Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 6
6 SKÓLABLAÐIÐ T Guðmundur Jökull Jensson Það er komið kvöld, þegar ég skrifa þessar línur. Skæðadrífa, sem áðan hellti sér yfirauðajörð- ina, hverfur eins og hvítur veggur fyrir horn Esjunnar í norðurátt. í vestri sé ég birta til. Mér verður hugsað til Vest- fjarða, harðrar náttúru þeirra og mikilfengleiks, og allan snjóinn sem einkennir þá. Þessi mynd efldi hjá mér áhuga á fjöllum og náttúrunni, og býst ég við að svo sé um fleiri. Ég hugsa um góðarr vin og félaga, sem ég kynntist þar, ert er nú horfinn á vit örlag- anna, langt fyrir aldur fram. Fyrstu kynni okkar Jökuls voru snemma árs 1975. Hann var þá nýorðinn 6 ára, en ég var 7 ára, á áttunda ári. Á þessum tíma bjuggum við báðir á Vestfjörðun- um, hann á Þingeyri en ég í Hnífsdal. Feður okkar höfðu verið skólabræður og störfuðu báðir þarna sem læknar. Sumrið 1977 fluttumst við báðir búferla- flutningum til Vasterás í Svíþjóð. Eins og margir vita, er ætíð erfitt að færa sig um set, þurfa að finna sér nýja vini og aðlagast um- hverfinu. Við bjuggum mjög ná- F. 6. febrúar 1969. D. 15. janúar 1987. lægt hvor öðrum, og lá það því beint við að við gerðumst leikfé- lagar. Ekki veitti af samstöðu í ókunnugu landi, sérstaklega þar sem tungumálakunnáttan var ekki á marga fiska fyrstu dagana. Lentum við í ýmsum ævintýrum vegna þessa. Jökull aðlagaðist breyttum aðstæðum fljótt og eignaðist marga virti, sérstaklega þegar skólinn hófst. Var það góður eiginleiki og einkenndi hann ætíð. Jökull hafði snemma heillast af tónlist og fékkst við hljóðfæra- leik. Hann hafði ætíð gaman af útiveru, og skyldi það engan undra, sem átt hefur barnæsku á Vestfjörðum. Fórum við gjarnan saman á skauta, röltum út í skóg eða fórum á skíði. Hafði iiann mikið gaman af þeirri íþrótt, enda góður skíðamaður. Vorið ’78 flutt- ist hann í annan borgarhluta og þurfti að aðlaga sig breyttum aðstæðum á nýjan leik. Gekk það greiðlega. Jökull og hinir nýju vinir hans voru athafnasamir mjög og stunduðu ýmsar íþróttir. Útiveran átti nú hug hans allan og skíðin þó helst. Útsjónarsemi hafði liann nokkra og ímynd- unarafl, sem kom oft að góðum notum. Eitt sinn kom upp sú tíska að eiga einhjól. Þar sem Jökull var félítill, brá hann á það ráð að selja fræ í nágrenni sínu og keypti sér einhjól fyrir ágóðann. Varð hann mjög leikinn á þetta tæki, sem krefst góðs jafnvægis. Árin eftir '80 sá ég hann frekar sjaldan. Ég fluttist heim til íslands það ár, en hann kom í heimsóknir við og við. Var þá mikið skrafað. 1982 fluttist hann enn einu sinni búferlum og nú til Uppsala. Honum sóttist námið ágætlega, og útiveran heillaði hann eins og áður. Með nýjum vinum fékk hann nýtt áhugamál, seglbretta- siglingar. Ræddi hann mikið um þær sumarið ’85, en þá unnum við saman í byggingarvinnu. Það var mikil gleði, þegar hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni aftur heim til íslands haustið ’86. Við höfðum eignast nýtt sameigin- legt áhugamál. Umsumariðhafði Jökull komist í kynni við klifur- klúbb í Svíþjóð og æft sig þar af kappi. Ég hef einnig áhuga á klifri, en á öðru sviði, og ætluðum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.