styron, sem sennilega er þekktastur fyrir skáldsöguna Sophie’s Choice, frá baráttu sinni við þunglyndi og hvernig hann vann sigur á því. Þessi bók er að sumu leyti holl áminning til þeirra lífs- glöðu sem aldrei finna til þunglyndis, en einstaka sinnum til depurðar, og telja að þunglyndi geti menn hrist af sér með vilja- styrk einum saman, á svip- aðan hátt og menn losa sig undan depurð. Í inngangi að verkinu talar Einar Már um dýpt bók- arinnar og sárs- auka og segir réttilega að hún sitji lengi eftir í huga lesandans. Styron segir sjálfur að skelfi- leiki þunglynd- isins sé svo yf- irþyrmandi að honum verði ekki lýst. Hann gengur þó til þess verks að lýsa þessum skelfileika og tekst að færa lesandann í átt til skiln- ings sem hann hafði ekki fyrir. Styron lýsir ekki einungis eigin baráttu heldur segir frá vinum sínum sem þjáðust af sama sjúkdómi, þar á meðal var vinur hans, rithöfundurinn Romain Gary og fyrrverandi eiginkona Gary, leikkonan Jean Seberg, en þau fyrirfóru sér með árs millibili. Bók Styron er í svartri kápu, sem hæfir myrkrinu sem lýst er í bókinni, en þarna er þó ekki eintómt svartnætti því bókin endar í von og jákvæðni því Styron legg- ur mikla áherslu á að hægt sé að sigrast á þeim skelfilega sjúkdómi sem þunglyndi er. Annað rit sem er nýkomið út í ritröð Lærdómsrita bókmenntafélagsins er Ferlið og dygðin efir Laozi. Þetta er sama rit og kom út á íslensku árið 1921 undir heitinu Bókin um veginn. Þessi nýja út- gáfa er þýdd beint úr frummálinu og er kínverski textinn einnig birtur í bókinni. Ragnar Baldursson vinnur það afrek að þýða bókina og ritar auk þess inngang og skýringar. Merkilegt er hversu mikill munur er á hinni gömlu og nýju þýðingu. Bók sem er góð viðbót í bókasafnið. Styron og sárs- aukinn Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Sýnilegt myrkur er merki- leg bók. Þar segir Styron, sem sennilega er þekktastur fyrir skáldsög- una Sophie’s Choice, frá baráttu sinni við þunglyndi og hvernig hann vann sig- ur á því. Bækur og blöð eru úti um allt hjá mér og tel ég mig mjög heppna að vinna í dag við bókaútgáfu sem er einstaklega skemmtilegt, fjölbreytt og gef- andi starf. Hef ætíð lesið mikið af bókum og á góðar minningar frá æskuárunum undir stiganum heima og er þar ein uppáhalds- bók sérstaklega minnisstæð Time-Life ljósmyndabók frá seinni heimsstyrjöldinni og bók um Tíbet sem ég man ekki nafnið á. Má segja að ég sé eiginlega alæta á bækur þó svo að í sér- stöku uppáhaldi séu mat- reiðslubækur sem ég á stórt safn af, ferðabækur og er þar sérstaklega rithöfundurinn og ferðalangurinn Frances Mayes í uppáhaldi. Ég les heima, fer ekki í ferðalög nema að hafa með mér eitthvað skemmtilegt til lesturs. Nýbúin að klára bók eftir Gerald Seymour sem heitir The Collaborator sem er um spillingu, svik og hefnd. Full- komin og vel skrifuð glæpasaga sem ekki gleymist. Önnur bók sem ég var að ljúka við er bókin Half the sky, eftir Nicholas D. Kristof og Sheryl WuDunn bók sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla og fjallar um hræðileg hlutskipti kvenna víða í veröldinni, þó sérstaklega í þriðja heiminum, ofbeldi, kúg- un, mansal og þrælahald. sýnir hún bæði sorglega hlið mannlífs- ins og síðan hvað við getum gert hvert og eitt til að breyta þessu smátt og smátt. Er líka með ýmsar sjálfshjálparbækur á borð- inu um huga, líkama og sál. Andlit sem er handrit að gríð- arlega fallegri ljósmyndabók af andlitum þekktra Íslendinga liggur hjá mér til skoðunar og sú bók verður til útgáfu seinna í nóvember. Bækur eru og verða margar ódauðlegar, ganga mann fram af manni og munu ávallt vera stór partur lífsins. Hver gleymir sér ekki við lestur á góðri bók? Lesarinn Sigrún Böðvarsdóttir sölustjóri Bækur eru og verða margar ódauðlegar Bækur Frances Mayes um lífið í Toskana-héraði á Ítalíu hafa notið mikilla vinsælda um heim allan. Ljósmynd/John Gillooly
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.