Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 41

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 41
SKÓLABLAÐIÐ 41 fónían var frumflutt og var fólk lítið hrifið af henni. Mótlætið var svo mikið að hann hætti alveg að semja á tímabili og varð mjög þunglyndur. Hann var svo langt leiddur að hann varð að komast undir læknishend- ur. Vinir hans töldu hann á að fara í meðferð hjá geðlækni sem hét dr. Nokolai Dahl. Rachmaninoff sam- þykkti að láta dáleiða sig til þess að reyna að komast yfir þunglyndið. Dáieiðslan bar árangur og dr. Dahl tókst að fá Rachmaninoff til þess að byrja að vinna að öðrum píanókonsert. Síðar, árið 1901, var sá konsert (nr. 2 í c-moll) frumfluttur í Londón og Rachmaninoff spilaði sjálfur á flygilinn. Nú vann hann mik- inn sigur og verkið sló algerlega í gegn, ef svo#má að orði komast. Þessi píanókonsert er örugglega vinsælasta verk hans. Hann er ákaf- lega rómantískur en einnig mjög dapurlegur og takturinn sérstak- lega skemmtilegur. Eins og áður sagði sló píanó- konsert þessi í gegn og skipaði sér fljótt sess meðal vinsælustu píanó- konserta. Eftir að Rachmaninoff hafði samið konsertinn varð hann geysilega vinsæll, bæði sem tón- skáld og píanóleikari. Honum stóðu allar dyr opnar og rétt eftir að kon- sertinn hafði verið frumfluttur fékk hann stöðu sem stjórnandi við keis- aralega leikhúsið í Moskvu. Seinna sagði hann þeirri stöðu lausri til þess að hafa nægan tíma til tón- smíða. Á þeim tíma, árið 1909, samdi hann meðal annars píanó- konsert nr. 3 í d-moll, sem mörgum finnst vera fínlegasti konsert hans. Það er kannski vegna þess að hann er agaðri ogekki eins villturogpíanó- konsert nr. 2. Um þetta leyti samdi hann líka tvö stór hljómsveitarverk, Dauðaeyj- una (eftir málverki Arnolds Böcklins) og sinfoníu nr. 2 sem margir telja besta hljómsveitarverk hans. Á árunum 1910—1917 bjó Rach- maninoff í Rússlandi en þegar bylt- ingin stóð sem hæst fór hann til Skandinavíu og sá föðurland sitt aldrei aftur. Honum þótti mjög vænt um gamla Rússland og þótt hann flyttist til Bandaríkjanna gat hann aldrei leynt löngun sinni eftir því. Hann varð einmana maður og gat aldrei almennilega aðlagað sig að þessum nýju aðstæðum. Árið 1931 var músik hans bönnuð í Sovétríkjunum vegna þess að hann var í rauninni fulltrúi fyrir hina svokölluðu millistétt. Tónlist hans þótti einstaklega hættuleg fyrir hana sökum þess að hann átti víst að hafa æst hana upp með tónverk- um sínum. Rachmaninoff hafði ekki mikinn áhuga á því sem hann kallaði „nú- tímatónlisr. Samt sem áður virti hann öll þau tónskáld sem sömdu í þeim anda. Hann var á þeirri skoðun að nútímatónlist væri erfið tónlist en því miður gætu bara fá tónskáld náð valdi á henni. Þeir væru allt of margir sem ekkert gætu samið og færu bara í skóla til þess að „læra að verða tónskáld". „Annað- hvort er maður tónskáld eða ekki. Það er ekki hægt að læra að verða það,“ sagði Rachmaninoff eitt sinn við góðan vin sinn. Rachmaninoff leit fyrst og fremst á sjálfan sig sem rússneskt tónskáld. Samt sem áður heyrist ekki mikið af þjóðlegum rúss- neskum laglínum í verkum hans. En þar sem hann leit á sjálfan sig sem rússneskt tónskáld hlaut tón- list hans náttúrlega að vera rúss- nesk líka. Tónlist var hans líf og yndi og hann samdi í mjög rómantískum anda því að honum var nauðsyn- legt að tjá tilfinningar sínar og gefa þeim lausan tauminn. Meðal verka Rachmaninoffs frá því að hann var í Bandaríkjunum er píanókonsert nr. 4. Það er rhapsodía fyrir píanó og liljómsveit sem hann byggir á laglínu eftir Paganini (samin árið 1934), svo og sinfónía nr. 3. Einnig hefur Rachmaninoff samið fjöldann allan af smærri píanóverkum, t.d. sönglög, prelúdíur, etýður, og til minningar um vin sinn, Tsjaikofski, samdi hann eina selló-sónötu. í öllum tónverkum hans má heyra hvers konar persónuleiki hann hefur verið, — dapur og einmana. Vinur Rachmaninoffs sagði að hugsunin, sem lægi á bak við verk hans, væri sú að föðurlandið, Rússland, væri dautt land fyrir mann eins og hann. Hann andaðist í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1943. Þegar fjallað er um Rachmaninoff má ekki gleyma því að ekki eru nema rétt rúmlega fjörutíu ár síðan hann dó. Því verður hann að teljast til 20. aldar tónskálda eins og hann telst til tónskálda 19. aldar. Þegar Debussy, franskt tónskáld, og fleiri tónskáld eru að semja í hinu svokallaða „tólf tóna kerfi“ (of flókið mál til þess að útskýra hér), til þess að vera sem frumlegastir, þá er Rachmaninoff, sem var uppi um svipað leyti og þeir, mjög róman- tískur og semur í gamaldags róm- antískum eða klassískum anda. Það er mjög merkilegt að hann skuli iiafa getað samið svona án þess að stela frá öðrum tónskáldum. Aðrir voru og eru aftur á móti mjög iðnir við að stela frá honum. Ég ætla að vona að þessi grein hafi ýtt undir og jafnvel vakið áhuga ykkar á klassískri eða rómantískri tónlist, því til þess að skilja dægur- lagatónlist í dag verður að geta skilið klassíska tónlist. Ef klassíska tónlistin væri ekki til væri ekki til nein dægurtónlist. Að lokum vil ég ráðleggja þeim sem hafa lesið þessa grein að útvega sér píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninoff og hlusta á hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.