Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 33

Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 33
SKÓLABLAÐIÐ 33 „Þegar maður hættir í menntaskóla, gerist svolítið skrýtið. Maður hefur átt sinn vinahóp, en einnig kunn- ingja. Þegar maður hættir svo, þá helst sambandið við vinina, en kunningjarnir fjarlægjast. Þá er hægt að greina á milli hverjir tilheyrðu hvorum hópnum. Þegar maður byrjar strax í einhverju eftir skólann, jDroskast maður fljótt frá vinunum, annars er fólk að hittast á Hressó næstu 1—2 árin." Vildi verða dýralæknir Þá erum við komin að Leiklistarskólanum. Nú er mjóg erfitt að komast inn. Hafðirðu ekkert annað nám í bakhöndinni? „Ég irafði líka hug á að verða dýralæknir og var búinn að fá inni á skóla í Bretlandi, í Liverpool. En þegar prófin í Leiklistarskólanum hófust, var leiklistin ákveð- in. Þó að ég hefði ekki komist inn í það skiptið, hefði ég reynt aftur næsta ár eða í leiklistarskóla erlendis.“ i tvernig fer prófið fram? „Þegar ég sótti um, voru 83 um hituna, en aðeins 8 komast inn. Úr þeim hópi eru teknir 32 í frekari próf og aftur 16 úr þeim hópi. Þessir 16 vinna saman í viku og þá eru loks valdir þeir 8 sem komast inn. Prófið er mjög fjölþætt og byggist upp af spuna, mónólógum, dönsku, ensku, rytma, söng, íslenskuritgerð, senu- vinnu, upplestri á texta og ljóðum o.fl. Það er mikið lagt upp úr prófinu hér. Sums staðar er- lendis eru bara örstutt próf, þar sent strax er valið úr hverjir komast inn. Það væri gaman ef fleiri kæmust inn í skólann, en það má ekki vera á kostnað þess að menntunin verði lélegri og við fáum iélegri leikara út úr skólanum." Skólinn tekur mann og á mann Skólinn „Skólinn tekur mann og á mann. Við erum í skólan- um frá níu til sex, — til tólf þegar nemendasýningar eru. Auk þess eru kvöld- og helgaræfingar og heima- vinna, svo sem að lesa leikrit og íslenskuverkefni. Einnig förum við á allar sýningar í bænum. Nú taka fyrstaársnemar í fyrsta skipti þátt í leiksýn- ingum fjögraársnema í Lindarbæ, Þrettándakvöldi. Þrettándakvöld gengur mjög vel, alltaf uppselt. Þetta er frumtilraun og verður líklega ekki gert aftur, þar sem það varð of tímafrekt fyrir fyrstaársnemana. En auð- vitað var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu. Er j)etta eina tækifæri ykkar til að taka þátt í sýning- um? Þeir, sem eru ekki í 4. bekk, setja einnig upp leikrit, en aðeins fyrir lokaðan hóp. En þeir, sem eru í Leiklistar- skólanum, mega ekki taka þátt í sýningum utan irans eða koma fram annars staðar." Hvernig kanntu við þig í skólanum? „Þetta er ofsalega gaman, — að geta unnið allan dag- inn að aðaláhugamáli sínu! En það er ekki tími fyrir neitt annað en skólann. Það er mjög góður andi í skólanum. Þeir, sem eru ekki í sama bekk, kynnast helst í hádegishléinu, — einnig þegar unnið er að sýningum saman eins og núna. Áður var skólinn í mörgum húsum úti um allan bæ, og því hittust nemendurnir lítið, en nú er allur skól- inn í sama húsi við Sölvhólsgötu. Nú eru í honum 26 nemendur, þar af einn gestanemandi frá Færeyjum og einn nemandi í endurmenntun." Líkaminn er okkar hljóðfæri Kemur ekki fyrir að fólk hættir í skólanum? „Jú, einstaka nemendur detta út á þessum fjórum árum sem skólinn tekur. Stundum uppgötvar fólk, að það er ekki á réttum stað, eða hættir af öðrum sökum. Þá má líka reka fólk, ef það er lélegt eða sækir illa. Mætingarskyldan er mjög ströng, 95%, og ef fólk bætir sig ekki eftir viðvörun. er því vikið úr skóla." Veistu hvernig skólinn er samanborið við leiklistar- skóla erlendis? „Hann veitir sömu réttindi og erlendir skólar. En þeir, sem koma úr erlendum skólum, eiga oft erfiðara með að fá hlutverk, javí að þeir hafa ekki sömu tækifæri til að kynna sig, þ.e. Nemendaleikhúsið." Þín eign framtíð? „Ég veit ekki hvað tekur við þegar leiklistarnáminu lýkur. Það er erfitt að fá eitthvað að gera, en einhverjir fá tækifæri. E.t.v. fer ég til útlanda og þá að læra meira, - jafnvel leikstjórn. En þetta er allt óráðið." Er nám í leiklistarskóla nauðsynlegt til að verða góður leikari? „Margir halda að leiklistarskóli sé bara nokkurs konar kvöldskóli. „Ertu bara í leiklistarskólanum?" spyr fólk og heldur að maður sé fæddur leikari og það þurfi ekki að læra. En svo margt þarf að aga og fága, læra og jjroskast. Hljómlistarmaður gerir ekkert með falskri flautu. Líkaminn er okkar hljóðfæri og við þurfum að þroska það."

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.