Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 56

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 56
56 SKÓLABLAÐIÐ Frá þýðanda Texti þessi, „What the Bomb Said", er af síðustu plötu Rama Buck, Flopping in Style Ariel. Textann valdi ég ekki til þýðingar vegna þess, að hann væri bestur texta snillingsins, heldur vegna þess að hann er (a) stuttur og (b) fremur auðskiljanlegur miðað við marga aðra, og þ.a.l. (c) nokkuð auðþýðanlegur, aukþess semhanner (d) ekki eins nátengdur meðfylgjandi tónlist og aðrir textar. Þeir, sem áhuga hafa á ljóðsifjum, geta tekið til samanburðar: T.S. Eliot, The Waste Land, 1. 52, 70— 76, 209—14 og 322—58, ásamt Gerontion eftir sama höfund. Það tæknilega apparat, sem Rama Buck fær frá Eliot, er þó einungis hismið utan um kjarna frum- legrar hugsunar (sem að nokkru er sprottin úr dóms- dagssýn Nostradamusar og kínverskri stjörnuspeki). Baldur Urðvarni Það sem sprengjan sagði Eineygði heildsalinn, það skapgerðarspil: grjóti og vatni gott teikn og viiliblómi. Líkið spírar ekki framar í garðinum hjá þér. Harmur þess við eldsins kveðju og síðasta faðmlag hlýtur að ríða því að fullu. Ferhyrnd andlit stara úr hverjum ferhyrndum glugga. Svipbrigðalaus, horfa á tígurinn að leik með sitt ár. Svo saklaus. Svipir af þurru grasi flytja enduróm ferhyrndra hugsana: Brjóttu fyrir okkur hneturnar og sýndu okkur skyrturnar hvítu í nýju ljósi! Ferhyrndir gluggar, þeir eru andiit. Ferhyrnd andlit, þau eru gluggar inn í þinn garð. í ár mun líkið ei blómstra. Eldurinn kemur upp úr opnum heildsalasekk til að kveðja. Ég er uppspretta hláturs og sætrar gleymsku, lind mildra lyga um lík og garða. Ó, lygar, ó, ölvun víkið úr vegi úr vegi. Rama Buck Baldur Urðvami þýddi

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.