Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 1
Jú, víst tóku fölbleikir Frónbúar sólinni fagnandi sem skein svo glatt um allt land um hvítasunnuhelgina. Þetta unga fólk var meðal þeirra sem flatmöguðu í grængresinu á Austurvelli og nutu veðurblíðunnar en marg- ir borgarbúar lögðu aftur á móti land undir fót og yfirgáfu borgina, eins og venjan er þessa fyrstu ferðahelgi sum- arsins. Í gær mældist hiti mestur á Þingvöllum, rétt tæpar nítján gráður. Svipað hitastig mældist á Hæli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og á öðrum stöðum uppsveita Árnessýslu. Næstu daga verða norðlægar áttir ríkjandi og áfram heitast í uppsveitunum á suðvesturhorninu. Kaldast verður aftur á móti norðaustanlands. Gladdist hver halur og hvert sprund Morgunblaðið/Ómar Síldarafurðir Áætluð aukning útflutningsverðmæta Makrílafurðir úr norsk-íslenska síldarstofninum Úr 11 milljörðum í 16 milljarða Úr 11 milljörðum í 15 milljarða 11 16 11 15 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirtæki sem gera út á makríl og norsk-íslenska síld hafa fjárfest verulega í tækjum búnaði og skip- um til að hámarka verðmæti. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, áætlar að hægt verði að auka útflutnings- verðmæti makrílafurða úr 11 millj- örðum í fyrra í yfir 16 milljarða í ár. Sömuleiðis megi áætla að verð- mæti afurða úr norsk-íslensku síldinni geti aukist úr 11 milljörð- um í um 15 milljarða króna á þessu ári. Gunnþór áætlar að um 60% makrílaflans fari í frystingu en í fyrra var þetta hlutfall um 20%. Þá var sóknarmark á veiðunum og magn skipti oft meira máli en verðmæti. Í ár verður aflamark á veiðunum. Hann telur að um 40% af norsk íslensku síldinni fari í frystingu. Í þessum útreikningum miðar Gunnþór við að aðstæður á miðunum og ástand makríls og síldar verði svipað í ár og það var í fyrra. Stærsti óvissuþátturinn er ástands fisksins og göngumynstrið. Síldarvinnslan í Neskaupstað stefnir að því að frysta bróðurpart- inn af þeim makríl sem fyrirtækið veiðir í sumar. Útlit er ágætt á mörkuðum hvort sem um er að ræða frystar afurðir, mjöl eða lýsi. „Það er spennandi að byrja nýja vertíð og það er okkar verkefni að skapa sem mest verðmæti,“ segir Gunnþór. „Ætlunin er að frysta eins mikið af síld og makríl og við framast getum. Við höfum bætt við fólki í landvinnslunni og ætlum ekkert að stoppa í sumar út af frí- um. Heimafólk nýtur þessara starfa fyrst og fremst en það er mikið spurt um vinnu.“ Ætla að gera sér aukinn mat úr makrílnum  Áætlað að um 60% makrílsins fari í frystingu á vertíðinni  Ágætt útlit á mörkuðum fyrir frystar afurðir, mjöl eða lýsi MFyrirtækin fjárfesta »16 Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  119. tölublað  98. árgangur  HJÓLAÐ MILLI BYGGINGA HJÁ SKÝRR BLÖKKUMAUR KOMINN TIL AÐ VERA LISTAMENN OPNA VINNUSTOFUR FYRIR TÓNUM NÝIR LANDNEMAR 9 DAVÍÐ ÖRN OG FLEIRI 33ERNA MARGRÉT 10 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hugsa þarf vandlega út í það hvort bygging nýs Landspítala við Hring- braut er of stór og dýr til að það borgi sig yfirleitt að fara út í hana, að sögn fulltrúa stjórnarandstöðunnar í fjár- laganefnd Alþingis. „Það er sagt að kostnaðinum við fjármögnun sjúkrahússins eigi að ná fram með hagræðingu innan stofnun- arinnar. Það kann vel að vera að það sé gerlegt og ég ætla í sjálfu sér ekki að draga það í efa. En engu að síður liggja málin þannig fyrir að endanleg- ur kostnaður mun ekki liggja fyrir fyrr en á árinu 2012, en þá verður þegar búið að eyða í undirbúning og í verkefnið sjálft einum og hálfum til þremur milljörðum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki. „Reynslan sýnir að svona fram- kvæmdir hafa farið allverulega fram úr sér og nærtækasta dæmið er Harpa,“ segir Höskuldur Þór Þór- hallsson. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir verið að fram- kvæma stöðugleikasáttmálann með þessu. Búið sé að helminga bygg- inguna frá upphaflegum áformum og hún muni ekkert taka frá öðrum rík- isrekstri á fjárlögum. Forsenda þessa alls sé að hagræðið að húsinu standi undir kostnaðinum. Efasemdir um spítalann  Fulltrúar minnihluta í fjárlaganefnd efins um byggingu nýja Landspítalans Vilja af stað » Fjárlaganefnd óskaði eftir umsögnum frá hátt í 70 aðilum og hefur fengið um 20 svör. » Guðbjartur segir nær allar umsagnir hníga að því að farið verði í verkið sem fyrst. MEkki rétti tíminn »2 „Eftir alla gagnrýnina á einkavæð- ingarferlið er sem stjórnarflokk- arnir hafi öllu gleymt og ekkert lært,“ skrifar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í að- sendri grein um nýtt stjórnar- frumvarp til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Bjarni segir að það hafi verið mis- tök að setja ekki skorður við stærð eignarhluta einstakra eigenda við sölu ríkisbankanna á sínum tíma. Nú leggi ríkisstjórnin ekki til neinar breytingar á reglum um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Þá séu regl- ur um viðskipti eigenda við bankana ófullnægjandi í frumvarpinu. Bjarni segir einnig nauðsynlegt að skilja á milli innlánsstarfsemi og fjárfestingastarfsemi banka. »17 „Ekkert lært“ Telur stjórnarfrumvarp ófullnægjandi Börkur var væntanlegur til heimahafnar í nótt með kol- munna. Aflann á að frysta í landi í Neskaupstað. Norðfirð- ingar binda vonir við að kol- munna verði hægt að frysta í stórauknum mæli í framtíðinni. .„Við gerum þessa tilraun núna með einn farm, en á næsta ári er stefnan á að frysta tölu- vert magn af kolmunna,“ segir Gunnþór Ingvason. Hann segir sífellt stærri hluta kolmunnans fara til frystingar. Frysta í landi BÖRKUR MEÐ KOLMUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.