SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 50
50 14. nóvember 2010
Á
miðvikudaginn kemur verður
opnuð í Listasafni Íslands yf-
irlitssýning á verkum Karls
Kvaran myndlistarmanns
(1924-1989).
Nær aldarfjórðungur er síðan síðast
var efnt til yfirlitssýningar á verkum
Karls en það var árið 1986, þremur árum
áður en hann lést.
Sýningin er sett upp í tveimur sölum
safnsins og á henni verða alls 84 verk; 53
olíumálverk auk teikninga, gvassmynda
og samklippa.
Sýningarstjóri er Ásdís Ólafsdóttir
listfræðingur sem er búsett í París. Hún
starfar þar sem sýningarstjóri, greina-
höfundur og forstöðumaður Maison Lou-
is Carré. Ásdís er jafnframt ritstjóri tíma-
ritsins ARTnord sem fjallar um norræna
samtímalist.
„Karl Kvaran var óhemju afkasta-
mikill listamaður,“ segir Ásdís þegar hún
fræðir blaðamann um sýninguna og þær
áherslur sem hún leggur við uppsetningu
verkanna. „Hann málaði á hverjum degi,
frá morgni til kvölds, alla daga ársins
nema föstudaginn langa og jóladag, sagði
Elísabet dóttir hans mér. Það liggur því
mikið eftir Karl þótt hann hafi dáið frekar
ungur, 64 ára gamall,“ segir hún.
Listasafn Íslands hefur látið gera skrá
yfir verk Karls Kvaran og eru í henni yfir
500 verk, sem eru ýmist í opinberri eigu,
í ýmsum stofnunum, fyrirtækjum og í
einkaeigu. Ásdís segir þessa skrá hafa
hjálpað sér mikið við vinnuna en sýn-
ingin verður sett upp í tveimur sölum á
neðri hæð safnsins.
„Það var vandasamt að velja úr þess-
um 500 verkum,“ segir hún. „Það er
áberandi hvernig Karl vann alltaf í syrp-
um. Hann tók fyrir ákveðin mótíf og
vann þau til þrautar. Var jafnvel að vinna
með sama mótífið, sömu hugmyndina, í
mörg ár. Það er mjög athyglisvert hvað
hann var einbeittur í nálgun sinni alla
tíð.“
Kröfuharður listamaður
„Karl var mjög kröfuharður hvað út-
komu verkanna varðaði og vann sum
verk upp aftur og aftur. Í mörgum má
greina mörg lög, það glittir í liti og línur
sem hann hefur málað yfir. Sum verkin
var hann að mála í mörg ár. Hann vann
venjulega að mörgum á sama tíma en
hætti ekki fyrr en hvert verk var örugg-
lega tilbúið, enda er útkoman venjulega
afskaplega sterk,“ segir hún.
Ásdís tók þá ákvörðun að byggja sýn-
inguna í kringum helstu syrpurnar sem
Karl vann að á ferlinum.
„Í minni salnum stefni ég saman verk-
um frá ólíkum tímum en þau hverfast
kringum ákveðin þemu. Eitt þemað nefni
ég „Sitjandi veru“. Karl byrjaði að vinna
út frá því á fimmta áratugnum, elsta
verkið er frá 1947, en fram á miðjan átt-
unda áratuginn er hann að fást við þetta
viðfangsefni.
Önnur sería eru húsform. Þegar hann
byrjaði að mála á unglingsaldri, þá heill-
aðist hann mjög af húsaþyrpingum á
Grímsstaðaholtinu og í Skerjafirði, þar
sem hann ólst upp. Það er athyglisvert að
sjá að um miðjan níunda áratuginn er
hann ennþá að mála húsform. Þannig
ganga þessi minni í gegn hjá honum á
löngum tíma og hann grípur annað slagið
í þau.
Í minni salnum eru líka geómetrísk
flatarmálverk. Það var um 1952 sem Karl
tók til við abstraktið, eins og margir aðrir
á þeim tíma. Hann tileinkaði sér þetta
form strax og vann með það á persónu-
legan hátt. Karl var mikill meistari í lit.
Við þessi geómetrísku verk tengi ég svo
verk með krossformum sem hann gerði
seinna á ævinni, upp úr 1983. Þannig
reyni ég að gefa fólki innsýn í vinnubrögð
Karls,“ segir Ásdís.
Lagði áherslu á teiknikunnáttu
Í stóra salnum segir hún að hægt sé að
láta stór og fín olímálverk hans njóta sín.
Þar eru líka sýndar teikningar og gvass-
myndir, minni og nánari verk, í eins-
konar minni sal sem er byggður inn í
stóra salinn.
„Á árabilinu 1956 til 1973 vann Karl
einkum í gvass og þá komu fram mótíf
sem hann átti eftir að nota áfram í olíu-
Djúpstæð list
og heillandi
„Það var vandasamt að velja,“ segir Ásdís
Ólafsdóttir sýningarstjóri sem hefur valið 84
verk á yfirlitssýningu á verkum Karls Kvarans
sem opnuð verður í Listasafni Íslands á mið-
vikudaginn kemur. Ásdís segir Karl hafa verið
tímalausan í listinni.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
N
ú nýverið gerði ég mér daga-
mun og fór í réttir. Slíkt er ár-
leg skemmtun mín og vekur
einlægt upp ljúfar minningar
frá þeim tíma er ég var ungur drengur í
sveit austur í Fljótshlíð. Réttardagar voru
þá sem nú hátíðir. Þegar féð var rekið í
réttina fengum við, sem töldumst liðlétt-
ingar, gjarna það hlutverk að „standa
fyrir“ sem kallað var. Það embætti fól í
sér að gæta þess að féð rynni sína réttu og
beinu leið inn í almenninginn. Það vildi
þó brenna við að féð tæki til sinna ráða,
tvístraðist í allar áttir eða sneri jafnvel við
og stefndi í fang þeirra sem ráku. Þá kom
til kasta þeirra sem sáu um „fyrirstöð-
una“. Það var því ábyrgðarstaða að
„standa fyrir“. Ég minnist þess að það gat
verið ansi ógnvekjandi fyrir stráka, sem
vart stóðu út úr hnefa, að sjá skyndilega
koma á móti sér breiðfylkingu fjár sem
engu hlýddi en fór bara sínu fram. Þá gat
verið gott að vera frár á fæti er und-
ankomu var leitað.
Nú sá ég þetta gerast í Þingvallarétt-
inni. Féð var rekið í átt að réttinni en sá
skyndilega að sér er við blasti frels-
issviptingin og sneri við. Nokkrir að-
komustrákar, sem hafði verið falið að
„standa fyrir“, sáu hvað verða vildi og
þéttu raðir sínar með köllum og hrópum
og miklum handasveiflum. Einn þeirra sá
að fylkingin var að rofna og hrópaði til
félaga síns: „NONNI, ÞÚ FERÐ Í VÖRN-
INA ÞARNA.“
Knattspyrnan sem sé komin í réttirnar.
Nonni skildi samstundis hvað um var að
ræða og hljóp til – en það misheppnaðist
rétt eins og í gamla daga. Varnarlínur
hrundu og féð hljóp út um víðan völl, allt
inn fyrir vítateig. Engin ærin skoraði þó
mark!
Svona breytist tungumálið og þróast.
En förum í aðra sálma. Árum saman hef
ég þurft að lesa um það í blöðum og heyrt
í ljósvökum að eitthvað skuli lögleitt sem
alls enginn hefur í huga að lögleiða. Nú
um stundir er til dæmis mikið ritað um
það hvort beri að lögleiða neyslu hass og
eða marijúana. Slíkur fréttaflutningur
hlýtur að vekja ugg í brjósti þeirra mörgu
manna og kvenna sem hafa engan áhuga
að njóta þessara nautna. Lögleiðing felur
nefnilega í sér lagasetningu; fólk skuli
hvort sem því er ljúft eða leitt neyta
þessara fíkniefna, ella bíði þess þungir
dómar. Þetta er eitt dæmi þess að fólki
hættir til að rita og tala án þess að huga
að merkingum orðanna.
Hér er af miklu efni að taka. Ég get til
dæmis sagt frá því að einn félagi minn,
stæltur göngugarpur, greindi mér frá því
að hann labbaði gjarna upp á Esju, jafnvel
vikulega. Þetta leiðir auðvitað hugann að
merkingu sagnarinnar að labba. Ég get
vel hugsað mér að labba niður eða upp
Laugaveginn í góðu veðri enda lít ég svo á
að sögnin að labba taki til sömu iðju og
rölta, eða ganga í hægðum sínum. Labb
upp á snarbrött, himinhá fjöll stangast
því verulega á við máltilfinningu mína.
Kannski á maður eftir að sjá á prenti að
Edmund Hillary hafi labbað upp á Eve-
restfjall.
Sögnin að munda kemur mér einnig í
hug. Ég minnist þeirrar myndrænu
íþróttafréttar þar sem frá því var greint
að ein ágæt knattspyrnukona úr Breiða-
bliki hefði mundað hægri fót sinn og
skotið. Sögnin að munda er dregin af
nafnorðinu mund sem merkir hönd. Fólk
getur því mundað vopn og ýmis önnur
áhöld. Af fréttinni að dæma greip knatt-
spyrnustúlkan fót sinn, líklega báðum
höndum, og reiddi hann til sparks. Enn
dæmi þess að ekki er gætt að merkingu
orða.
Nú er runninn upp sá tími er skotglaðir
veiðimenn halda til heiða. Margir þeirra
eru vanbúnir og vita kannski ekki alveg
hvar þeim er ætlað að stunda skotveið-
ina. Frétt í blaði orðaði vandann svo: „Að
sögn Theodórs hefur mikið þurft að svara
fyrir hvar menn megi skjóta.“ Svo mörg
voru þau orð. Til er orðasambandið að
svara fyrir sig. Það gerir maður gjarna
þegar maður verst ásökunum. Hins vegar
er alveg ómögulegt að svara fyrir hvar
menn megi skjóta fugla.
Þessi dæmi sýna svo ekki er um villst
að nauðsynlegt er að huga að merkingum
orðanna áður en þau eru sögð. Meira að
segja er stundum gott að gæta að frum-
merkingu orða eins og dæmið um mund
sýndi.
Kindur í knattspyrnu
’
Þessi dæmi sýna svo
ekki er um villst að
nauðsynlegt er að
huga að merkingum
orðanna áður en þau eru
sögð. Meira að segja er
stundum gott að gæta að
frummerkingu orða.
Málið
El
ín
Es
th
er
Tala minna,
verjast meira!Þetta er sko í
síðasta sinn sem
ég fer í réttir!
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Lesbók