SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 10
10 14. nóvember 2010 J ón Gnarr borgarstjóri segist ekki vera vanhæfur. Hann kveðst vera „mikilhæfur“ og rökstyður það með fullyrð- ingum á borð við þær að hann sé „geimvera“, hann sé „Predator,“ og nú sé spurning hvort einhver Arnold Schwarzenegger sé á sveimi þarna úti, svo vitnað sé orðrétt í Jón Gnarr í hreint makalausu Kastljósviðtali Brynju Þorgeirsdóttur við borgarstjórann síðasta mánudagskvöld. Brynja stóð sig frá- bærlega í þessu Kastljósi og lét borgarstjórann aldrei slá sig út af laginu. Hún var svo vel undirbúin fyrir þáttinn að til fyr- irmyndar hlýtur að teljast og Jóni Gnarr tókst aldrei, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að koma með krók á móti bragði. Brynja lagði borgarstjórann kylliflat- an og afhjúpaði vanþekkingu hans og vanhæfni með eft- irminnilegum hætti. Allir ímyndarsmiðir Besta flokks- ins, hvort sem þeir eru faldir á bak við súlur eða horn, til þess að reyna að bjarga andliti borgarstjórans, geta ekki endurreist ímynd Jóns Gnarr sem borgarstjóra, þannig að boðlegt verði talið. Það var svo sem ekki úr háum söðli að detta, eða hvað? Svo allrar sanngirni sé gætt, þá sýndi Jón Gnarr það í þessu viðtali, þar sem hann virtist haldinn stóískri ró, að hann býr enn þá yfir ríkulegum eiginleikum skemmtikrafts- ins, sem hefur alls ekki verið áberandi þær 22 vikur, sem hann hefur setið í embætti, svo ótrúlega ófyndinn og hundleiðinlegur hefur maðurinn verið, nánast í hvert sinn sem hann hefur komið fram. Það var ekki hægt annað en skella ítrekað upp úr, þegar borg- arstjórinn svaraði út í hött, hverri spurningunni á fætur annarri, fullkomlega rólega, án þess að bregða svip, en það sorglega við þetta allt saman er hins vegar það, að ég held að borgarstjórinn hafi ekki talið sig vera í hlutverki skemmtikraftsins í þættinum. Það er vitanlega grafalvarlegt mál ef hann sjálfur er farinn að taka sig alvarlega. Ég er sannfærð um að hann trúir því að hann sé mikilhæfur og hann trúir því að hann hafi unnið einstakt af- rek þegar hann „bjargaði Orkuveitu Reykjavíkur“!, svo aftur sé vitnað í orð Gnarrsins. Steininn tók úr þegar borgarstjórinn var spurður um fyr- irhugaða hækkun útsvars á skattborgara Reykjavíkur. Hann viðurkenndi vissulega að hafa sagt það í kosningabaráttunni að hann vildi ekki hækka útsvar og sagði svo að það væri mjög leið- inlegt ef einhver hefði kosið hann út á kosningaloforð eins og það að hækka ekki útsvar. En hann rifjaði upp í leiðinni að hann hefði einnig sagt að hann myndi svíkja kosningaloforð sín. Síðan fór borgarstjórinn út í hefðbundið væl sitt, um gíf- urlegar annir borgarstjóra og lélegt heilsufar, að þetta væri alls ekki starf fyrir einn mann og það þyrfti í raun að koma á hverf- isborgarstjórum í Reykjavík. Hvað segja kjósendur Jóns Gnarr um slík áform hins nýja, ör- þreytta borgarstjóra? Hann virðist gjörsamlega að niðurlotum kominn eftir aðeins 22 vikur í embætti, en hótar því samt sem áður að hann muni a.m.k. sitja út þetta kjörtímabil sem borg- arstjóri. Geðsleg tilhugsun eða hitt þó heldur að láta mann sem hefur ekki hundsvit á fjármálum valsa um sameiginlega sjóði okkar Reykvíkinga árum saman til þess að spreða peningum í hvers konar gæluverkefni manns, sem hefur það að meg- inmarkmiði að útrýma leiðindum úr eigin starfi. Hann vill bara fjörið, skemmtunina, „tilfinningalega sambandið sitt við kjós- endur“ en aðrir, væntanlega nýir hálaunamenn á framfæri okk- ar skattgreiðendanna eiga að taka að sér leiðindin, til þess að borgarstjóri geti alltaf verið í stuði – alltaf verið „cool“ eins og hann orðaði það. Ég held að ég hafi ekki minni húmor en gengur og gerist, en fíflagangurinn í Jóni Gnarr, í því árferði sem nú er, er fyrir margt löngu kominn út yfir öll velsæmismörk og ekki fyndinn nema í örfáum undartekningartilvikum. Vanhæfur – mikilhæfur? Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Gnarr Brynja Þorgeirsdóttir ’ Brynja lagði borgarstjórann kylliflatan og afhlúpaði vanþekk- ingu hans og van- hæfni með eftir- minnilegum hætti. 7.30 Vaknaði við vekjara- klukkuna og horfði út í myrkrið ofurlitla stund. Rauk þá á fætur og dreif í mig ab-mjólk með morgunkorni. Mér var ljóst að karlinn minn færi ekki af stað um leið og ég, enda að ná úr sér flensuskoti. Ég er hrædd um að við sjáumst ekki mikið næstu daga, því í lok vikunnar er hann að fara með unglinga í verkefn- inu Adrenalín gegn rasisma í Þórsmörk og ég er að fara með unga fólkinu í gospelkór Jóns Vídalíns í æfingabúðir í Skál- holt. En ég veit að það verða góðir endurfundir. 8.30 Mætt í Laugardalslaug- ina með froskalappirnar og það er tekinn einn kílómetri í skrið- sundi. Það er stórkostlegt að fara í laugina og fara yfir daginn í vatninu. 11.00 Berglind Björgúlfs- dóttir tónlistarkona er mætt á foreldramorgnana og við förum saman allur hópurinn inn í Ví- dalínskirkju þar sem hún er með tónlistarnámskeið sem heitir Krílasálmar. Það er alveg undursamlegt að fylgjast með því hvernig hún heldur athygli 4 og 5 mánaða gamalla barna með söng og hljóðfæraleik. Mömmurnar stíga syngjandi hringdansa með börnin í fang- inu og þau horfa á þær full af aðdáun. 12.30 Þá er sest niður við tölvuna til að undirbúa erindi. Ég ætla að mæta á kósí samveru hjá kennurum í Flataskóla á morgun og ræða samskipti. 14.00 Þá er að undirbúa helgihaldið fyrir sunnudaginn sem verður mjög fjölbreytt. Ég messa í Bessastaðakirkju á sunnudaginn og góður vinur minn, Ármann H. Gunnarsson, ætlar að segja frá þátttöku sinni í verkefni Hjálparstarfs kirkj- unnar á Indlandi er felst í því að leysa þrælabörn úr ánauð. Karl- inn er alveg með þetta og ég hlakka til að heyra hann segja frá. 15.00 Fyrri ferming- arbarnahópurinn er mættur og einnig fyrirlesari dagsins Berg- vin Oddsson. Það er átakanlegt og hrífandi í senn að heyra hann segja frá þeirri reynslu sinni þegar hann missti sjón á báðum augum með tveggja ára millibili, á öðru auga 13 ára og hinu 15 ára. Ég nota líka orðið hrífandi vegna þess að það er með ólík- indum hvernig hann tókst á við fötlun sína. Það má heyra saumnál detta í 60 barna hópi meðan þessi ungi en vitri Vest- mannaeyingur segir frá. Þrátt fyrir ungan aldur er Bergvin að bjóða sig fram til stjórnlaga- þings og ég styð hann heilshug- ar. 16.00 Seinni ferming- arbarnahópurinn er mættur. 17.00 Þá er að drífa sig í húsvitjun niður á Garðatorg til fyrirbæna- og hugleiðslu- vinkonu minnar Fríðu Á. Gísla- dóttur sem var að opna um síð- ustu helgi sýninguna „Handan við hornið“. Það verða auðvitað fagnaðarfundir þegar við hitt- umst eins og alltaf. Sýningin er draumkennd og flott. 18.00 Stefni beint niður í miðborg Reykjavíkur að sækja yngsta barnið mitt, Bolla Má, sem er að klára vinnudaginn sinn í versluninni 17. 19.00 Allir á bak og burt á heimilinu svo ég dríf karlinn minn með mér í Maður lifandi til að borða himneska hollustu og eftir það er tekinn rúnturinn niður Laugaveginn til að fara yfir daginn. 22.00 Kvöldið var rólegt og frúin komin snemma í rúmið til að lesa bókina Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Dagur í lífi Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðaprestakalli Jóna Hrönn ásamt Bergvini Oddssyni og tilvonandi fermingarbörnum í Vídalínskirkju. Morgunblaðið/Árni Sæberg Krílasálmar og samskipti Hátíðin Chatt Puja var haldin heilög á Indlandi á föstudag. Á meðan á henni stendur fasta konur yfir daginn til heilla fyrir fjölskylduna og samfélagið. Meðfylgjandi mynd er tekin í Kol- kata (áður Kalkútta) og má sjá hindú- akonu stíga yfir barn og um leið óska blessunar því til handa frá sólarguð- inum Surya. Veröldin Hátíð á Indlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.