Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Dagskrá
1. Fundarsetning
2. „Bankahrunið og lærdómur lífeyrissjóða“
Erindi Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands.
Kaffihlé
3. Almenn ársfundarstörf
4. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
5. Önnur mál löglega upp borin
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar
séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum.
Reykjavík 17. maí 2010
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ársskýrslu, tillögur til samþykktabreytinga og dagskrá fundarins
má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn
fimmtudaginn 27. maí nk., kl. 16:00, á Hilton
Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
ÁRSFUNDUR 2010
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
WWW.GAP.IS
alvöru fjallahjól
VAXTALAUSIR
DAGAR Í GÁP
Komdu til okkar og gerðu góð hjólakaup!
Þú færð draumahjólið þitt hjá okkur og
getur skipt greiðslunni vaxtalaust niður.
markalausu framboði á lánsfé, verður
að vítahring þar sem sífellt þarf að
taka meiri lán til að eiga fyrir daglegri
neyslu að viðbættum vöxtum og af-
borgunum. Skuldir haldi þannig
áfram að aukast þar til einstaklingar
geta ekki staðið undir skuldbinding-
um sínum, sem verður til að bank-
arnir taka líka skell.
„Þannig getum við séð að misstórar
kreppur hafa kerfisbundið átt sér
stað í gegnum söguna,“ segir Miller.
Sú kreppa sem margar þjóðir heims
ganga nú í gegnum er óvenjustór,
sem hann segir skýrast af því hversu
mikla peninga bankar hafa með þess-
um hætti búið til á undanförnum ár-
um.
Árið 2008 bjuggu breskir bankar til
255 milljarða punda með því að lána
út peninga sem ekki var innistæða á
bak við, samkvæmt útreikningum
þeirra. Áratug áður var sama tala 30
til 60 milljarðar á ári en árið 2009 var
hún 79 milljarðar.
Tvær tegundir reikninga
„Það sem við leggjum til er að
bönkum verði bannað að búa til skuld-
ir úr peningum sem eru ekki til, held-
ur verði einungis leyft að lána þá pen-
inga sem þeir raunverulega hafa á
milli handanna,“ segir Miller.
„Við leggjum þannig til að það
verði tvær gerðir reikninga. Annars
vegar færslureikningar sem fólk
geymir laun sín á og notar til dag-
legrar neyslu. Peninginn á þeim
reikningum mættu bankar ekki lána
út.
Hins vegar væru fjárfestingareikn-
ingar, sem fólk getur lagt sparifé sitt
inn á og fengið það ávaxtað. Þann
pening mættu bankarnir lána út, en
aðeins einu sinni hverja innistæðu.“
Verði möguleikar banka til að búa
til peninga takmarkaðir býr það bæði
til svigrúm og þörf fyrir að seðlabank-
ar prenti meiri peninga, segja þeir fé-
lagar. Leggja þeir til að seðlabankar
komi upp risavöxnum reikningum,
sem ríkisstjórnir geti sótt í og dælt út
í hagkerfið, í samræmi við mat seðla-
bankans á þörfinni. Þannig hefðu rík-
isstjórnir aukinn aðgang að fé sem
ekki þyrfti að greiða vexti af.
„Það ætti að vera augljóst, en er
það ekki stjórnmálamönnum, að þú
vinnur ekki bug á skuldavanda með
því að taka fleiri lán – eins og rík-
isstjórnir víða um heim hafa gert til
að bregðast við kreppunni,“ segir
Miller. „Slíkar aðgerðir gætu virkað í
einhvern tíma. En þær eru fjarri því
að vera svar og koma í veg fyrir aðra
kreppu.“
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Sigmundsson
Uppsveitir Árnessýslu
Enn er vorið komið til okkar með
öllum sínum gróandi töfrum og
fuglalífi. Mesti annatími ársins er
hjá bændafólkinu, einkum hjá sauð-
fjárbændum sem leggja nótt við
dag. Ekki er annað vitað en að
sauðburður hafi gengið vel og frjó-
semi ánna sé víðast hvar mikil. En
vorverkin eru af mörgum toga, það
þarf líka að plægja og sá, bera á
áburð og ótal margt fleira.
Mikill annatími er einnig hjá
garðyrkjumönnum sem planta
miklu af grænmetisplöntum í ak-
urlönd sín. Hér eru garðlönd stór
og breiddur er akrýldúkur yfir
plönturnar og hafður í nokkrar vik-
ur. Sáning og útplöntun var nú með
seinna móti vegna jarðklaka.
Lítill áhugi virðist vera á sveit-
arstjórnarkosningunum sem fram
fara um næstu helgi.
Í öllum uppsveitunum fjórum
eru listakosningar en enginn notar
listabókstafi gömlu fjórflokkanna. Í
Grímsnes- og Grafningshreppi eru
boðnir fram C-listi lýðræðissinna og
K-listi óháðra kjósenda. Í Blá-
skógabyggð er kosið um T-lista
tímamóta og Þ-lista áhugafólks um
sveitarstjórnarmál í Bláskóga-
byggð. Í Hrunamannahreppi komu
fram H-listi og Á-listi, ábyrgð –
áhugi – áræðni. Í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi eru þrír listar í boði. E-
listi einingar, K-listi farsælla fram-
fara og N-listi, nýir tímar. Listar A
og L sem voru með meirihluta sam-
einast nú í K-lista.
Á Flúðum var fyrir nokkru opn-
uð verslun sem ber heitið Múrbúð-
in. Hún er í um 190 ferm. húsnæði.
Hjónin Hlín Sigurðardóttir og Jó-
hann Unnar Guðmundsson eiga og
reka verslunina. Vöruval er fjöl-
breytt, þar fæst m.a. mikið af verk-
færum, málningarvörum, baðher-
bergisvörum, og margt sem
hestamenn, frístundahúsaeigendur
og bændur vanhagar um. Þá er þar
einnig til sölu lopi og garn ásamt
hannyrðavörum úr ull. Opið er frá
kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 á
laugardögum.
Í Reykholti í Bláskógabyggð
hefur verið tekið í notkun um 300
ferm. nýtt hús sem ber heitið
Bjarkarhóll. Þar rekur Inga Þyrí
Kjartansdóttir prjónasetur, Garn.is
en hún er með m.a. fjölbreyttar
prjónavörur og garn. Bakaríið
Engla café er undir sama þaki en
það er rekið af Margréti Annie
Guðbergsdóttur. Stefnt er að því að
hafa opið allt árið. Þá er einnig í
húsinu rými fyrir handverks- og
bændamarkaði. Húsið er einkar
smekklegt og sérstakt. Formleg
opnun verður laugardaginn 12. júní.
Bændamarkaður verður rekinn
á Flúðum í sumar eins og í fyrra-
sumar og var markaðurinn opnaður
nú fyrir hvítasunnuna. Kristín
Daníelsdóttir rekur markaðinn. Þar
eru meðal annars á boðstólum fjöl-
margar afurðir úr heimabyggð,
kjötvörur, eldissilungur og heima-
bakað brauð og kökur úr íslensku
byggi, að ógleymdu grænmeti frá
Flúðum.
Ferðaþjónustufólk ber sig vel
þrátt fyrir eldgos og óáran að sögn
Ásborgar Ó. Árþórsdóttur, ferða-
málafulltrúa uppsveita Árnessýslu.
„Það þýðir engin uppgjöf, það verð-
ur að taka því sem að höndum ber,“
segir Ásborg. Það var fjölmargt
fólk gestkomandi hér í Árnessýsl-
unni um hvítasunnuhelgina í góða
veðrinu, sennilega tugir þúsunda,
enda sitthvað um að vera.
Meðal viðburða var hand-
verks- og sögusýning á Hótel Hvítá
við Iðubrú. Einnig sýndu hinir
snjöllu bardagamenn úr víkinga-
sveitinni Rimmugýgur bardagalist
sína á tjaldsvæði við Reykholt. Allir
golfvellir eru komnir í gott horf og
eru mikið sóttir.
Vorið með gróandi töfrum og fuglalífi
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Samhent hjón Hlíf Sigurðardóttir og Jóhann Guðmundsson í nýju búðinni.
Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í
áframhaldandi gæsluvarðhald til 18.
júní að kröfu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu og er það gert á
grundvelli almannahagsmuna. Menn-
irnir eru grunaðir um aðild að inn-
flutningi kókaíns hingað til lands frá
Spáni.
Um er að ræða rúmlega 3 kg af
mjög hreinu kókaíni. Rannsókn máls-
ins miðar vel en í tengslum við hana
hefur verið lagt hald á tæplega átta
milljónir króna í reiðufé og skartgripi
að verðmæti um tvær milljónir. Um-
rædd verðmæti fundust í bankahólf-
um sem tilheyra málsaðilum. Tveir til
viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna
málsins. Mennirnir sex eru á ýmsum
aldri, sá yngsti er
rúmlega tvítugur
en sá elsti á sex-
tugsaldri.
Það eru lög-
regluliðin á höfuð-
borgarsvæðinu og
Suðurnesjum sem
hafa í sameiningu
rannsakað málið
en hafa við það notið aðstoðar emb-
ættis ríkislögreglustjóra, tollyfirvalda
og Europol. Rannsóknin er nokkuð
umfangsmikil en í tengslum við hana
hefur lögreglan framkvæmt allmarg-
ar húsleitir og í þeim hefur verið lagt
hald á umtalsverða fjármuni sem og
skartgripi, eins og að framan greinir.
Áfram í gæslu vegna
smygls á kókaíni
Hald lagt á reiðufé og skartgripi
Fimm erlendir ferðamenn voru
fluttir á sjúkrahús á Akureyri eftir
bílveltu í Ljósavatnsskarði á laug-
ardag. Svo virðist sem ökumaður-
inn hafi misst bílinn út í hægri kant,
sveigt inn á veginn og aftur út af
hægra megin.
Öll fimm sem í bílnum voru fóru á
sjúkrahús á Akureyri, eins og fyrr
segir. Tvær konur voru í bílnum og
fékk önnur höfuðáverka og grunur
var um innvortis meiðsl hjá hinni.
Bíllinn, sem er af gerðinni Sub-
aru Legacy, lenti úti í tiltölulega
sléttu mýrlendi og skemmdist ekki
mikið. Lögreglan á Húsavík taldi að
bíllinn hefði farið eina veltu í mýr-
inni.
Fimm erlendir ferða-
menn í bílveltu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
vann að því í gærkvöldi að slökkva
sinubruna við Ölduselsskóla í
Breiðholti. Kveikt var í á tveimur
stöðum á sama túninu og var tals-
vert verk að slökkva eldinn.
Slökkvilið kom á staðinn um kvöld-
matarleytið og tók hátt í klukku-
tíma að ná tökum á eldinum.
Einnig þurfti slökkviliðið að
slökkva sinubruna fyrir neðan Sel-
ect-stöðina í Suðurfelli en þar var
um minni sinubruna að ræða.
Slökkviliðsmaður sem mbl.is
ræddi við segir þó að áberandi lítið
hafi verið um sinubruna það sem af
sé sumri, miðað við undanfarin ár.
Sinubruni við
Ölduselsskóla