Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
600 kr.
Tilboðið gildir
ekki á 3D
600 kr.
600 kr.
Tilboð
Svalasta
mynd ársins
er komin!
HHHHH
“Þeir sem missa af
þessari fremja glæp
gegn sjálfum sér.”
– Fbl.-Þ.Þ
HHHHH
„Fáránlega skemmtileg,
fullkomlega uppbyggð og
hrikaleg rússíbanareið sem
sparkar í staði sem aðrar
myndir eiga erfitt með að
teygja sig í“
- Empire – Chris Hewitt
HHHHH
– H.G. – Poppland Rás 2
SÝND Í ÁLFABAKKA
600 kr.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
HHHH
...óhætt er að að fullyrða að Hrói
Höttur hefur aldrei verið jafn
grjótharður og í túlkun Crowe.
Þ.Þ. - FBL
HHH
S.V. - MBL
HHHH
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
600 kr.
Tilboð
Föstudaginn 4. júní kl. 10:00
verður sérstök Mömmu-morgna sýning í Sambíóunum Álfabakka.
Ljóstíra, aukasæti og hæfilegur hljóðstyrkur tryggja hámarks ánægju
fyrir móður og barn/börn.
Ath. aðeins 800 kr. – kynningarverð.
FORSALA HAFIN
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12
OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
OFURSTRÁKURINN kl. 5:30 m. ísl. tali L
COP OUT kl. 8 14
IRON MAN 2 kl. 10:30 12
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12
OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Þann 4. júní gefur Morgunblaðið út
stórglæsilegt Garðablað.
Garðablaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta, sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill.
Stílað verður inn á allt sem
viðkemur því að hafa garðinn og
nánasta umhverfið okkar sem
fallegast í allt sumar.
MEÐAL EFNIS:
Skipulag garða.
Garðblóm og plöntur.
Sólpallar og verandir.
Hellur og steina.
Styttur og fleira í garðinn.
Garðhúsgögn.
Heitir pottar.
Útiarnar
Hitalampar.
Útigrill.
Ræktun.
Góð ráð við garðvinnu.
Ásamt fullt af spennandi
efni.
Gar
ðab
laði
ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 31. maí.
Garðablaðið
„Ég veit það ekki, þetta er auðvit-
að ekki bara lagakeppni,“ segir Ör-
lygur Smári, „það er heildin sem
skiptir máli, þó lagið sé gott þá
skiptir sviðsframkoman miklu, at-
riðið getur verið hrútleiðinlegt,
röddin á sjálfu kvöldinu.“
„Ég myndi halda, að krúttin á pí-
anóinu væru sigurstrangleg og síð-
an eru Danir sem gleðja mitt
danska hjarta pínulítið, Ísrael eða
Írland. En það er engin leið að
segja til þetta“ segir Hera.
– Hver er ykkar skoðun á þessari
austantjaldspólitík sem mikið hefur
verið fjargviðrast út í síðustu ár?
„Já, hún er kannski ekki jafn öfl-
ug nú vegna þess að dómnefndirnar
eru komnar. En jú, hún er til staðar
eins og skandinavíumafían,“ segir
Hera, „þau eru bara fleiri,“ bætir
Örlygur Smári við. „En það er
kraftaverk að sumu leyti að við
svona fá getum lent svona ofarlega
eins og í fyrra, því fólk kýs það sem
það þekkir oftast nær.“
Hera segir svo „Við ætlum bara
halda áfram á þessari sömu braut
og við Íslendingar höfum verið á og
heilla Evrópu og þá leggur maður
allar mafíur til hliðar“, þannig að
blaðakonan er strax komin í hennar
lið. „Já,“ segir Örlygur sannfærður,
„hún Hera Björk sér um það að
heilla Evrópu.“
Rosalegur stökkpallur
– Er lagið beinlínis samið sem
Evróvisjónlag, er þetta formúla?
„Já,“ segir lagasmiðurinn, „þegar
við ákváðum að taka þátt, var þetta
lag komið upp á borðið og það hafði
verið skemmtilegt ferli.“ „Það kom
einn tveir og bingó, við höfðum ver-
ið eins og tveir kettir í kringum lag-
línuna. Svo datt Öggi allt í einu inn
á chorusinn, kominn með það“ út-
skýrir Hera Björk „og þá var lagið
sniðið að evróvisjón og já, auðvitað
er til uppskrift,“ segir síðan Örlygur
Smári.
– Hvað er Evróvisjón fyrir ykk-
ur?
„Þetta er náttúrulega rosalegur
stökkpallur, þriggja mínútna gluggi
til að kynna þig og land þitt og 130
milljónir að horfa og það er fárán-
legt hvað það eru margir. Þetta er
stærsti sjónvarpsviðburður í heimi,“
segir Hera Björk. „Já, maður fer
kannski ekki í þetta til að verða rík-
ur og frægur og þeir sem hafa ekki
prufað þetta skilja þetta ekki. Þetta
er bara rosalega skemmtilegt,“ bæt-
ir Örlygur við. „Hörðustu naglarnir
sem hafa farið og ætlað að rífa þetta
í sig með helvítis fokking fokk skilt-
ið á öxlinni koma til baka að eilífu
aðdáendur að Evróvisjón,“ segir hin
heillandi söngkona, og bætir við
„Þetta er skemmtun frá upphafi til
enda fyrir þig sem situr heima og
þú ræður hver vinnur, annars væri
þetta eins og hver aðrir tónleikar.
Allir hafa skoðun á þessu, þó þetta
sé soldið eins og að drekka í laumi,
ég hef nú aldrei kosið segir fólk en
kýs svo í laumi“ og Hera leikur Ís-
lendinginn sem kýs í laumi. „Þetta
er bara fallegt.“
–Eru ekki allir komnir yfir það að
elska að hata Evróvisjón, a.m.k. hér
á landi? „Er ekki töff að vera á
móti,“ segir hinn alvitri lagahöf-
undur.
– Hvernig verður „sjóvið“, svaka-
legt?
„Nei, nei, Ég ætla bara að flytja
þetta af krafti og íslenska páverið
verður bara tekið á þetta. Við sníð-
um auðvitað stakk eftir vexti, við
höfum ekki úr miklu að moða þann-
ig að það verða ekki sprengjur eða
gosbrunnar.“
„Við notum mannaflið og per-
sónuleikann,“ hnykkir Örlygur á.
„Við náðum að gera allt sem við
vildum gera fyrir þessa upphæð
sem við fengum. Við fengum mikla
hjálp og fundum góðan stuðning Ís-
lendinga. Atriðið okkar verður bara
einfalt og fullnægjandi, tónlistin og
flutningurinn í forgrunni,“ segir
Hera Björk full sjálfstrausts.
– Má spyrja um kjólinn, hver
gerði hann? „Já, það er hún Birta í
Uniform sem sér um alla búninga á
sviðinu. Jakkafötin koma frá Kúltúr
í Kringlunni og þetta verður allt æð-
islegt, alveg bjútífúl. Má ekki segja
meira,“ segir söngkonan dularfull.
Nú eru viðmælendurnir farnir að
ókyrrast enda full dagskrá þar til
þau fljúga til Noregs morguninn
eftir. Þau segjast hvorugt neitt sér-
staklega hjátrúarfullt og heldur
Hera Björk því fram að nærbuxur
afa séu ekki nytsamlegar upp á
sviði. Örlygur Smári segir enn
fremur „þetta er ekkert líkt hand-
boltanum þar sem maður vinnur
þennan og hinn og stendur uppi sem
sigurvegari. Við förum, gerum okk-
ar besta og svo ráðum við engu“.
Söngkonan og lagasmiðurinn halda
á vit örlaganna með bestu velgengn-
iskveðjur frá blaðakonunni.
» „Þetta er ekkertlíkt handboltanum
þar sem maður
vinnur þennan og
hinn og stendur uppi
sem sigurvegari.“
Leikarinn Sean Hayes hefur verið ráðinn til að kynna
Tony-verðlaunin í ár, en þau verða afhent 13. júní næst-
komandi.
Hayes, sem margir þekkja sem Jack McFarland úr
þáttunum um Will og Grace, mun taka við af leikaranum
Neil Patrick Harris sem kynnti hátíðina síðast. Hayes er
einnig tilnefndur til verðlauna sem besti leikarinn í söng-
leik fyrir leik sinn í Promises, Promises og getur hann
hugsanlega bætt Tony-verðlaunum í safnið, en hann
hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í Will og Grace.
Margar kvikmyndastjörnur eru tilnefndar til verð-
launa í ár og má þar nefna Jude Law, Scarlett Johans-
son, Denzel Washington, Catherine Zeta-Jones og Chri-
stopher Walken.
Sean Hayes kynnir
Tony-verðlaunin
Reuters
Kynnirinn Sean Hayes kynnir Tony-verðlaunin í ár.