Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 5

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 5
SKÓLABLAÐIÐ að átta sig á því hvílíkur meistari hann er. Einörðum Megasaraðdáenda eins og mér þótti mikill fengur í þessu viðtali. Opnuplakat blaðsins rennir æ fleiri stoðum undir það hve MR-stelpurnar eru sætar. Quid novi? er, þegar á heildina er litið, ekki til fyrir- myndar þó að ekki vanti hvatvísina og húmorinn. Viðtalið við Davíð Þorsteinsson erskemmtilegt. Það er gott dæmi um skólalífið á hans námsárum að hann og vinur hans hafi setið inni á Mokka og lesið Bókina um veginn. Margir af vindþurrkuðum uppum nútíma- æsku ættu að gera slíkt hið sama. Skáldið Móri á nokkur ljóö í blaðinu. Þau eru einlæg og minna mig dálítið á ljóð Vilmundar heitins Gylfason- ar. Viðtalið við I Irafnkel Þorsteinsson erstórsniðugt. Ó, ég, sem hélt að Ameríka væri land fegurðardísanna! Ó, vonir mínar, sem voru fleygar. Brjóstin eru þá ekkert stinnari handan við hafið. Ég held þá áfram að leita mér að kvonfangi hérlendis. Á einum stað get ég vel tekið undir með Hrafnkeli. Bestu partíin eru þegar foreldr- arnir eru ekki heima. Líf og dauði eftir Svein Valfells er forvitnileg grein og mjög í hans anda. Það er hverjum manni hollt að hug- leiða tilvist sína og taka afstöðu til lífsins. Líklega getum við öll verið sammála Matthíasi Jochumssyni þegar hann orti að lífið væri skjálfandi. Ef á heildina er litið, má margt miður skemmtilegt segja um þetta blað. Prentvillur eru margar og slæmar og sviku ritnefndarmenn þau loforð, sem þeir gáfu sumum höfundum, að þeir mættu sjálfir lesa prófarkir. Uppsetningin er víða ósmekkleg. En margt er einnig vel gert og það ber að lofa. Ég efa samt stórlega að blaðið beri andlegu lífi MR-inga vitni. Hagamei 17, í mars '87. Kristján Þórður Hrafnsson. Longman Group Jber ELT f~ Oxford j University Í Press 1 ww MHl i 1 101 ERNST KLETT VERLAG Lippincott Nelson' NAMSB.KKIK OIvKAK E4G Pöntun erlendra námsbóka er fastur liður í undirbúningi hverrar námsannar. Jafnt hjá kennurum sem hjá okkur. Við útvegum allar fáanlegar erlendar námsbækur á besta, fáanlega verði. Skjót og örugg pöntunarpjónusta. Við leggjum áherslu á að hafa á boðstólum allar þær námsbækur sem kenndar eru í framhaldsskólumlandsins, jafnt sem grunnskólum. Pantið bækurnar á einum stað — það er hagkvæmara fyrir alla. EYMUNDSSON Austurstræti 18, s. 13522. VNiviíh ni i\ MUNKSJ Thames GAARD 1 ,,a"d Hudson íga

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.