Skólablaðið - 01.03.1987, Síða 70
70 SKÓLABLAÐIÐ
Vísifingur vinstri handar
Smásaga eftir Skottu
Það byrjaði þegar ég var 18 ára.
Mér hafði gengið illa í skólanum og kom heim í vondu skapi. Ég
skellti hurðinni á eftir mér, henti mér upp í rúm og sofnaði eftir
dágóða stund.
Þá byrjaði það. Gömul kona kom fram í draumi og fór að segja mér
til syndanna. Ég svaraði fullum hálsi. En það gerði kerlinguna enn
verri. Það sem vakti eftirtekt mína á kerlingunni strax í fyrstu var að
hana vantaði vísifingur vinstri handar.
Ég rankaði við mér á gólfinu. Ég var rugluð í kollinum enda var
draumurinn svo skýr — og geðveikur. Svona gekk þetta nótt eftir
nótt... Og kerlingin kom og ásótti mig aftur og aftur.
Loks var hún farin að skipa mér fyrir verkum og hóta mér öllu illu.
Að lokum fór ég að hlýða henni. Þá varð hún skárri. En þegar ég
óhlýðnaðist henni, umturnaðist hún alveg og ætlaði að rjúka á mig.
Og þá fór næsta nótt í enn verri martröð. Mér gekk allt í haginn, þegar
ég hlýddi, svo að ég valdi þann kostinn.
Það sem fór mest í taugarnar á mér var þegar hún skipti sér af
stráskunum sem ég var með þessa og þessa stundina. Mér varð ekki
svefnrótt ef henni líkaði ekki náunginn sem ég var að pæla í.
Reyndar líkaði henni enginn svo hún lét mig aldrei í friði í þeim
efnum. Svo vissi hún alltaf eitthvað ljótt um alla sem ég komst alltaf
að seinna að var rétt. Hún vissi líka óorðna hluti. Hún rak mig í
gegnum skólann og ég útskrifaðist í viðskiptafræði úr H.í.
Þegar ég var 28 ára kynntist ég loks manni sem hún fann ekkert
að. Hann var um þrítugt, ríkur og ágætlega gefinn, svo ég giftist
honum. Mér gekk allt í haginn í viðskiptalífinu og peningarnir
streymdu inn en ég var í óhamingjusömu hjónabandi. Ég var orðið
andlegt eymdarflag. Mér fannst ég vera í fangelsi sem ekki einu sinni
var hugsanafrelsi, og kerlingardraugurinn var fangavörðurinn. Mað-
urinn minn var algjör bleyða og hundleiðinlegt karlrembusvín sem
ekki gat kallast karlmaður með réttu. Það þótti kerlingunni örugglega
best. Sem betur fór komst hún ekki inn í líf mitt nema í svefni.
Þegar ég var 45 ára gerðist atburður sem gerbreytti tilverunni.
Kerlingin hafði reynt allt sem hún gat til þess að afstýra honum. Ég
var úti í hinni frægu París í mikilvægum viðskiptaerindum. Ég var að
koma af fundi um kvöld og var á gangi yfir Signu. Ég staðnæmdist á
brúnni og hugsaði um mína aumu tilvist sem ég hafði orðið að þola
svo árum skipti.
Ég horfði ofan í fljótið sem streymdi þunglega hjá. Svart og kalt
vatnið kallaði á mig. Áður en ég vissi af var ég stokkin yfir brúarhand-
riðið. Mengað vatnið gleypti mig og ég sökk eins og steinn. Bragðið
var hryllilega vont, viðbjóðslegt... Mér skaut upp á yfirborðið aftur
og sá hraðskreiðan vélbát æða rétt hjá. Ég synti fyrir hann... Sjálfs-
tortímingin var alger. Rétt áður en skrúfan fór í mig vissi ég að aðeins
vísifingur vinstri handar yrði eftir...
1