Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 30
30 SKÓLABLAÐIÐ Brautarteinar Smasaga eftir Wilhelm Emilsson, samin fyrir Skólablaðið Leyic fylgdist með hvítri lestinni fjarlægjast og renna saman við hvíta auðnina umhverfis smábæinn. Hún hvarf hratt, nær því óeðlilega hratt, út í þurrt, ófrjótt sléttlendið. Lestin hafði verið á leið frá borgum Austur- strandarinnar til Vesturstrandarinnar. Enginn gat vitað hvað biði þeirra þar. Flestir voru sannfærðir um að það væri betra en allt sem þau þekktu, að það væri eitthvað stórkostlegt og fullkomið. Sumir héldu að það væri eitthvað hræðilegt. Leyic hafði sínar efasemdir. Síð- ustu dagana, sem hann dvaldist í lestinni, svaraði hann sþurningunni um hvað biði þeirra, - þau töluðu varla um annað, — á þann veg að hann byggist við að það væri að öllum líkindum „það sama og við höfum yfirgefið... bara borgir" en bætti við að hann hefði sínar efasemdir. Hugmyndin var ný. Hún féll engum í geð og það var auðvelt að taka ekki mark á Leyic því hann tal- aði of mikið, ætíð án sannfæringar og þeint fannst hann aldrei meina neitt, — að minnsta kosti ekki til full- nustu. Þegar hann sagðist ætla að yfirgefa lestina sögðu þau að hann væri að sóa dýrmætum tíma. „Til hvers að fara út hér,“ sagði maður með hrukkótt enni. „í alvöru. Þetta er...,“ hann hrukkaði ennið enn meir í leit að viðeigandi orði.er hvergi.“ Hann brosti og fólkið í klefanum kinkaði kolli til samþykkis og sumir hlógu því manninum hafði tekist að orða álit þeirra á bænum á fyndinn og skemmtilegan haft. Leyic líkaði hvorki lýsingin né viðbrögð vina sinna. Honum fannst þeir of skemmtilegir og of fyndnir. Þau töluðu og ltlógu öll of mikið. Hann vildi komast út. Einn farþeganna hafði látist. Það átti ekki að komast uþþ en allir vissu af því. Enginn vissi nákvæmlega hver það var því það var einhver sem hafði látið fara lítið fyrir sér meðan hann lifði. En nú var þessi einhver ástæðan fyrir vægri óhugnaðartilfinningu sem búið hafði innra með Leyic frá því atvikið komst uþp. Enginn annar virtist hafa kippt sér upp við dauðsfallið. Líkhvítur litur eimreiðar- innar, vagnanna og brautarteinanna hafði frá upphafi verið orsök óljóss óróleika sem sótt hafði á Leyic. Nú var raunverulegt lík falið einhvers staðar á meðal þeirra. Það gat verið hvar sem var. Þó Leyic vissi að dvölin hér eftir yrði að vísu ekki óbærileg, þá yrði hún mjög óþægileg. Hann ákvað að fara. „Hvað ætlastu fyrir?" spurði einhver. Leyic muldraði eitthvað um næturlest. Hann vissi ekki hvort það gengju nokkrar næturlestir. Hann var ekki viss um að þær væru til en hugmyndin gaf honum nægilegt svigrúm til þess að komast út. Hann stóð á þrautarpallinum og litaðist um. Hann kunni vel við sig. Fólkið, sem hann sá, virtist laust við hinn eilítið stirðn- aða hjúp uppgerðar sem hann vissi að umvafði hann sjálfan og allíi sem hann þekkti. I iann settist inn á lítið veitingahús við hlið brautarstöðvarinnar. Hann var þakklátur fyrir að vera staddur í smábæ en vonaði að staðurinn væri nægilega stór til þess að ekki hefði verið tekið eftir komu hans. Hann vildi fá að vera í friði. í hverjum einasta af hinum óteljandi smábæjum, sem lestin hafði numið staðar í á leið sinni til Vesturstrand- arinnar, voru þrír hópar af fólki: venjulegt fólk, fólk, sem vildi selja þeim eitthvað, og fólk sem vildi segja þeim eitthvað. Fyrsti hópurinn olli fólkinu í lestinni ekki meiri vandræðum en það olli hvert öðru. En lengi hafði það ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við fólki úr hinum hóþunum tveimur. Það var þeim óskiljanlegt. En þau komust fljótt að því að þau komust ekki undan því að bregðast einhvern veginn við þeim. Tilvera hóp- anna var byggð á flóknu kerfi raka, siðareglna og laga sem upprunalega virtust hafa þróast út frá sérkenni- legum misskilningi sem var samofinn hverri einustu hugsun og athöfn bæjarbúa. Leyic sætti sig fljótlega' við þá, sem sífellt reyndu að selja honum eitthvað, þrátt fyrir tilhneigingu þeirra til að vilja helst selja honum hluti, sem hann hafði engin not fyrir, og vilja ekki sýna honum hverjir þeir væru fyrr en hann hefði keypt þá, og sérviskulegra leikja sem gengu út á að láta hann aldrei hafa það sem hann bað um. En hann komst brátt að því sem hann hafði grunað: Þau hugs- uðu eftir óbreytanlegum brautum og með því að styðj- ast við ákveðnar reglur gat hann fengið þau til að selja honum nokkurn veginn það sem hann þarfnaðist. Sá, sem bað um sápu, fékk prentsvertu og öfugt, sá, sem bað um brauð, fékk steina og öfugt og svo framvegis út í hið óendaniega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.