SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 24
24 14. nóvember 2010 H vað gerðist í afskekktri sveit á Íslandi á fyrri hluta 20. ald- arinnar, þegar og ef geðveiki sótti að? Þá voru engin geð- lyf til, sem gerðu lífið bærilegra. Því lýsir Kristín Steinsdóttir í skáldsögunni Ljósu, sem nýlega er komin út og leggur áherzlu á að um skáldsögu sé að ræða, þótt kveikjan að sögunni sé ævi ömmu henn- ar. Lýsingarnar í bókinni á lífi Ljósu og viðbrögðum nánasta umhverfis hennar, foreldra, systkina, barna, sveitunga við alvarlegum geðsjúkdómi, sem á hana lagðist, eru hins vegar með þeim hætti, að þær geta ekki orðið til í hugarheimi nokkurs skálds. Þær hljóta að byggjast á frásögnum barna hennar og annarra að- standenda, lýsa lífsreynzlu og þjáningum þeirra vegna sjúkdóms, sem mótar líf allra sem fyrir honum verða og sennilega næstu kynslóða á eftir. Þær eru settar fram af slíkri virðingu fyrir hrikalegum örlögum þessa fólks að eftir stendur ein- stæð frásögn af veröld, sem áður var lok- uð og fæstir vissu mikið um. Fyrir nokkrum árum sagði gamall vin- ur minn, sem nú er kominn nokkuð á ní- ræðisaldur og ólst upp í æsku norður á Ströndum, mér frá því, að hann hefði séð með eigin augum geðveikan einstakling geymdan í lokuðu búri, sem var utanhúss á bæ þar norður frá. Að lokum var Ljósa geymd um skeið í slíku búri, sem í bók- inni er lýst sem eins konar fjárkró, en innanhúss. Nokkru síðar skoðaði ég gamla sjúkrahúsið á Ísafirði, sem er merkileg bygging. Í kjallara þess mátti finna næsta stig þessa búnaðar. Lítið lok- að herbergi, með bólstruðum veggjum. Á hurðinni var skilti. Á skiltinu stóð: Geð- veiki. Í Ljósu er fjallað um nánast öll þau sið- ferðilegu álitamál, sem upp koma, þegar geðveiki kemur til sögunnar. Ljósa eign- ast fjölda barna. Kannski eru það þau, sem halda í henni lífinu? En hvernig á að halda heimilinu gangandi með fjölda lít- illa barna, geðveika móður og eigin- mann, sem er löngum stundum að heim- an við smíðar á öðrum bæjum? Á svipuðum tíma var annað fólk í öðru landi að velta þessu fyrir sér. Skáldkon- una Virginíu Woolf langaði til að eignast barn. Hún þjáðist af sama sjúkdómi og Ljósa. Læknar hennar hvöttu til þess. Eiginmaður hennar, Leonard, var því andvígur. Taldi það ganga of nærri heilsu hennar. En var heilsa hennar hin raun- verulega ástæða? Var það kannski svo, að Leonard Woolf, sem stjórnaði heimilis- haldi þeirra og samkvæmislífi með harðri hendi alveg eins og Vigfús, eiginmaður Ljósu gerði, treysti sér ekki í meira? Að hann hafi ekki getað hugsað sér að takast á við hvort tveggja í senn, geð- hvarfasýki Virginíu Woolf og afleiðingar hennar og barnauppeldi? Jafnvel þótt barnið hefði kannski orðið mesta lífs- björg Virgíníu, sem að lokum gekk í nær- liggjandi á eftir að hafa fyllt kápuvasa sína með steinum. Hálfri öld síðar leitaði sama hugsun á Kay Redfield Jamison, höfund bók- arinnar An Unquiet Mind. Memoirs of Moods and Madness, sem komið hefur út á íslenzku og nefnist Í róti hugans. Hún sagði: „Mundi ég vera fær um að sjá um börnin mín með viðunandi hætti? Hvað kæmi fyrir þau, ef ég yrði alvarlega þunglynd? Og það sem var þó enn skelfi- legra: Hvað mundi koma fyrir þau ef ég yrði manísk, ef dómgreind mín bilaði, ef ég yrði óstjórnlega ofsafengin?“ Við þessu álitamáli er ekki til neitt eitt rétt svar. Ein fallegasta lýsingin í skáld- sögu Kristínar Steinsdóttur er þegar for- tölur annarra duga ekki til að fá Ljósu til að fara til læknis í fjarlægri sveit en hún fer, þegar lítil börn hennar lofa að fylgja henni á leið, hjálpa til við heimilisverkin og segja að þau hlakki til heimkomu hennar, þegar henni hafi batnað. Þau voru þau einu, sem hún treysti. Slíkar lýsingar eru ekki skáldskapur. Þær koma beint úr mannlífinu. Og ekki bara í Suð- ursveit. Kristín Heiða Kristinsdóttir, sem skrif- aði gagnrýni um bókina hér í Morgun- blaðið, hafði áhuga á að kynnast betur sálarlífi eiginmanns Ljósu. Um þá hlið hefur lítið verið fjallað. Að vísu töluvert í bók brezka læknisins Peter Dally, sem nefnist Marriage of Heaven and Hell. Ma- nic Depression and the Life of Virginia Woolf. Þar er því m.a. lýst, hvernig Leonard reyndi að tryggja Virginíu reglu- samt líf (varð alltaf að vera komin heim úr samkvæmum á miðnætti), sem hann taldi forsendu fyrir því, að hún gæti notið sín sem rithöfundur. Reyndar er sú at- hyglisverða tilgáta sett fram í ævisögu Leonards Woolf eftir Victoriu Glendinn- ing, að Leonard kunni að hafa hrakið Virginíu út í ána með einu orði. Hún yrði að leita læknismeðferðar, hennar vegna og líka hans. Gekk hún í ána vegna þess að hann vísaði ekki bara til hennar heilsu heldur sinna hagsmuna? Vildi hún losa hann við sig? Taldi hún sig byrði á hon- um? Mér finnst eiginmaður Ljósu ekki þurfa málsvarnar við. Hún kemur fram í frá- sögn Kristínar Steinsdóttur af lífi þessa fólks. Hvað í ósköpunum átti maðurinn að gera? Hann þurfti að vinna og sjá fyrir stórri fjölskyldu. Hann þurfti að tryggja uppeldi barna þeirra. Hvað bjó inni fyrir? Það mun aldrei nokkur maður vita. Langaði hann til að leggja á flótta eins og einhverjir hafa gert? Var hægt að flýja þennan veruleika í þá daga? Hann átti engan kost annan en bíta á jaxlinn og þrauka. Ljósa var amman, sem aldrei var talað um. En nú er hún orðin amman, sem mun lifa með þessari fjölskyldu og mörg- um fleirum um aldur og ævi. Kona mik- illa örlaga og erfiðra. Í þessari sögu eru margar hetjur. Amman sem aldrei var talað um Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is É g er svo hamingjusöm að ég á ekki til orð! Ég trúi þessu varla og veit ekki almennilega hvort þetta er vaka eða draumur,“ sagði Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra (leikskólakennari á nútímamáli) úr Garðabæ, við Morgunblaðið í Royal Al- bert Hall í Lundúnum á þessum degi fyrir aldarfjórð- ungi. Stundu fyrr hafði hún verið kjörin Ungfrú heimur – fegursta stúlka heims. Hundruð milljóna manna fylgdust með keppninni í beinni útsendingu í sjónvarpi. Íslendingar voru að vísu ekki í þeim ágæta hópi en keppnin var sýnd í heild í íslenska sjónvarpinu strax eft- ir fréttir kvöldið eftir. Hólmfríður kom sá og sigraði í keppninni Ungfrú al- heimur 1985 en 78 stúlkur tóku þátt. Grípum niður í frá- sögn Morgunblaðsins: „Eftir þetta kom stóra stundin – fegurðardrottningar heimsálfanna. Þar féll stúlkan frá Jamaica úr keppninni – fegurðardrottning Ameríku varð Ungfrú Bandaríkin. Hólmfríður var valin fulltrúi Evrópu. Þegar hér var komið sögu var svo mikil spenna í salnum að hann titraði. Meðal áhorfenda var allstór hópur Íslendinga og mátti sjá nokkra þeirra tárfella þeg- ar úrslitin voru tilkynnt. Í undanúrslitum voru tekin viðtöl við stúlkurnar hverja fyrir sig. Hólmfríður stóð sig mjög vel, var mjög örugg í allri framkomu, talaði góða ensku, var hispurs- laus og hversdagsleg fyrir framan 500 milljónir manna.“ Í samtali við AP-fréttastofuna kvaðst Hólmfríður reikna með að hætta á barnaheimilinu, sem hún vann á, því næsta árið yrði hún á ferð og flugi til að sinna „emb- ættisskyldu“ sinni. „Ég mun gera mitt besta.“ Hólmfríði hafði verið spáð góðu gengi en fáir Íslend- ingar þorðu að vona að hún yrði í raun og veru hlut- skörpust. Nokkur geðshræring greip því um sig í kjöl- farið. Morgunblaðið stóð á tröppunum hjá foreldrum Hófíar, eins og hún er jafnan kölluð, strax um kvöldið og samgladdist þeim. „Við erum alveg í skýjunum!“ sagði faðir hennar, Karl Guðmundsson verkfræðingur. „Við eigum alveg eftir að átta okkur á þessu. Við höfum svifið í lausu lofti undanfarna daga en nú erum við vitaskuld ósköp ánægð. Við vonum bara að þetta færi Hólmfríði gæfu og að hún verði landi og þjóð til sóma.“ Fréttinni fylgdi skemmtileg mynd af hjónunum, þar sem þau reyndu að ná símasambandi við dóttur sína er úrslitin voru ljós. Á þeim tíma voru engir farsímar. Baldvin Jónsson, umboðsmaður Fegurðarsamkeppni Íslands, var einnig kampakátur. „Það var markmið mitt þegar ég tók við keppninni heima, að koma Íslandi á kortið, eins og sagt er. [...] Þetta var markmið okkar – ef við ætlum að taka þátt í þessari keppni á annað borð, þá þarf að standa vel að því heima. Ég held að það hafi skil- að sér. Þetta er stórt mál – kannski miklu stærra en menn gera sér almennt grein fyrir.“ Daginn eftir var Hófí á allra vörum í Bretlandi, blasti brosandi við á síðum allra helstu blaða. „Bretar sjá nú í eitt skipti fyrir öll,“ stóð í Morgunblaðinu, „að Ísland hefur upp á fleira að bjóða en varðskipin, sem forðum daga gerðu breskum togurum lífið leitt á Íslands- miðum.“ Ennfremur sagði í Morgunblaðinu: „Ljóst er að Hólmfríður Karlsdóttir hefur ekki aðeins unnið eft- irsóttan titil. Hún hefur unnið hug og hjörtu Englend- inga og jafnframt orðið þjóð sinni til mikils sóma. Glæsi- leg frammistaða hennar hefur án nokkurs vafa orðið dýrmæt landkynning, sem á eftir að skila sér með einum og öðrum hætti.“ Á sömu síðu í blaðinu er rætt við forstöðumanninn á barnaheimili Vífilsstaða og „krakkana hennar Hófi“ en þar á bæ var að vonum slegið upp veislu. „Hófi er frábær starfskraftur,“ sagði Oddný S. Gestsdóttir for- stöðumaður. Það fór líka svo að Hófí sneri aftur til starfa þegar skyldum hennar sem fegurðardrottning lauk. Hún starfar enn sem leikskólakennari. orri@mbl.is Hófí valin Ungfrú heimur Hólmfríður Karlsdóttir fagnar sigri í Royal Albert Hall. ’ Meðal áhorfenda var allstór hópur Íslendinga og mátti sjá nokkra þeirra tár- fella þegar úrslitin voru tilkynnt. Hólmfríður hittir „krakkana sína“ við heimkomuna. Morgunblaðið/Kristján Ari Einarsson Á þessum degi 14. nóvember 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.