Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 47

Skólablaðið - 01.03.1987, Side 47
SKÓLABLAÐIÐ 47 Riddari minn Dætur stjarnanna Dætur stjarnanna brosa til mín, Magna upp ólgandi þrána í brjósti mér. Lengi hefur hún beðið á botni lindarinnar í álagaskógi hjarta míns. Beðið eftir dætrum stjarnanna. Dansandi hlæja þær af stað, teyma mig í silfurþræði þétt vöfðum um háls mér. Ferð okkar um ævintýralandið er hafin. Takmarkið óvíst, gleymt í niði lækjarins. Siglum eftiránni. Látum okkur engu skipta hvort ferðinni er iieitið upp eða niður. Ferðumst á geislum sólarinnar. Dætur stjarnanna og ég. Við ræddum leyndardóma lífsins og lékunt okkur að þeim. í Náttmyrkrinu. Þú varst minn Rómeó og ég þín Júlía. Ásilfruðum fáki þeystum við um stjörnubjartan næturhimininn. Dagurinn kom í rósrauðu skýi sem leystist upp í skerandi dagsbirtunni Þar var andlit þitt en ekki þú. Ekki minn Rómeó, ekki þín Júlía. Aðeins vonbrigði okkar í skerandi dagsbirtunni. Eldar hjartans Loks snerirðu þér frá henni! Nú gátu eldar hjarta míns sameinast þínum. En ég hlaut aðeins glóð öskunnar.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.