Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Eiginmaður Brittany Murphy... 2. Drukknaði við sjósund 3. Eldgosinu ekki lokið 4. Gosmökkurinn nánast horfinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Við Jónas flytjum lög eftir tón- skáld sem segja má að standi á mörk- um klassískrar tónlistar og dægur- tónlistar eða djass-, kvikmynda- og popptónlistar,“ segir Ásgerður Júní- usdóttir messósópran. »31 Spila í Íslensku óp- erunni annað kvöld  Undanfarin ár hefur verið keppt á þremur kvöldum í Evróvisjón enda keppnislöndin svo mörg að ekki verður hjá því komist. Þetta árið taka 39 þjóðir þátt í keppninni sem fer fram í Telenor-íþróttahöllinni í Bærum. Sautján þjóðir etja kappi í kvöld og mun Hera Björk stíga síðust á svið fyrir Íslands hönd. »34 Evróvisjón hefst í Ósló í kvöld  Leikarinn Stefán Karl Stefáns- son, sem sló heldur betur í gegn vestanhafs í vetur í leikritinu Þegar Trölli stal jólunum, var í gesta- hlutverki í þætt- inum True Jack- son, VP sem sýndur var á laugardaginn á sjónvarps- stöðinni vin- sælu Nic- kelodeon. Lék gestahlutverk í þætti á Nickelodeon Á miðvikudag Norðlæg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassara allra austast. Skýjað og þurrt að mestu norðan og austan til. Annars víða bjartviðri en líkur á síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti 8 til 15 stig en svalara við norður- og austurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassara við austur- ströndina. Hiti víða 6 til 18 stig yfir daginn, hlýjast í uppsveitum suðvestan til. VEÐUR Breiðablik vann sannfær- andi sigur á Íslandsmeist- urum FH, 2:0, í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH-ingar sitja þar með eftir með aðeins fjögur stig að fjórum leikjum loknum. „Fjögur stig eftir fjóra leiki þýðir aðeins eitt; það er krísa í Kaplakrika og við er- um í alvarlegum vandræð- um,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH. »3 „Það er krísa í Kaplakrika“ Fannar Þór Friðgeirsson, handknatt- leiksmaður úr Val, hefur skrifað undir samning við þýska félagið Ems- detten. Hann leikur þar undir stjórn Patreks Jóhannessonar næsta vetur og verður samherji Hreiðars Levy Guðmundssonar landsliðsmark- varðar. „Þetta verður vonandi bara fyrsta skrefið í atvinnumennskunni,“ segir Fannar. »1 Fannar til liðs við Ems- detten í Þýskalandi Hjálmar Þórarinsson var heldur betur bjargvættur Framara í gærkvöld. Fylkir var yfir, 2:0, í leik liðanna í Pepsi-deildinni í fótbolta þegar fjórar mínútur voru eftir. Hjálmar, sem kom inn á sem varamaður, skoraði tvíveg- is í lokin og tryggði Frömurum jafn- tefli, 2:2. Þeir eru þar með enn ósigr- aðir og í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Keflavík. »2 Hjálmar skoraði tvö í lokin og Fram náði stigi ÍÞRÓTTIR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú er bara óskandi að gosinu sé endanlega lokið, en maður hefur all- an vara á sér,“ segir Berglind Hilm- arsdóttir, bóndi á Núpi undir Vest- ur-Eyjafjöllum. Bændur í sveitinni eru komnir á fullt í aðkallandi störf, nú þegar eldgosinu í Eyjafjallajökli virðist lokið. Víða mátti í gær sjá bændur við hreinsunarstörf heima við bæi og aðrir voru að bera á tún, plægja akra eða í öðrum hefð- bundnum vorverkum. Steinar í brauðinu? „Í sjálfu sér er staðan hér í sveit- inni enn mjög óljós. Það er mjög lík- legt að heyin í sumar verði ekki al- veg fyrsta flokks enda er víða aska í túnunum. Hvaða afleiðingar slíkt getur haft á búskap hér til lengri tíma litið er ómögulegt að segja. Það gætu leynst steinar í brauðinu,“ seg- ir Berglind sem býr á Núpi III ásamt Guðmundi Guðmundssyni eiginmanni sínum og eru þau með um 40 kýr og 100 kindur. „Síðustu vikur hafa verið lýjandi tími enda hefur álagið verið mikið. Jafnhliða því að sinna búskap höfum við fylgst stöðugt með fréttum af þróun gossins og þurft að bregðast við síbreytilegum aðstæðum af völd- um þess,“ segir Berglind. Hún bætir við að starfsemi í þjón- ustumiðstöð sem starfrækt var í fé- lagsheimilinu Heimalandi hafi verið íbúunum afar mikils virði. Þar hafi fólk getað komið saman, leitað ráða og stappað stálinu hvað í annað þeg- ar á móti blés. Öryggisnetið er þéttriðið „Núna að þessum hamförum af- stöðnum finnst mér standa upp úr hve mikill samtakamáttur fólksins hefur verið. Einnig hefur verið ótrú- legt að finna og upplifa hve þéttriðið öryggisnet samfélagsins er í ham- förum. Viðbrögð við þessari hættu hafa nokkrum sinnum verið æfð og á síðustu vikum hafa lögregla, sveitar- félagið, björgunarsveitir, heilsu- gæslan, Rauði krossinn og fleiri að- ilar verið hér á stöðugri vakt og veitt þjónustu. Fyrir nokkrum dögum sendu Bændasamtökin til dæmis hingað tugi ráðunauta sem heim- sóttu á annað hundrað bæi og veittu bændum góð ráð um hvernig mæta skyldi aðstæðum. Í rauninni var hægt að takast á við eldgosið með áætlunum þar sem hin smæstu atriði voru undir. Fyrir öllu þessu var hugsað í tíma og í raun má segja að þetta sé best skipulagða eldgos sem sögur fara af. Þetta var vel heppnað gos,“ segir Berglind. Samtakamátturinn var mikill Eyfellingar taka lokum eldgossins með fyrirvara Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndinn Aska liggur víða yfir undir Eyjafjöllum og mikið verk er framundan. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi segir upp úr standa hve vel var staðið að hjálparstarfi og í raun hafi þrælsmurð vél björgunarliða hrokkið í gang. MEldgosinu að ljúka »6 Hvernig er eldgosið núna? Gosinu virðist vera að ljúka. Gufumökkur sem nær tveggja kílómetra hæð stendur upp frá gosstöðinni en órói á svæðinu heldur áfram að minnka og er núna nærri því sem hann var fyrir gos. Dregið hefur úr jarð- skjálftavirkni og öskufalls verður hvergi vart. Hvar var öskufallið mest? Í máli manna undir Eyjafjöllum er talað um tvö belti þar sem mest aska féll. Annars vegar gráa beltið undir Vestur- Eyjafjöllum, það er við Núp og Skálabæina svonefndu. Enn meiri aska féll þó á svarta belt- inu undir Austur-Eyjafjöllum sem spannar svæðið frá Steina- bæjunum og austur að Skógum. Hvar fæst aska? Vefverslunin nammi.is selur ösku og hafa á fimmta hundrað krukkur verið sendar til 65 landa. Slysavarnafélagið Lands- björg hefur nú fengið greidda eina milljón króna af sölu- andvirðinu. Hagnaður rennur óskiptur til félagsins. Spurt&Svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.