Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 32

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 32
32 SKÓLABLAÐIÐ Baltasar Kormákur Viðtal: Margrét H. Blöndal og Melkorka Thekla ólafsdóttir Baltasar varð stúdent frá M.R. vorið 1986 og er nú nemi á fyrsta ári í Leiklistarskóla íslands. 1 tvers vegna leiklist, Baltasar? .Ætli það hafi ekki bara verið upp á egóið, athyglina. Þetta listform hreyfingarinnar hentar ntér." Ertu fæddur inn í leikhúsheiminn? „Nei, ég var ekki hið dæmigerða leikarabarn sem leikur í annarri hverri sýningu Þjóðleikhússins. Pabbi hefur unnið við leikhús og ég fór mikið á leiksýningar sem barn, en sem sagt: Ekki fæddur í hlutverkið." Herranótt Hver var þá byrjunin? „Herranótt. Ég hafði ekki verið í ieiklist. áður en ég fór í M.R., en byrjaði í Herranótt í 4. bekk. Þá var ég á nám- skeiðinu, eins og alltaf eftir það, og tók þátt í sýning- unni Oklahoma. Árið eftir var ég formaður Herranætur. Við sýndum Náðarskotið og þar var ég í stóru hlutverki sem og í sýningu Herranætur í fyrra á leikritinu Húsið á hæðinni — hring eftir itring." Var Herranótt góður undirbúningur undir námið í Leiklistarskólanum? „Tvímælalaust. Það er staðreynd að Herranótt er stærsta og virtasta skólaleikfélag landsins. M.R. var helsti uppalandi leikara hér áður fyrr og virðist vera enn. í leiklistarskólanum eru fimm úr M.R., þar af fjórir í mínum bekk. Starfið með Herranótt gaf mér mjög mikið, bæði námskeiðin, og sýningarnar. En það er fár- ánlegt hve lítið tillit er tekið til þeirra, sem starfa með I lerranótt, af skólans hálfu. Aðvísuerusumirkennarar umburðarlyndari en aðrirogjafnvel mjög hjálplegir, en það er algerlega persónulegt framtak. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir hve mikil vinna er samfara því að starfa með Herranótt. Það er svo margt sem þarf að gera. í fyrsta lagi taka æfingarnar mikinn tíma og undir það síðasta er oft æft jafnt daga sem nætur. En það eru ekki aðeins æfingarnar sem eru tímafrekar. Það þarf að smíða leikmynd, vinna „props", sauma búninga o.s.frv. Svo stendur stjórnin í alls konar útréttingum. Það er mikil vinna sem stendur að baki eins viðamikl- um sýningum og Herranótt setur upp. Það hefur tekist sérstaklega vel í ár með Rómeó og Júlíu. Þetta er mjög góð sýning og stendur undir nafni Herranætur." MR stífur skóli En sá undirbúningur sem M.R. veitti þér? „Inn í Leiklistarskólann er ekki krafist stúdentsprófs, en vitanlega kemur það sér vel. Ég var í Náttúrufræði- deild I og það var erfitt að samræma námið leiklistinni. Nýmáladeild ii hefði kannski verið betri undirbúningur, en Nát. 1 er mjög þroskandi og góð deild. Ég sé ekki eftir deildarvali mínu. Reyndar ætlaði égfyrst í M.H., en það tókst ekki, því að hann var ekki minn hverfisskóli. Þá voru það M.R. og Kvennó sem komu til greina. M.R. varð sem sagt fyrir valinu. Ég var ánægður með M.R. í byrjun, en ieiður í lokin og var utan skóla síðasta árið. M.R. er stífur skóli sem byggist upp á mötunarkennslu, ítroðslu, og í raun stjórnar maður ekki mikið námi sínu sjálfur. Það er slæmt fyrir framhaldsmenntun, þegar allt í einu þarf að standa algerlega á eigin fótum." Þegar þú hættir í M.R. misstirðu þá sambandið við gömlu vinina?

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.