Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 10
HREYFING OG ÚTIVIST MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Fugla- skoðun Þriðjudagskvöldið 25. maí verður farin fuglaskoðunarferð. Leiðsögumaður er Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður vatnsverndarsvæða. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sjónauka. Mæting er kl. 19:30 við Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal og stendur gangan í rúma tvo tíma. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 05 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þetta kom þannig til að ídesember sameinuðustfjögur fyrirtæki og þaðkrafðist þess að við vær- um í tveimur húsum. Eftir samein- ingu kom í ljós að það var töluvert flakk starfsmanna milli húsa vegna vinnunnar. Ég veit til þess að það var starfsmaður sem hnippti í for- stjórann í matsalnum og stakk þessu að honum. Það var eins og við manninn mælt að hann fór beint í að græja hjól fyrir mann- skapinn og hann lét ekki þar við sitja heldur græjaði merktar regn- hlífar og slár,“ segir Erna Margrét Arnarsdóttir starfsmaður hjá upp- lýsingatæknifyrirtækinu Skýrr. Starfsmenn Skýrr hafa nú að- gang að um tuttugu hjólum til að hjóla á milli þeirra tveggja húsa sem starfsemin er í í Ármúlanum. Aðeins eru um 200 til 300 metrar á milli húsanna að sögn Ernu og því þótti tilvalið að skaffa starfs- mönnum aðgengi að hjólum í stað- in fyrir að þeir væru jafnvel að keyra þennan spotta á milli. „Til að kynna þetta skemmti- lega átak kom forstjórinn hjólandi inn á árshátíðina okkar sem var í janúar og skreytingarnar á árshá- tíðinni voru hjólin,“ segir Erna. Sprækir starfsmenn hjóla á milli bygginga Starfsemi upplýsingatæknifyrirtækisins Skýrr er í tveimur húsum í Ármúlanum. Til að starfsmenn væru ekki að starta bílnum til að fara á milli húsa voru keyptir hjólfákar fyrir starfsmenn sem þeir nota nú óspart til að ferðast á milli bygginga en fyrirtækið leggur áherslu á góða heilsu starfsmanna. Það skiptir miklu máli að halda sér í formi á hvaða aldri sem er. Fyrir þá sem eru orðnir miðaldra eru eftirtalin fimm ráð góð til að halda sér í formi án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. 1. Kayptu tilbúinn heilsusamlegan mat. Þó það virðist vera spreð að kaupa tilbúið salat eru meiri líkur á að þú borðir það en það sem þarf að skera niður þegar þú kemur heim eftir langan vinnudag. 2. Settu hreyfingu inn í dagskrána á hverjum degi og hvikaðu hvergi frá því. Það er alltaf hægt að koma smá hreyfingu fyrir. Svo er upplagt að æfa með öðrum, það hvetur alla áfram. 3. Ekki eyða tíma þínum í kalóríuríkan og vondan mat. Hugsaðu um það sem þú borðar. Þú hefur val. 4. Ekki ferðast án þess að hafa íþróttaföt meðferðis. Það er alltaf möguleiki á að þú komist út að hlaupa eða labba og það gerir ferðina bara ánægjulegri. 5. Vigtaðu þig oft. Rannsóknir sýna að þeir sem vigta sig oftar haldast frekar í kjörþyngd. Vigtin veitir aðhald. Heilsa Reuters Leikfimi Eldriborgarar í Perú gera leikfimisæfingar. Fimm góð og auðveld ráð Morgunblaðið/Eggert Fjallahlaup Það er gefandi og gaman að hlaupa í fallegu fjallaumhverfi eins og þessir hraustu hlauparar gerðu á Landsmóti UMFÍ árið 2004. Hlaupahátíð verður haldin í annað sinn á Vestfjörðum helgina 16. til 18. júlí í sumar. Hátíðin hefst með Ós- hlíðarhlaupinu kl. 20 á föstudags- kvöldinu og þá verða hlaupnir 21,1 km og 10 km. Hlaupið verður með sama sniði og á síðasta ári nema sú nýbreytni verður nú að 10 km hlaup- ið hefst á Óshlíðinni sjálfri í staðinn fyrir í Hnífsdal. Forskráning er hafin í Óshlíðar- hlaupið á vefsíðunni Hlaup.com. Á laugardeginum, 17. júlí, verður 4 km skemmtiskokk og skemmti- dagskrá á Þingeyri ásamt fræðslu og kynningu fyrir hlaupara og aðra gesti. Einnig verður haldin hjólreiða- keppni frá Þingeyri en þar verður hjóluð fjallaleið sem er um 55 km löng. Forskráning í þá keppni hefst fljótlega á Hlaup.com. Á sunnudeginum verður Vestur- gatan hlaupin og er þá hlaupið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Í því hlaupi er hægt að velja milli 12 og 24 km í ægifögru umhverfi. Skráning í það hlaup er hafin. Riddarar Rósu taka þátt „Þetta er í sautjánda skipti sem Óshlíðarhlaupið er haldið. Þátttakan hefur verið mjög góð og það var metþátttaka á síðasta ári en þá var það haldið í fyrsta skipti í tengslum við hlaupahátíðina,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir formaður hlaupa- klúbbsins Riddarar Rósu á Ísafirði. „Óshlíðarhlaupið er venjulegt götu- hlaup og það tóku um 200 manns, sem komu allstaðar að, þátt í því í fyrra. Vesturgatan er mikið erfiðara hlaup,“ bætir hún við. Spurð út í hlaupamenninguna á Ísafirði segir Guðbjörg að það séu um 70 til 80 manns í Riddurum Rósu á Ísafirði og svo sé annar hlaupa- hópur í Bolungarvík með um þrjátíu manns. „Við ætlum að hlaupa öll hlaupin sem eru í boði á Hlaupahátíðinni. Hátíðin er líka haldin í frábæru um- hverfi og þetta eru magnaðar leiðir sem er verið að hlaupa,“ segir Guð- björg. ingveldur@mbl.is Hlaup Skráning er hafin í Hlaupahátíðina á Vestfjörðum 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.