Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 11

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 11
SKÓLABLAÐIÐ II frá okkur. Eftir skóla förum við ekki á kaffihús eins og margir hér, heldur íshús. Ég var í ýmiss konar félagslífi í skólanum, m.a. leiklist, dansaði í „Oklahoma“ og „Brigadoon“. Aðaláhugamál mín eru dans, tennis og reiðmennska." En hvað gerirðu í sumarleyfinu? „Ég hef farið þrisvar til Evrópu. Einnig hef ég unnið á sumrin. bæði sem barnapía og í íshúsinu." Er það satt, sem sumir segja hér heima á Fróni, að bandarískar stelpur séu bæði ljótar og vitlausar? „Auðvitað er rangt að alhæfa svona, en það er nokkuð til í þessu. Eitt af því, sem ég varð undrandi á, var hve fallegt kvenfólk er á íslandi. Strákarnir eru líka myndarlegir en aðallega skemmtilegir." En eru strákarnir hér ekki hálfgerðir ruddar miðað við séntilmennin úti? „Þessi séntilmennska passar bara ekki hér. Stelp- urnar úti þurfa meira á henni að halda, því að þær eru óþroskaðri." Finnst þér þá krakkarnir hér skemmtilegri? „Já, það finnst mér. Þeir eru meira lifandi og til í allt, — oft óútreiknanlegir. Til dæmis: Klukkuna vantar fimm mínútur í ellefu, komum á bíó.“ En hvað um kynlífið? „Þar hefja unglingar ekki kynlíf eins snemma og hér. Foreldrarnir eru mjög mikið á móti því, að krakkar sofi saman, og passa vel upp á þá.“ Hvað um pólitískan áhuga? Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík, en kosningaaldur- inn er 18 ár.“ Hljóma fréttir um samskipti austurs og vesturs öðru- vísi hér? „Já, auðvitað er áróðurinn meiri í fjölmiðlunum heima. Þeir segja það sem þeir vilja að fólk heyri. Hug- myndir mínar um Bandaríkin hafa breyst síðan ég kom hingað, nú sé ég hlutina mað öðrum augum. Ég er alls ekki nógu ánægð með Reagan." Öfgafólk, en skemmtilegt Finnst þér þú hafa breyst á íslandi? „Já, mikið. Ég hef þurft að horfast í augu við vanda- málin, svo langt frá foreldrum mínum og öllu því sem ég þekki. Ég hef þroskast mikið og fullorðnast. Það er gaman að vera skiptinemi, en ekki alltaf auðvelt. Sumir hafa gefist upp og farið heim. En það er ekki hægt í líf- inu, þó aö í móti blási. í dvöl minni hér hef ég lært svo mikið! Ég veit það verður skrýtið að koma heim og hitta gömlu vinkonurnar. Þær hafa verið að læra og læra í skólanum, en ég hef lært um lífið. Þegar ég kem heim, langar mig að fræða fólk um ísland. í Bandaríkjunum er ísland hulinn heimur, einangrað. Fólk veit svo lítið um landið og þjóðina, nær ekkert. Þetta er kannski ekki eins í Evrópu, en mjög almennt í U.S.A." Hver finnst þér vera megineinkenni íslendinga? „Þeir eru önnum kafnir, vinna allt of mikið, fara svo út að skemmta sér og drekka þá allt of mikið. í íslend- ingum eru miklar öfgar. En þeir eru skemmtilegir!" Hvað er best við ísland? „Frelsið!" En slæmt? „Of mikið reykt og drukkið." Nú litur Sarah ísmeygi- lega á Kidda sem hamast við að bægja reyknum frá. En hið stórbrotna landslag sem við erum svo hreykin af? „Það er fallegt, en vantar trén!" Hvers saknarðu helst? „Sólarinnar! Hér fæst ekki frosin jógurt eða amerísk pizza... Skiptinemar mega ekki heldur aka. Nú, og svo auðvitað fjölskyldunnar." En hvernig gengur málið? „Fyrst hljómaði það eins og algjört bull. Bla, bla, bla... Núna er það orðið eðlilegra og íslenskunámið gengur betur og betur. Ég á eftir að sakna íslenskunn- ar. Það verður leiðinlegt að tala bara ensku." Framtíðin? „Nú er ég búin með „high-school". Þá ferég í „college". Framtíðarstarf þarf ég að ákveða um tvítugt. Helst langar mig að kenna reiðmennsku og dans, en geri mér grein fyrir því að það er nokkuð óraunhæft. Ég er ekki ákveðin hvað ég ætla að læra. En eitt er víst: Ég mun koma aftur til íslands."

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.