Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 28

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 28
28 SKÓLABLAÐIÐ Wilhelm Emilsson Viðtal: Margrét H. Blöndal og Melkorka Thekla Ólafsdöttir Wilhelm Emilsson stundar ensku í Háskóla íslands. I tann var nemandi í M.R. og gat sér þá gott orð sem smásagnahöfundur. Hann varð stúdent vorið '85 og hefur skrifað í hjáverkum síðan. Smásaga hans, ísis, var ein af 14 sem komst í úrslit í smásagnasamkeppni Listahátíðar í sumar og var gefin út með úrvali smá- sagna úr þeirri keppni. I lvaðan færðu efnivið í sögurnar? „Ég skrifa um aðstæður, sem koma upp, og set þær í annað umhverfi. Þó gef ég ekki upp hvaða umhverfi það er, t.d. að sagan gerist í Reykjavík, þá veit lesand- inn of mikið og sagan verður of raunveruleg." Súrrealisminn orðinn ófrumlegur Aðhyllistu einhverjar ákveðnar stefnur? „Ég er ekki ákveðinn í þeim efnum. Það er ekki heldur gott að festa sig um of í einni stefnu. t.d. þeir, sem yrkja Ijóð í súrrealískum stíl, lenda líka í ákveðnu formi, svo að allir vita, hvað kemur næst, ef þeir vita að maður er súrrealisti, - t.d. „Ljón í ljósakrónu" o.s.frv. þannig að hann hættir að koma á óvart. Það er þó ein- mitt, sem súrrealisminn á að gera. Þannig fellur stefnan um sjálfa sig og er orðin leiðinleg." En áttu þér „læriföður"? „Nei, engan sérstakan. Ég held upp á ýmsa höfunda, svo sem Kurt Vonnegut, Joseph Conrad, Ernst l lem- ingway o.fl. Ég verð fyrir meiri áhrifum frá músík og kvikmyndum en bókum. Það var líka varasamt að „dýrka" sérstök skáld. Enn í dag liía íslensk skáld í skugga Kiljans. Meðan svo er, verður ekkert merkilegt gert. Þeir, sem eru vinsælastir, eru það einna helst vegna þess, að þeir eru brautryðjendur. Þegar höfund- ur dýrkar annan, getur hann sjálfur ekki orðið annað en eftirherma. Það verður að gera sér grein fyrir því að „bylting" þess höfundar er búin og nú verður að skapa eitthvað nýtt.“ Peningavæl gerir lítið úr listamönnunum Finnst þér nóg gert fyrir ungu skáldin? „Það á ekki að þurfa að gera neitt fyrir ungu skáldin, heldur koma þau sér áfram sjálf. Það er nóg aí tækifær- um. Við verðum að líta á okkur sem skáld en ekki styrk- þega. Það þýðir ekki að setjast bara rtiður og fara að gráta, viija láta gera allt fyrir sig. Það er ekki mikið ýtt undir unga höfunda né er veitt mikið af styrkjum. En skáld njóta virðingar og það verður ekki mælt í pening- um. Þegar rætt er um listamenn, kemur alltaf sama málið upp: peningavandræði. Þetta gerir lítið úr listamönnunum. Auðvitað er erfitt að lifa fyrir rithöf- urtda, en mér leiðist þetta eilífa væl um peninga.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.