SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 9
14. nóvember 2010 9 Bókanir í síma 420-8815 l sales@bluelagoon.is I www.bluelagoon.is Jólahlaðborð LAVA í Bláa Lóninu „all ir fá þá eit thvað fal legt“ Ómótstæðilegt jólahlaðborð í einum glæsilegasta sal landsins Helgarnar 26. & 27.nóvember, 3. & 4.desember og 10. & 11.desember Fordrykkur við komu í boði hússins og allir gestir fá boðsmiða í Bláa Lónið Sannkölluð tónlistarveisla verður í höndum þeirra Ara Braga Kárasonar og Ómars Guðjónssonar og fá þeir til liðs við sig úrval tónlistarmanna. Verð 6500 krónur á mann S tjarna evrópopp- söngkonunnar og rapp- arans Leilu K skein skært í upphafi tíunda áratugarins en hennar er áreið- anlega hvað mest minnst fyrir lagið „Open Sesame“, sem var einn mesti smellur ársins 1993 í Evrópu. Ættuð frá Marokkó Leila K fæddist Laila El Khalifi hinn 6. september árið 1971 í Gautaborg í Svíþjóð en hún á ættir að rekja til Marokkós. For- eldrar hennar sendu hana í skóla í Marokkó en hún passaði ekki inn þar og sneri aftur til Svíþjóð- ar eftir ársdvöl. Þótt „Open Sesame“ sé stærsti smellur hennar, lagið var mjög vinsælt hérlendis og náði til dæmis 23. sæti vinsældalista í Bretlandi og 5. sæti í Þýskalandi, var hann ekki sá fyrsti. Hún var uppgötvuð af tvíeykinu Rob’n- ’Raz og náði hátt á lista með lag- inu „Got to Get“ árið 1989. Stíll Leilu K átti vel upp á pallborðið og átti hún marga evrópopp- smelli. Hún sleit tengslunum við Rob’n’Raz og fór til diskóeyj- unnar miklu Ibiza þar sem hún sló rækilega í gegn á dansklúbb- unum. Smellur með Dr. Alban Þess má líka geta að hún átti ennfremur smell með annarri stórstjörnu tíunda áratugarins, Dr. Alban, en sá er líka sænskur. Lagið sem þau sungu saman bar nafnið „Hello Afrika“ og náði sjöunda sæti vinsældalista í Sví- þjóð. Dr. Alban þessi er fræg- astur fyrir stórsmellinn „It’s My Life“. Efir stutt hlé kom Leila K aftur fram á sjónarsviðið en hún sendi árið 1995 frá sér smáskífuna „Electric“, sem naut nokkurra vinsælda. Hún gaf út tónlist allt til ársins 1997 en síðan þá hefur ekkert nýtt efni komið frá henni. Hún hefur átt fjölda smella í heimalandinu og er of langt mál að telja þá alla upp hér. Þótt hún líti út fyrir að vera einhvers kon- ar „eins-smells-undur“ hér á landi var hún mikil stjarna í Sví- þjóð og var löndum hennar því mjög brugðið þegar fréttist af henni peningalausri og heim- ilislausri. Sænska sjónvarpið SVT gerði heimildarmynd um Leilu K árið 1998 sem tók að einhverju leyti á þessu. Myndin bar titilinn Fuck You, Fuck You Very Much. Heimilislaus, í vímuefnaneyslu og stal sér til matar Eftir þetta hallaði þó enn frekar undan fæti hjá söngkonunni. Hún var í vímuefnaneyslu, bjó á götunni og þurfti að stela sér til matar. Ekki hefur bætt úr skák að það slitnaði upp úr tengslum hennar við fjölskylduna, sem gat aldrei sætt sig við tónlistarferil hennar. Árið 2003 kom síðan út safnplata með helstu smellum hennar og átti útgáfan að bæta fjárhag hennar og stöðu. Það gekk ekki eftir en ári síðar eyddi hún þremur mánuðum í fangelsi. Stutt endurkoma árið 2007 Hún steig óvænt á svið í veislu á vegum bloggsins Bögjävlar hinn 15. júní árið 2007 og tók gamla smellinn „Elect- ric“ auk lagsins „Ça Plane Pour Moi“. Aðstand- endur bloggsins stóðu fyrir tón- listaruppákomu og höfðu marg- oft skrifað að þeir vildu fá Leilu K til að koma fram en það náðist ekki í söngkonuna enda hún ekki skráð til heimilis neins staðar. Þakið ætlaði því að rifna af húsinu þegar hún steig á svið. Eftir þessa óvæntu uppákomu fer ekki mörgum sögum af þess- ari djúprödduðu söngkonu. Hún virðist þó vera í sömu vandræð- unum og áður en hún náðist við þjófnað úr matvörubúð í Stokk- hólmi snemma árs í fyrra. Verð- mæti vörunnar sem hún stal nam 67 sænskum krónum sem eru um 1.100 íslenskar krónur. ingarun@mbl.is … Leilu K Nýleg mynd af söngkonunni. Plakatið fyrir heimildarmyndina. Hvað varð um …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.