Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 12

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 12
12 SKÓLABLAÐIÐ Dándimaður Fyrstu kynni okkar. Samkvæmi árið 1985. Hann er klæddur eins og sannur vísindamaður, jakk- inn í hæfilegu ósamræmi við buxurnar, og bindishnút- urinn ber því vitni að honum er ekki tamt að ganga með hálstau. Augun eru rannsakandi, og sá grunur læðist að mér að þegar hann lítur öðru hverju í áttina til mín, sjái hann mig fyrir sér sem kolefniskeðju og mo. Þetta er í raun hálfvandræðalegt samkvæmi og ég þekki fáa. Ég fæ mér annan sopa. Einhver ávarpar hann með nafni. Sveinn Valfells, svo að þetta er þá hann. Ég minnist þess að Birgir Ármannsson sagði mér að maður með því nafni hefði tekið þátt í ræðu- keppni bekkjardeilda og svívirt andstæðinga sína á kvikindislegan hátt. Að mér setur óþægilega aðkenn- ingu. Ætli hann sé að undirbúa það að svívirða mig? Nógu flekkað er nú mannorð mitt, þó að þessi maður fari ekki að gera mig að skotspæni sínum. Hann lítur á mig með samanbitnar varir. Haust 1985 Það er kvöld. Við Birgir Ármannsson erum að fylgj- ast með lokaðri ræðukeppni niðri í Cösu í von um að finna almennilega menn í ræðulið skólans. Sveinn tekur til máls. Nú sannfærist ég. Maðurinn er brjálaður. Ég sé að Birgir kinkar kolli. Héðan í frá verður ekki aftur snúið. Sveinn Valfells er rétti maðurinn í ræðuliðið. Fyrsta þolraun þessa ræðuliðs er keppnin við Verzl- unarskóla íslands. Keppnin er spennandi, en meðan beðið er eftir dómurum, spá menn fyrir um úrslitin og reyna að ráða í stöðuna. Skyndilega tekur Sveinn pípu úr fórum sínum og reykir. Ég, sem veit að reykingar eru bannaðar í salnum, hleyp að honum og bendi honum á það. Hann leggur þíþuna hægt frá sér. Nótt eina fæ ég áríðandi orðsendingu frá yfirmanni mínum. Sveinn er grunaður um að stunda óleyfilega tilraunastarfsemi með eiturefni. Mér er falið að gera um hann skýrslu og fylgjast með atferli hans. Ég hefst handa með því að verða mér úti um persónulegar upp- lýsingar. Sveinn Valfells fæddist árið 1968 (en samt er hann í 5. bekk, greinilega eldri en jafnaldrar sínir, mjög dular- fullt). Hann fluttist til Ameríku tveggja ára að aldri og ólst þar upp næstu árin (athuga það betur síðar) fór þá í æfingadeildina og svo í Ármúlaskóla (nægir honum ekki einn gagnfræðaskóli? Greinilega lauslátur í skóla- málum). Fór í M.R. (vinur minn sagði að Sveinn hefði látið þau orð falla að hann hefði farið í M.R. til að geta numið í eðlisfræði l og orðið vísindamaður í hvítum slopp (grunsemdir mínar um eiturefnatilraunir auk- ast)... Skýrslugerð haldið áfram eftir nánari rannsóknir. 1986 Sigurganga M.O.R.F.Í.S.-ræðuliðsins virðist óstöðv- andi. Þeir eru komnir í úrslit. Síðustu daga hef ég séð Svein ræða við ýmsar stúlkur niðri í Cösu. Hver segir að ástin hafi dáið með hippunum. Ætli þær séu flæktar í eiturefnahernaðinn? Öðru hverju hef ég vaktað hús fjölskyldu Sveins, en verð að hætta því um sinn, því að móðir hans kom að mér á gægjum við kjallaraglugga Sveins, þegar hann var að hátta sig eitt kvöldið. Sveinn fær sér stundum gönguferðir á kvöldin með vini sínum og nágranna, Magnúsi Þráinssyni. Um hvað skyldu þeir tala? Kannski eru þeir að flassa á ungar stúlkur? Ég hef komist að því að Sveinn fer í skotveiðitúra í frístundum. Auðvitað er það aðeins fyrirsláttur. ffann villir mér ekki svo auðveldlega sýn. Ég veit að hann er Sigurlið MR í MORFIS-keppninni ’86. Sveinn Valfells er lengst til hægri.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.