Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 600 kr. Tilboð Þegar harðnaglinn Bruce Willis fær vitleysing sem félaga neyðist hann til að taka til sinna ráða. Hörku hasargrínmynd með Bruce Willis, Tracy Morgan (30 Rock) og Sean William Scott sem kemur öllum í gott skap.SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd HHHH „Myndin er veisla fyrir augað og brellurnar flottar“ „Fagmannlega unnin – Vel leikin – Skemmtileg – Stendur fullkomlega fyrir sínu“ Þ.Þ. - FBL Frá framleiðanda Pirates of the Caribbean þríleiksins Jerry Bruckheimer kemur ein stærsta bíóupplifun ársins. 600 kr. Tilboð / ÁLFABAKKA PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D -8:30-10:30D -11 10 DIGITAL COP OUT kl. 10:30 14 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30-8-10:30 VIP-LÚXUS OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 5:50 L ROBIN HOOD kl. 8-10:50 12 KICK-ASS kl. 5:50-8 14 IRON MAN 2 kl. 5:20-8-10:40 12 AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 6 L PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D -9-10:30D -11:30 14 IRON MAN 2 kl. 5:30-8-10:30 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D m. ísl. tali kl. 63D L / KRINGLUNNI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir moheidur@gmail.com Blaðakona náði tali af Heru Björk Þórhallsdóttur og Örlygi Smára á milli tannlæknatíma og skyrtu- straus rétt fyrir utanför til Noregs til þess að syngja sig inn í hjörtu allrar Evrópu í hinni margumræddu Evróvisjón. Eðlilega eru þau bæði spennt og hlakka til. Hér eru reynsluboltar á ferð en Örlygur Smári hefur tvisvar áður farið með lag í keppnina, „Tell Me“ árið 2000 og „This Is My Life“ árið 2008. Hera Björk var nálægt því að keppa fyrir hönd Dana í fyrra með lagið „Someday“ og hefur tekið þátt tvisvar áður sem bakradda- söngkona. – Komist þið út, spyr ég tauga- óstyrk vegna náttúruhamfaranna? „Já,“ segir Hera örugg „við kom- umst, hversu lengi við verðum á leiðinni veit ég ekki en við kom- umst.“ – Hvernig hófst samstarfið? „já við unnum sem sagt fyrst saman þegar „This Is My Life“ fór til Bel- grad, og þá var ég bakrödd. En þá kynntust við fyrst af einhverju viti. En samband okkar hófst þegar þú varst að keppa með Telmu í „Tell Me“, því þá var ég kynnir í úrslita- þættinum“ segir Hera Björk við Ör- lyg Smára, skýrri röddu sem nær í gegnum allan skarkalann á kaffi- húsinu. „En fyrir ári síðan fórum við að músísera saman,“ segir Ör- lygur Smári sposkur. Epísk ástarsaga – Viðlagið á frönsku, hvers vegna? spyr dóttir frönskukennar- anna. „Af því þetta er málsháttur, orða- tiltæki í Bretlandi sem hljóðar svo: „There’s a certain je ne sais quoi about you!“ Þetta þýðir að það er eitthvað við þig sem ég get ekki út- skýrt“ Örlygur Smári bætir við „Við heyrðum þetta í einhverjum sjón- varpsþætti og féllum fyrir þessu.“ „Þetta segir allt,“ segir Hera Björk. „Textinn er epísk ástarsaga, um ástina í öllum sínum birting- armyndum. Þú labbar út í búð og sérð skópar sem þú fellur í stafi yfir og getur ekki hætt að hugsa um. Eins þegar þú hittir vini þína, þú nærð sambandi við suma en ekki aðra og það er þetta je ne sais quoi.“ – En voruð þið í frönsku í menntó? Jájájá, segja þau bæði í kór. „Ég bjó meira að segja í Frakklandi“ segir Örlygur Smári, „einn vetur í París.“ „Ég hef líka verið mjög mikið í París og á skipti- nema-fjölskyldu í nágrenni borgar- innar.“ „Ég lærði frönsku hjá Ás- geiri í FB sem kenndi mér að segja „un“ en ekki „ön“, þannig ég bý að þessu nefenni,“ segir Hera Björk kankvís. Í vígahug – Hvernig á ykkur eftir að ganga? Mjög vel segja þau bæði og Ör- lygur Smári ítrekar „Við erum í vígahug en auðvitað á þetta líka bara að vera skemmtilegt og þjóð- inni til sóma.“ „Þetta snýst um að standa sig vel, vera ánægður með sitt framlag. Við ráðum engu um það hvað verður svo. Það er bara gleðin, fyrst og fremst, sem verður að skína í gegn,“ segir Hera og enn fremur: „Það á að hafa gaman að þessu, fyrir allan peninginn og með allt hjartað á sviðinu. Ef við náum því, þá heillast fólk með manni og við gætum endað á toppnum.“ –Hverjir eru helstu keppinaut- arnir? Snýst um að standa sig vel Evróvisjón Lagasmiðurinn, Örlygur Smári og söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verða fulltrúar Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ósló í kvöld. Hera Björk Þórhalls- dóttir og Örlygur Smári verða í Evró- visjónsviðsljósinu í Ósló í kvöld þegar þau slútta keppni kvöldsins með laginu Je ne sais quoi. Þau voru glaðbeitt við förina utan og vel undir keppnina búin. Reuters Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.