Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 59

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 59
SKÓLABLAÐIÐ Hitasvækja Smásaga eftir Hrafn Lárusson Þegar J. kom inn í herbergið streymdi sólskinið óhindrað inn og baðaði það gulri birtu. Hitinn var hræðilegur og J. sem var óviðbúinn slíku eftir kuldann úti, flýtti sér úr yfirhöfn sinni og lagðist endilangur á sófann. Hitinn jókst og lagðist á hann með kæfandi afli svo hann andaði þungt og sogandi með opnum munni. Honum varð óglatt og svefnhöfgi sveif á hann svo hann lokaði augunum en ógleði hans magnaðist og fékk hann til að hrökkva upp og streitast við að halda augunum opnum. Hitinn var eins og þvinga á höfði hans og herti með mestu afli að enni hans svo augun tútnuðu og hann fékk höfuð- verk. „Færið mér vatnsglas," kallaði hann til þjónanna, sem brugðu skjótt við og komu aftur færandi hendi. En það var ekki nóg, hann afklæddi sig en hitinn luktist jafnskjótt um hann af engu minna afli. Hann kallaði upp: „Náið í kalt vatn og hellið því yfir mig." Þjónaliðið þusti til og varð við bón hans. Hann lá og horfði á vatnsflauminn leka yfir líkama sinn, klofna á breiðum, loðnum brjóstkassanum og gufa upp allt of fljótt. Hann kallaði enn: „Færið mig ofan í ker af vatni, mátu- lega köldu.” Þjónaliðið hóf hann upp úr sófanum, bar hann á herðum sér til kers og steypti honum ofan í. Þar velti hann sér stutta stund en sagði loks: „Þetta er ekki nóg, mér er enn of heitt.“ Þá misstu þjónar hans þolinmæði langra og strangra ára, tóku hann upp úr kerinu og hlupu með hann fram í forstofu. Þar opnuðu þeir dyrnar og hentu honum út í vorkuldann og lokuðu síðan útihurðinni með þungum skelli. J. byrjaði að finna til kulda og lamdi á hurðina. Gægjugatið var opnað og yíirþjónn hans ieit óhvikulu augnaráði á húsbónda sinn sem barmaði sér og tvísteig á kaldri stéttinni. „Hleypið mér inn og fyrirgefið mér, gerið það," bað hann grátandi en þjónninn hvikaði ekki hið minnsta heldur leit miskunnarlaust á hann. „Nei, við fyrir- gefum þér ekki oftar því þú veist ekki hvað þú vilt.“ Svo lokaðist gægjugatið með smelli og húsbóndinn settist niður á stéttina og reyndi að láta fara vel um sig. Þegar menn gengu fram hjá næsta dag og sáu vesalings, frosna húsbóndann sögðu þeir hver við annan: „Já, þjónar herra J.. þeir vita hvað þeir vilja."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.