Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Núna þegar Jóna
móðursystir okkar
er fallin frá streyma
fram ljúfar minning-
ar hjá okkur systk-
inunum um Jónu og Palla, eig-
inmann hennar, sem einnig er
látinn. Þau bjuggu öll sín hjú-
skaparár í Skipasundi, Klepps-
holtinu, sem í þá daga var eins og
að komast í sveit fyrir okkur
vesturbæingana. Jóna og Palli
voru einstök. Heimili þeirra hjóna
bar myndarskap þeirra gott vitni.
Jóna var mikil hannyrðakona allt
fram á síðasta dag og liggur mik-
ið verk eftir hana og margir feng-
ið að njóta þess, meðal annarra
við og þykir okkur mjög vænt um
Jóna Ólafsdóttir
✝ Jóna Ólafsdóttirfæddist í Ausu í
Andakílshreppi 26.
október 1917. Hún
lést 3. maí síðastliðinn
á líknardeild Land-
spítalans í Landakoti.
Útför Jónu fór
fram frá Áskirkju í
Reykjavík 11. maí
2010.
það. Alltaf var jafn-
mikil tilhlökkun fyr-
ir okkur systkinin að
fara í Skipasundið.
Þrátt fyrir að oft
væri mannmargt á
heimilinu var ætíð
tekið á móti okkur
með hlýju, hvort
sem við vorum að
koma til skemmri
eða lengri dvalar.
Ævinlega var á boð-
stólum góður matur
og heimabakaðar
kökur. Mikið var
spilað á spil, teflt og
dansað. Jólaboðin heima hjá þeim
eru eftirminnileg og einnig var
mikil tilhlökkun hjá okkur á
hverju ári að fara á jólaball sem
þau buðu okkur á. Þarna eigum
við góðar minningar með frænd-
systkinum okkar í Kleppsholtinu,
þar sem við gátum leikið okkur
um víðan völl. Að eiga minningar
um gott og heiðarlegt fólk eins og
Jónu og Palla er okkur mikils
virði.
Kristín, Ragnheiður,
Bergþór og Anna.
Hinna kynntist ég
eins og svo margir
aðrir í gegnum skóla-
göngu mína við
Grunnskólann á
Siglufirði. Hár og myndarlegur
maður klæddur í rautt vesti og með
bindi, ilmaði vel og með glansandi
hendur, þannig man ég eftir honum.
Betri kennara var ekki hægt að fá,
góðar útskýringar og skilningur á
náminu var það sem ég þurfti.
Skólagöngu minni lauk og ég flutti
Hinrik Karl
Aðalsteinsson
✝ Hinrik Karl Að-alsteinsson fædd-
ist á Siglufirði 2. júlí
1930. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Fjallabyggðar á
Siglufirði 5. maí 2010.
Útför Hinriks fór
fram frá Siglufjarð-
arkirkju 13. maí 2010.
suður svo samskipti
okkar voru ekki mikil
nema þegar ég kom
norður og rakst á
hann á förnum vegi.
Til baka kom ég og
hóf þá störf við
heimaþjónustuna á
Siglufirði, fékk ég
þann heiður að heim-
sækja Hinna reglu-
lega. Samveran og
spjallið sem við áttum
saman yfir kaffiboll-
anum var einstakt,
svo þrifin þau voru jú
bara aukaatriði.
Fjölskyldu Hinna votta ég mína
dýpstu samúð.
Ég kveð þig með þeim orðum
sem ég kvaddi þig með þegar við
hittumst síðast. Farðu vel með þig.
Hvíldu í friði kæri vinur.
Eva Björk Ómarsdóttir.
Martha á Þorvalds-
stöðum hefur kvatt
sína ástvini og sam-
ferðamenn, bundið
sína skóþvengi sem endranær og
haldið út í þessa veröld er hulin er
þögn og fjarlægðin geymir sálu
hvers og eins. Það er óskýranlegt og
órannsakanlegt, hvað við tekur eftir
ferð okkar um veröldina, hvort sem
við tengjumst stóru landflæmi eður
fögrum dal milli fjalla fegurðarinnar.
Útmánuðir þessa árs hafa verið
fremur svalir og þyngsalegir. Þrátt
fyrir það var lund Mörthu glöð og
Martha María
Aðalsteinsdóttir
✝ Martha María Að-alsteinsdóttir
fæddist 5. október
1935 í Reykjavík. Hún
lést á heimili sínu á
Þorvaldsstöðum í
Breiðdal 2. maí sl.
Martha María var
jarðsungin frá Hey-
dalakirkju í Breiðdal
8. maí 2010.
hlý þegar ég hitti hana
í Óskaupi, nema hvað
sjónin var ekki góð en
raddir þekkti hún. Þar
hittumst í síðasta
skipti án þess að grun-
ur væri um hennar
skapadægur. Ekki var
þó útilokað að í þau
styttist hjá Mörthu.
Heilsan verið léleg um
tíma.
Er ég sit hér við
tölvuna, rifjast upp
samræður okkar þeg-
ar við störfuðum um
nokkurra ára skeið við grunnskól-
ann að Staðarborg á sjöunda áratug
síðustu aldar. Þar kom í ljós að kenn-
arinn og matráðskonan áttu sameig-
inlegt áhugamál; bókmenntir. Þar
uppgötvaði ég að húsfreyjan á Þor-
valdsstöðum stóð mér fyllilega á
sporði á þeim vettvangi. Hafði lesið
ógrynni af bókum en fyrst og fremst
fagurbókmenntir, innlendar og
þýddar. Hún hafði lesið talsvert af
erlendum höfundum á frummáli,
einkum norskum, enda starfað í
Noregi einhver ár. Ekki þar með
sagt að við værum ætíð sammála um
gildi höfundanna eða skemmtileg-
heit. Sú umræða fór fram í miklu
jafnvægi og tillitssemi við málefnið.
Þarna, kannski í fyrsta sinn, vissi ég
að hægt var að ræða ágreiningsmál
án ýfinga.
Þetta jafnvægi og látleysi ein-
kenndi mjög daglega breytni
Mörthu. Leið mér ávallt vel í návist
hennar. Hún var oftast létt í máli og
lét innansveitarpólitíkina ekki hafa
áhrif á mál sitt. Kannski gerir maður
sér ekki grein fyrir ýmsum kostum
samferðamannanna fyrr en á
kveðjustund í kirkjunum. Þá opnast
hólf í sálinni sem segir hvaða kosti
manneskjan hafði að geyma. Er það
of seint? Ekki tel ég svo vera en lík-
lega skemmtilegra og alúðlegra að
koma sínu áliti að hjá viðkomandi á
sérstakan og hógværan hátt. Allt
eru þetta spurningar og fortíð, nútíð
og framtíð, einkum hin sálarlegu
samskipti. Ég tel því kunningsskap
okkar hjóna við Mörthu hafa gert líf
okkar betra.
Við samhryggjumst Pétri og son-
um, sem og vinum og vandamönn-
um.
Guðjón og Jóhanna í Mánabergi.
Eftir að Jóhanna
lét formlega af störf-
um á heilsugæslunni
hélt hún áfram að
hjúkra fólki. Hún var
heimilisvinur víða í bænum og
margir eru þakklátir fyrir að hafa
átt hana að á erfiðum stundum. Jó-
hanna var mannvinur, skildi hvað
mannhelgi er og sýndi fólki virð-
ingu og skilning. Hún var hug-
sjónakona og lét uppbyggingu
heilsugæslunnar til sín taka. Hún
beitti sér í sveitarstjórnarmálum
fyrir Alþýðuflokkinn í Keflavík um
árabil og var á framboðslista til
bæjarstjórnar. Hennar helstu bar-
áttumál voru öldrunarmál, heilsu-
gæsla og almennt heilbrigði. Hún
ræddi oft um mikilvægi þess að
fólk héldi reisn sinni allt frá vöggu
til grafar.
Hún var sannkölluð fyrirmynd,
stundaði sjálf útiveru, fór reglulega
í sund og þreyttist seint á að tala
um hollt mataræði og heilbrigða
lífshætti.
Nú þegar við stöndum frammi
fyrir skyndilegu fráfalli elskulegrar
vinkonu okkar minnumst við þess
hvernig hún leiddi okkur saman á
sínum tíma með herkvaðningu til
að bregðast við aðför að æru og
heiðri ástsællar ljósmóður og vin-
konu okkar, Röggu systur Jó-
hönnu, sem starfað hafði um langt
árabil sem ljósmóðir í Keflavík. Við
tókum okkur stöðu með Jóhönnu
og söfnuðum ásamt fleirum 1.100
undirskriftum á tveimur sólar-
hringum, til að andmæla og lýsa
vanþóknun okkar á ráðningarferli
yfirljósmóður við nýja fæðingar-
deild Sjúkrahússins. Herkvaðning
Jóhönnu varð að myndun Huldu-
hersins sem síðar varð að fé-
lagsskap sem við nefndum Áhuga-
félag um heilbrigðismál á
Suðurnesjum.
Um árabil hittumst við reglulega
og lögðum okkar af mörkum til
heilbrigðismála. Með greinaskrifum
og erindum sem við sendum stjórn-
inni töldum við okkur veita nauð-
synlegt aðhald. Með því vildum við
efla notendavitund fólks um opin-
bera heilbrigðisþjónustu. Samstarf
okkar var okkur öllum mjög lær-
Jóhanna
Brynjólfsdóttir
✝ Jóhanna Brynj-ólfsdóttir fæddist
30. júní 1933 á
Sauðárkróki. Hún lést
á Landspítalanum 18.
mars 2010.
Útför Jóhönnu fór
fram í kyrrþey frá
Keflavíkurkirkju
hinn 30. mars 2010.
dómsríkt. Oftar en
ekki sátum við undir
fyrirlestrum Jóhönnu
um stefnumótun og
það sem betur mátti
fara í starfsemi og
stjórn heilbrigðis-
stofnunarinnar sem
hún átti sæti í. Við
vorum í baklandinu.
Slíkur rýnihópur er í
dag talinn mikill
fengur í stjórnun fyr-
irtækja og hins opin-
bera þegar um er að
ræða þjónustu við
fólk.
Það sem í upphafi var sameining-
artákn kvenna sem komu saman til
að styrkja ljósmóður sem okkur
fannst misrétti beitt varð að vin-
áttuböndum. Jóhanna var límið í
hópnum og sá til þess að við hitt-
umst reglulega. Samveran varð að
mannbætandi þverpólitískum fé-
lagsskap hugsjónakvenna sem
komu úr ólíkum áttum, á mismun-
andi aldri en sameinuðust um
mannúðarmál. Sú sjálfsstyrking
sem varð við þessa blöndu er okkur
öllum ómetanleg, víkkaði sjóndeild-
arhringinn og jók borgaravitund
okkar og lífsgæði. Minningin um
Jóhönnu mun lifa með okkur um
aldur og ævi.
F.h. Hulduhersins,
Arndís Tómasdóttir.
Allt frá því ég man fyrst eftir
mér hefur Jóhanna verið hluti af
tilveru minni. Vinskapur var með
henni og foreldrum mínum. Ég var
ekki há í loftinu þegar hún varð
fyrirmynd mín. Svona kona vildi ég
verða. Bjargvættur í hvítum hjúkr-
unarslopp og fá að bera þennan
virðulega hvíta kappa, eins og kór-
ónu sem hún tyllti á hárið með
spennum. Á þeim tíma var kynja-
skiptingin skýr, veröld kvenna og
karla nokkuð aðskilin í daglega líf-
inu og kvenréttindabaráttan ekki
áberandi. Jóhanna var kona í æðra
veldi og hafði vídd og reynslu sem
ekki bar mikið á hjá konunum í
kringum mig sem flestar sinntu
eingöngu heimilisstörfum og barna-
uppeldi enda var hún ekki hús-
móðir þá og átti ekki börn. Jóhanna
bjó í hjúkrunarbústaðnum, var með
bílpróf og ók um á Skóda. Hún
vann á skurðstofunni og hjúkraði
fólki allan sólarhringinn að manni
fannst. Hún var vakin og sofin yfir
heilsu og velferð Suðurnesjabúa og
starfaði á sjúkrahúsinu og síðar
sem hjúkrunarforstjóri á heilsu-
gæslunni. En þótt stjórnun yrði
hennar fag fjarlægðist hún aldrei
þá mannlegu nánd sem hjúkrun er.
Í mínum huga var hún hin eina
sanna Florence Nightingale og
mikill ljósberi. Jóhanna var víðförul
bæði í landfræðilegum skilningi og
andlegum. Hún hafði ung starfað í
Bandaríkjunum og það bætti held-
ur á ljómann sem umlukti hana,
tungumálakunnáttan og frásagnar-
gáfan. Hún tefldi við karlana og
þegar sá gállinn var á henni átti
hún til að sitja í reykmettuðum
karlahópnum, bera höfuðið hátt,
púa vindla eins og þeir og mátaði
þá hvort heldur var á skákborðinu
eða í samræðum. Hún var vel gefin
mannelsk kona, víðlesin og ótrúlega
minnug. Hún gat þulið upp heilu
ljóðabálkana og vitnaði áreynslu-
laust í helstu ritverk eftir íslenska
höfunda jafnt sem erlenda. Hún
var ekki hávær en hafði sérstaka
hástemmda rödd og meira að segja
karlarnir hlustuðu á hana. Þeir
veittu henni öðruvísi athygli og hún
hafði sjálfstraust og sannfæringu
sem ég lærði af. Á unglingsárum
mínum var hún eins og internet eða
alfræðibók um lífið og tilveruna.
Seinna var gott að leita til hennar
með móðurhlutverkið og háskóla-
námið. Hún kom manni á sporið.
Hún hafði þekkingu og mannskiln-
ing sem henni tókst að deila með
öðrum á sinn hátt og það var gott
að setjast í eldhúskrókinn hjá henni
á Mánagötu 5. Hún hafði miklu að
miðla. Við áttum oft langar og inni-
haldsríkar samræður og mér þótti
óendanlega vænt um Jóhönnu.
Ekki er hægt að minnast hennar án
þess að nefna Emmu móður Jó-
hönnu sem er ógleymanleg kona og
dó í hárri elli og systra hennar
Erlu og Röggu ljósmóður sem báð-
ar dóu fyrir aldur fram. Þær stóðu
þétt við hlið Jóhönnu. Minningar
um þessar stóru konur eru mér
kærar og nú þegar Jóhanna mín
kveður svo skyndilega finn ég í
hjarta mínu mikinn söknuð en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa notið
elsku hennar og fengið að læra af
henni. Undir fertugt kynntist Jó-
hanna John, eftirlifandi eiginmanni
sínum, sem er af ítölskum uppruna
og eignaðist Sólveigu og Daníval og
svo ömmustelpurnar Líf og Emmu
sem voru augasteinarnir hennar.
Hugur minn er hjá þeim öllum nú.
Helga Margrét
Guðmundsdóttir.
✝
Faðir minn og bróðir,
BJARNI HELGASON
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Bjarnabæ,
Suðurgötu 38,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 19. maí.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vildu minnast
hans er bent á Slysavarnarfélag Íslands.
Sigurjón Ingiberg Bjarnason,
Helgi Helgason
og aðstandendur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800