SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 23

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Síða 23
14. nóvember 2010 23 viðtekin. Núna heitir hún: „að tala hlutina upp, eða vera ekki með úrtölur“. Flott eða hitt þó heldur! Fjölmiðlamenn eiga ekki að setjast í dómarasæti en ef fjölmiðlafólk hefði almennt sterkari siðferðiskennd myndu þessir lygarar verða þegjandi og hljóðalaust útilokaðir frá fjölmiðlum. Enginn fjölmiðlamaður myndi þá tala við mann sem yrði uppvís að lygi. En því er því miður ekki þannig farið. Lygin virðist því komin til að vera. Ég held að þetta sé til marks um alvarlegan siðferðisbrest í þjóðfélaginu.“ Ertu að tala um stjórnmálamenn þegar þú talar um lygara? „Stjórnmálamenn jafnt sem menn í einkageiranum og hjá hinu opinbera.“ Leiðinleg stjórnmál Stundum er sagt að stjórnmálamenn séu ekki eins litríkir og skemmtilegir og þeir voru í gamla daga, heldurðu að þetta sé rétt? „Þeim fer fækkandi mönnunum sem eru litríkir í þeim skilningi að vera sterkir karakterar, ekki flökt- andi, og sæmilega sjálfstæðir í skoðunum. Stjórn- málamenn eru að fletjast út og hverfa inn í flokkana. Mér finnst enginn broddgöltur vera í hópnum lengur. Satt best að segja finnst mér stjórnmál síðustu tvo áratugi hafa þróast út í það að vera óskaplega leið- inleg. Og fyrir bragðið njóta stjórnmálamenn æ minni virðingar – rétt eins og annað leiðinlegt fólk.“ Hvaða stjórnmálamenn hafa þér þótt skemmtileg- astir? „Gylfi Þ. Gíslason var mjög skemmtilegur maður og afskaplega vel að sér. Ég var svo heppinn að kynnast honum fyrir utan pólitíkina. Hann var ekki mjög bundinn á klafa flokkspólitíkur, ekki frekar en til dæmis Steingrímur Hermannsson sem var stundum ótrúlega lítill framsóknarmaður. Ég nefni líka Einar Odd Kristjánsson sem ég kunni afskaplega vel við.“ Samskipti við búktalara Hvernig var blaðamannalífið þegar þú varst að byrja, maður hefur heyrt sögur af fylliríum blaða- manna á blaðamannafundum. Kynntist þú því? „Það eimdi aðeins eftir af þessu þegar ég var að hefja minn feril. Ég man eftir að eitt sinn var opnuð lítil skóbúð og ég kom á skallanum frá því. En þetta er sem betur fer gersamlega horfið. Og það er óhugs- andi fyrir mann eins og mig, sem þarf að vakna hálf- fimm og fara í vinnuna að drekka sig fullan kvöldið áður. Hér áður fyrr tíðkuðust alls konar boðsferðir og ég fór í nokkrar þeirra. Sumar þessara ferða voru reyndar hálfgert bull án þess að ég vilji nefna neitt sérstakt í því sambandi. En það var þó sá kostur við margar þessar boðsferðir að maður komst í návígi við stjórnendur atvinnulífsins. Í dag eru einhverjir búk- talarar sem kallaðir eru fjölmiðlafulltrúar eða upplýs- ingafulltrúar sem tala fyrir hönd forstjórans. Ég er fréttamaður sem þarf oft að vita skoðun for- stjórans á einu og öðru en fæ ekki að tala við hann beint. Ég þarf að tala við búktalara sem hringir í for- stjórann og svo hringir búktalarinn aftur í mig til að segja mér hvað forstjórinn sagði við hann til að segja við mig. Oft er þetta langlínusvar forstjórans svo þess eðlis að það vekur hjá mér þrjár nýjar spurningar. Þá þarf ég að hringja aftur í búktalarann og hann þarf að hringja aftur í forstjórann og svo hringir búktalarinn aftur í mig með svör forstjórans við þessum þremur spurningum og þá vakna kannski tvær spurningar í viðbót. En þá get ég ekki eytt meiri tíma í málið. Ef svo eitthvað skolast til út af þessum millilið, hverjum er þá kennt um? Mér. Það er hvimleið þróun að blaða- og fréttamenn skuli ekki í þessu litla þjóðfélagi hafa beinan aðgang að leiðtogum atvinnulífsins. Það slævir bæði áhuga og skilning blaðamannanna. Áður en þessi plagsiður var tekinn upp man ég eft- ir sérstaklega góðum samskiptum við Friðrik Pálsson þegar hann var forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna sem var eitt flottasta fyrirtæki landsins. Maður gat alltaf náð í hann, hann hafði alltaf tíma til að svara, enda skapaðist aldrei núningur eða mis- skilningur vegna þess fyrirtækis. Helmingurinn af þeim misskilningi og tortryggni sem nú ríkir í garð fyrirtækja stafar af sambandsleysi, vegna þess að það er búið að búa til tengil sem ekki virkar. Þetta er af- leit þróun.“ Reyni að verða betri Þú ert fréttamaður, hefur þig aldrei langað til að fá titil og verða til dæmis fréttastjóri? „Ég hef oft verið spurður: „Ertu ekki að vinna þig upp?“ „Jú,“ segi ég. „En ertu ekki bara fréttamaður ennþá?“ er þá spurt. Svar mitt er: „Jú, en ég er alltaf að reyna að verða betri og betri fréttamaður.“ Metnaður minn felst í því að vilja vera góður fréttamaður. Það nægir mér. Hvern einasta dag er ég að vanda mig, stöðugt að gæta þess að gera ekki vit- leysur. Ég fer inn í stúdíó fimm sinnum fyrir hádegi til að lesa fréttir beint, en alltaf fæ ég smáskrekk fyrir framan míkrafóninn og hugsa: „Nú verð ég að standa mig.“ Ef ég yrði fréttastjóri væri ég kominn í allt aðra vinnu, ég yrði að gera vaktatöflur og andskotast í reikningum, sitja einhverja innanhúsfundi og þess háttar. Ekki langar mig til þess! Mig langar einfald- lega til að gera vel það sem ég er að gera. Þetta er ekkert flókið.“ Hvernig er einkalíf þitt? „Það má eiginlega segja að stundum hafi ég dansað á rósum og stundum hafi rósirnar dansað á mér – með þyrnana úti. Annars er vandamálið með einka- lífið það hvað ég var óeðlilega seinþroska. Ég fór eig- inlega ekkert að vitkast að ráði fyrr en um fimmtugt og þá var ég náttúrlega búinn að klúðra nokkrum samböndum í tímans rás og stóð uppi einhleypur. Ég minnist þessara brostnu sambanda þó með hlýhug því ég uppskar fjögur yndisleg börn með fjórum kon- um. Ég var jafn heppinn með allar þessar mæður og þær voru allar jafn óheppnar með mig. En nú eru barnabörn farin að koma til skjalanna, ég elska vin- konu mína, er við góða heilsu og þykir vænt um vinnuna mína. Sem sagt, ég er bara hoppandi ham- ingjusamur, hvað er annað hægt í þessari stöðu?“ Morgunblaðið/Eggert ’ Það má eig- inlega segja að stundum hafi ég dansað á rósum og stundum hafi rósirnar dansað á mér – með þyrnana úti. Annars er vandamálið með einkalífið það hvað ég var óeðlilega sein- þroska. Ég fór eig- inlega ekkert að vitk- ast að ráði fyrr en um fimmtugt og þá var ég náttúrlega búinn að klúðra nokkrum sam- böndum í tímans rás og stóð uppi ein- hleypur.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.