Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 14

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 14
14 SKÓLABLAÐIÐ Er kennsla á íslandi á eftir tímanum? Skýrsla OECD um íslenskt skólakerfi í umfjöllun Elínar Halldórsdóttur Nemendur spyrja sig að því, eftir tvö of löng kennaraverkföll á þrem- ur árum, hvort stefna stjórnvalda í skólamálum sé fulinægjandi og hvort til sé þá nógu vel afmörkuð stefna í þessum málum. í hugum nemenda er það óhæft að slíkar tafir á kennslu komi fyrir sérstak- lega eins og nú rétt fyrir vorpróf. Þetta getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir nemendur, en þó sér- staklega þá sem hyggjast taka stúdentspróf í vor. Hverjar eru or- sakir þessa og hvar er þær að finna? Er nauðsynlegt að slík endurtekin hlé þurfi að verða á kennslu? Nú nýverið var birt skýrsla þriggja fulltrúa Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París (OECD) um ís- lenskt skólakerfi, sem menntamála- ráðuneytið lét gera. Þess ber að gæta að viðdvöl fulltrúanna hér á íslandi var mjög stutt og byggist skýrslan á heimsóknum þeirra í skóla um land allt og upplýsingum er þeir öfluðu sér um íslenskt skóla- kerfi meðan á dvölinni stóð. í skýrsl- unni er greint frá öllum stigum menntastofnana á íslandi, allt frá barnaheimilum til Háskólans, og hvernig slíkar stofnanir starfa hér á landi. Margt jákvætt kemur fram í skýrslunni og fjallað er um íslensku þjóðina og menningu hennar af mikilli virðingu og aðdáun, en einnig kemur margt fram, sem mið- ur fer og taka þarf til nákvæmrar endurskoðunar og athugunar. — Síðast eru settar fram spurningar um hvernig bæta mætti ýmislegt og hvort það verði gert. Þar á eftir fylgja svör íslenskra fulltrúa við því hvað unnt sé að bæta við núverandi að- stæður og hverra bóta sé þörf ef tekið er náið sjónarmið af íslensku samfélagi. Of langt mál yrði að rekja efni skýrslunnar og bæði alla þá þætti, sem höfundarnir telja athyglis- og virðingarverða, og þá sem þeir telja að yfirstjórn menntamála þurfi að endurskoða. Hér verður því tekið fyrir það sem segir í skýrslunni um kennara og þeirra starf og verður að teljast áhugavert af því að kennarar framhaldsskóla voru í brennidepli vegna verkfallsins. Höfundar skýrslunnar telja kennslu- aðferðir oft úreltar og ófrumleg- ar og benda á að orsökin sé ef til vill sú hve kennarar eru lítils virtir af samfélaginu í hlutfalli við ábyrgð starfs þeirra. Mikill þáttur í þessu máli eru laun kennara. Sú stað- reynd, að kennarar eru láglauna- hópur, er ljós í mörgum OECD-lönd- um. Samt sem áður er það sérstakt fyrir ísland, segja þremenningarnir, að kennari þurfi aukavinnu til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Ef þú hefðir menntun, sem gæfi þér kost á kennarastarfi við æðri skóla eða góðri stöðu hjá vel reknu einkafyrirtæki, hvorn kostinn mynd- irðu taka? íhugaðu þetta sérstak- lega vel ef þú þyrftir að framfíeyta fjögurra manna fjölskyldu. i hvoru starfinu yrði borin meiri virðing fyrir vinnu þinni? En hvort starfið er ábyrgðarmeira? í öðru starfinu værirðu e.t.v. að vinna að uppbygg- ingu verslunar, viðskipta, iðnaðar eða annarra einkastofnana. en í hinu að móta hugsanir, skoðanir og viðhorf einstaklinga. Höfundum skýrslunnar virðist heimilið ekki eins samheldin eining og það var vegna harðari krafna þjóðfélagsins, sem hafa ieitt til þess að samverustundir fjölskyidunnar eru mun færri en áður. Þetta hefur valdið því að uppeldi barna hefur að miklu leyti færst yfir á stofnanir. Þeir benda á að skóiar og mennta- stofnanir beri nú meiri ábyrgð en fyrr á nauðsynlegri miðlun siða og menningararfleifðar þjóðarinnar til uppvaxandi kynslóðar vegna þess að þorri foreldra virðist ekki hafa tíma, þar sem báðir vinna úti allan eða mikinn hluta dags. Höfundarnir telja að kennarar þurfi líka sjálfir að gera eitthvað til þess að meiri virðing sé borin fyrir starfi þeirra. Þeir benda á betri menntun og segja að koma þurfi á fót lengri sumarnámskeiðum fyrir kennara en tíðkast hefur, sem veiti einhvers konar gráður og/eða réttindi, en það væri nýbreytni. Einnig gætu kenn- arar stofnað með sér öflugri og áhrifaríkari stéttarfélög. Með hliðsjón af ofangreindu skul- um við íhuga hvort samfélagið hefur efni á að hafa kennara, sem geta ekki staðist kröfur velmegunar- ríkis vegna álags allt of mikillar vinnu, er virðist bein afleiðing lágra launa og ófullnægjandi aðbúnaðar við kennslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.