Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 18
18 UmræðanKOSNINGAR 2010
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Ég gef kost á mér til starfa í bæjarstjórn
Akraneskaupstaðar. Fyrir því eru margar
ástæður, en fyrst og fremst finnst mér vænt
um bæinn minn og langar til að leggja mitt af
mörkum til að gera hann enn betri. En það
eru líka fleiri ástæður fyrir framboði mínu.
Margir skoruðu á mig og með framboði mínu
vil ég vil reyna af fremsta megni að breyta
ferli ákvarðanatöku í bæjarmálum. Við verð-
um að tryggja að mál leiði ekki til klofnings í
samfélaginu. Ég vil sérstaklega nefna fyr-
irhugaða einkavæðingu á rekstri Safnasvæð-
isins að Görðum. Það er dæmi um vinnu og
ákvörðun innan bæjarstjórnar sem var algjörlega úr
takti við samfélagið.
Ég hef heyrt frá atvinnurekendum í bænum að þeir
heyri lítið sem ekkert frá bæjarfulltrúum á milli kosn-
inga. Bæjarfulltrúar eiga reglulega að heimsækja fyr-
irtækin og setja sig inn í aðstæður þeirra með formlegum
og skipulögðum hætti.
Mér finnst líka að þegar kreppir að eins og nú eigum
við að gefa hinum almenna bæjarbúa betri aðgang að
vinnu við óhjákvæmilegan niðurskurð. Þetta er auðvelt
að gera með því að boða íbúaþing um sparnað
og niðurskurð og gefa bæjarbúum tækifæri á
að leggja fram hugmyndir sínar.
Íbúaþing, hverfaráð og fleiri þættir geta
nýst bæjarstjórn við stefnumótun og ákvörð-
un t.d. í skipulags-, ferðamanna- og atvinnu-
málum svo eitthvað sé nefnt.
Einnig tel ég skynsamlegt að setja viðmið
t.d. í þá veru að ef að lágmarki 30% bæjarbúa
vill kosningu um ákveðin mál þá fari þau í
íbúakosningu.
Mikilvægt er í stjórnsýslu nútímans að aug-
lýst sé opinberlega eftir bæjarstjóra og hann
ráðinn á faglegum forsendum.
Það er mjög mikilvægt, þegar sýslað er með
fjármuni bæjarbúa, að gerður sé verðsamanburður, út-
boð notuð þegar við á og að leikreglurnar séu skýrar. Það
gengur ekki að breyta leikreglum eftir á til að uppfylla
einhver eftirásjónarmið. Gegnsæi og sú grundvallarregla
að allir sitji við sama borð verður að vera í hávegum höfð.
Fólk í sveitarstjórn fær áhrif til að þjónusta bæjarbúa
– ekki til að ná völdum.
Skagamenn stöndum saman
um ný vinnubrögð
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Ingibjörg
Valdimarsdóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar á Akranesi.
Starf íþrótta- og tómstundafélaganna í
Mosfellsbæ auðgar mannlífið í bænum og er
snar þáttur í menningarlífi íbúanna. D-listinn
vill að bærinn styrki áfram starf félaganna og
væntir mikils af starfi þeirra.
Frístundaávísanir
Öll börn í Mosfellsbæ á aldrinum 6 til 18
ára fá árlega svokallaða frístundaávísun að
upphæð kr. 18.000. Ávísunina nota þau til
þess að greiða fyrir þátttöku í íþrótta- og
tómstundastarfi. Þessar frístundaávísanir
sem voru fyrst sendar til barna í haustbyrjun 2007 hafa
komið sér vel þar sem þær minnka kostnað barnafjöl-
skyldna við þátttöku barnanna í hollri tómstundaiðju.
Reynslan sem hefur fengist af þessari nýbreytni er góð
og því vill D-listinn að haldið verði áfram á sömu braut.
Stuðningur við starf félaganna
Í gildi eru samningar á milli Mosfellsbæjar og íþrótta-
og tómstundafélaga í bæjarfélaginu um fjárhagslegan
stuðning bæjarins við barna- og unglingastarf á vegum
félaganna. Núgildandi samningar, sem færðu félögunum
góða hækkun frá fyrri samningum, renna út
um áramótin og því þarf með haustinu að
hefja undirbúning að gerð nýrra samninga. D-
listinn telur mikilvægt að styðja við starfsemi
félaganna þannig að þau geti áfram boðið upp
á öflugt starf fyrir æsku bæjarins.
Ánægjulegt samstarf
Ánægjulegt samstarf er á milli grunnskól-
anna og íþrótta- og tómstundafélaganna í
bænum til að auðvelda börnum að sinna
áhugamálum sínum áður en of langt er liðið á
daginn og auka þannig gæðatíma fjölskyld-
unnar. Íþróttafjörið sem er í boði fyrir yngstu
börnin í grunnskólunum er gott dæmi um þetta sam-
starf. Í íþrótta- og tómstundafélögum Mosfellsbæjar er
unnið metnaðarfullt og árangursríkt starf sem borið hef-
ur hróður bæjarfélagsins víða. Mosfellingar eru stoltir af
félögunum sínum og því frábæra starfi sem þar er unnið.
Starfsemin er sprottin úr mikilli þörf æskufólks bæj-
arins fyrir þátttöku í því holla starfi sem fram fer á veg-
um félaganna. D-listinn vill að bærinn styðji enn frekar
við þetta góða starf á næstu árum.
Gróskumikið íþrótta- og
tómstundastarf í Mosfellsbæ
Eftir Hafstein Pálsson
Hafsteinn Pálsson
Höfundur er bæjarfulltrúi.
Kjósendur í Kópavogi fengu á dögunum
óvænta gjöf í hendurnar frá bæjarstjórn-
arflokkunum þegar Kórinn var formlega
opnaður. Gjöf þessi, sem er hálfköruð
íþróttahúsviðbygging við knattspyrnuhús í
eigu bæjarins, kostar reyndar litlar 1.600
milljónir og er enn ein birtingarmyndin á
óstjórn og spillingu í bæjarfélaginu. Nú
standa menn frammi fyrir því hvað á að
gera við þessa ókláruðu byggingu og virðast
þó flestir ramba á sömu vanhugsuðu hug-
myndina, af því að hún virkar svo flott sem
kosningaloforð. Sú hugmynd er að þarna
verði framhaldsskóli og reyndar er það arfur af eldri
hugmynd, sem forvígismenn Knattspyrnuakademíunnar
fengu bæjaryfirvöld til að kokgleypa um árið. Mitt í allri
framkvæmdagleðinni týndu menn reglustikunum og
gleymdu því að mannvirki sem þetta þarf mikið af bíla-
stæðum og þau fáu sem voru á teikniborðinu hurfu undir
stækkunarframkvæmd á líkamsræktarstöðinni, sem nú
er sá kumbaldi sem bærinn keypti af fjárglæframönnum.
Íbúar þarna í kring hafa þegar kynnst því bílastæða-
vandamáli þrátt fyrir að starfsemin í húsinu sé
einungis að slíta barnsskónum.
Víkjum aftur að framhaldsskólahugmynd-
inni, en allir Kópavogsbúar sem ekið hafa
framhjá MK á Digranesveginum hafa séð þann
bílafjölda sem fylgir þeirri starfsemi, þó er sá
skóli með gríðarlega stórt bílastæði. Þá er það
spurning um þörfina á skólanum, hvað segja
t.d. forsvarsmenn MK um þessa hugmynd því
að sá skóli er ekki fullnýttur að þeirra sögn og
engin þörf á öðrum skóla! Þá þurfum við að
skoða þróunina í bæjarfélaginu með fjölda
skólabarna á grunnskólastiginu, en nú er unnið
að sameiningu Digranesskóla og Hjallaskóla og
er fækkun í öðrum skólum talsverð. Við hjá
Næstbestaflokknum viljum skoða aðra kosti og þarfari
til að nýta þetta mannvirki, en það snýr frekar að end-
urhæfingu í ætt við Grensás og Reykjalund með aðkomu
lífeyrissjóðanna og ríkis að þeim málaflokki. Þar er þörf
og þetta mannvirki gæti markað þáttaskil í þeim efnum,
rétt eins og aðkoma Næstbestaflokksins að stjórn Kópa-
vogs! X við X á kjördag!
Brynjar Örn Gunnarsson
Brynjar Örn
Gunnarsson
Höfundur skipar 5. sæti hjá Næstbestaflokknum í Kópavogi.
Pólitískur kórsöngur
1100. bæjarstjórn-
arfundur Akraneskaup-
staðar var um margt
sögulegur en ein af-
greiðsla fundarins
stendur þó upp úr fyrir
framtíð Akraness. Til af-
greiðslu var samningur
um aðstöðu fyrir Golf-
klúbbinn Leyni í fyr-
irhuguðu 60 herbergja
hóteli. Ég sem fyrrver-
andi verkefnisstjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar hef fagnað því að fólk
úr öllum flokkum hér á Akranesi
hefur talað hlýlega til ferðaþjónust-
unnar þessar vikurnar og séð tæki-
færi til að byggja upp ferðaþjónustu
á Akranesi. Sú gleði mín varð að
engu þegar ég upplifði enn og aftur
að í málflutningi minnihlutans
reyndist ekki vera nein innistæða,
því þau sögðu öll nei. Falleg orð en
engar efndir, hljómar kunnuglega.
Varla er þetta vondur samningur.
Akraneskaupstaður kaupir 208 fer-
metra húsnæði auk hlutdeildar í
sameign fyrir Golfklúbbinn Leyni
sem verður í eigu Akraneskaup-
staðar. Greiðslufyrirkomulagið verð-
ur með þeim hætti að fyrsta afborg-
un Akraneskaupstaðar verður um
leið og byggingarleyfisgjöld verða
greidd af byggingaraðilanum. Þær
30 milljónir sem eftir
standa verða greiddar upp
á 4 árum, þær afborgarnir
verða ígildi þeirra fast-
eignagjalda sem hóteleig-
andinn þarf að greiða.
Peningar sem annars
myndu ekki koma inn í
bæjarsjóð. Varla vilja
Skagamenn ódýran póli-
tískan áróður í formi þess
að það sé verið að taka 60
milljónir úr velferð-
arkerfinu á Akranesi þeg-
ar staðreyndin er að ekki
er verið að taka peninga úr rekstri
bæjarins. Velferðin er best varin
með því að leita allra leiða til að auka
tekjur í bæjarsjóð og fólk hafi vinnu.
Varla er það trúverðugt í öðru orð-
inu að tala um að efla atvinnu en
þegar tækifæri gefst til þess þá er
sagt nei. Allir flokkar sögðu nei,
nema sjálfstæðismenn. Núverandi
ríkisstjórn hefur unnið gegn
ákveðnum atvinnugreinum s.s hval-
veiðum og vinnu í álverum. Hvort
tveggja hefur skipt miklu í atvinnu
fyrir Akraness. En að bæj-
arfulltrúar þessara flokka sem fylkja
sér undir þessa „atvinnustefnu“
stjórnvalda leggist gegn uppbygg-
ingu í ferðaþjónustu er alveg nýtt.
Eftir Eydísi
Aðalbjörnsdóttur
Eydís
Aðalbjörnsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi á Akranesi
og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins.
Er rauða skjaldborgin
framtíðarsýn
Skagamanna?
Erfitt efnahagslegt
umhverfi einkennir ís-
lenskt samfélag nú um
stundir. Skerðing í þjón-
ustu, atvinnuleysi og
hækkaðir skattar. En
einnig frestun fram-
kvæmda og eðlileg inn-
spýting fjármagns í ný
verkefni. Í þessu um-
hverfi og reyndar al-
mennt skiptir miklu
máli fyrir íbúa að vita og skynja að
stjórnendur bæjarfélagsins þeirra
leggi áherslu á örugga fjár-
málastjórn.
Flest bæjar- og sveitarfélög á Ís-
landi hafa lent í miklum rekstrarerf-
iðleikum vegna þessa ástands. En
einnig vegna mikillar skuldsetningar
á liðnum árum og óhóflegrar bjart-
sýni á uppbyggingu bygging-
arsvæða. Garðabær tók ekki þátt í
þeim leik. Þessi staðfesta og íhalds-
semi í rekstri gerir það að verkum að
höggið, sem mörg bæjarfélög hafa
fengið, hefur ekki verið
jafn þungt á okkur í þessu
árferði. Að sjálfsögðu höf-
um við svo sannarlega
fundið fyrir erfiðleikum en
ekki í þeim mæli sem
margir nágrannar hafa
orðið fyrir. Og við tókum
strax á vandanum með nið-
urskurði á árinu 2009.
Í fjárhagsáætlun bæj-
arins 2010 gerum við ráð
fyrir 7,5% tekjulækkun.
Við höfum lagt upp með að
verja störfin í bænum og
halda þjónustu sem eðlilegastri. Nú
skiptir máli að hafa farið varlega. Nú
skiptir máli að hafa haft lántökur í
lágmarki. Áratugastjórn sjálfstæð-
ismanna í Garðabæ hefur byggst á
öruggri fjármálastjórn, lágum álög-
um og litlum lántökum. Og þannig
verður það áfram fái Sjálfstæð-
isflokkurinn áframhaldandi braut-
argengi í bæjarstjórnarkosning-
unum 2010.
Stöðugleiki í Garðabæ
Eftir Stefán Snæ
Konráðsson
Stefán Snær
Konráðsson
Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ
og formaður Skipulagsnefndar.Sjálfstæðisflokkurinn
í Kópavogi hefur í ít-
arlegri stefnuskrá sinni
lagt áherslu á að skapa
atvinnulífinu nauðsyn-
lega umgjörð, m.a. með
breyttu skipulagi svo
hægt sé að skipuleggja
minni íbúðir, afnámi
gatnagerðargjalda
vegna stækkunar á
eldra húsnæði og fjöl-
breyttum verkefnum í ferðamálum.
Samfylkingin í Kópavogi hefur lagt
fram tillögur í atvinnumálum undir
nafninu „Kópavogsbrú“.
Á þessari brú eru verulegar
þungatakmarkanir en orðaleikurinn
er sá sami og menn þekkja varðandi
„skjaldborg“ Samfylkingar sem eitt
sinn var mikið rædd en aldrei reist. Í
stuttu máli gengur Kópavogsbrú
Samfylkingarinnar út á að bærinn
stofni fyrirtæki og taki lán til að
hjálpa bönkunum að bjarga hálfklár-
uðu húsnæði sem er í eigu eða á
ábyrgð þeirra sjálfra. Fyrirtækið á
svo að leigja út húsnæðið.
Erfitt er að takmarka sig ef benda
skal á allar vitleysurnar varðandi
þessa hugmynd en það nægir fylli-
lega að benda á tvennt:
Bankarnir skiluðu í hagnað
á síðasta ári fjórföldum
tekjum bæjarsjóðs og
þurfa enga hjálp við að
gæta eigna sinna og það er
alls ekki hlutverk bæjarins
að stofna og reka fyrirtæki
til útleigu fasteigna í sam-
keppni við einkaaðila.
Rándýrar sjónvarps-
auglýsingar
Nýleg skoðanakönnun
sem Samfylkingin í Kópa-
vogi lét gera sýnir að tæplega 40%
kjósenda nefna frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins þegar þeir eru
spurðir hver þeir vilji helst að verði
næsti bæjarstjóri í Kópavogi. Nið-
urstaða þessarar skoðanakönnunar
hefur greinilega verið mikið áfall fyr-
ir Samfylkingarfólk í Kópavogi.
Samfylkingin í Kópavogi var fyrst
framboða á landinu til að auglýsa í
sjónvarpi fyrir þessar kosningar og
hefur sett mikla fjármuni í að aug-
lýsa títtnefnda „Kópavogsbrú“. Eitt-
hvað er bogið við það í sjálfu sér en
ég hvet Samfylkinguna endilega til
að halda því áfram.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur skipar 6. sætið á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Skoðanakönnun
og „milljarðabrú“
í Kópavogi
Eftir Karen Elísabetu
Halldórsdóttur
Kosningar
2010
w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r