Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óstaðfestar fréttir í gærkvöldi bentu til að mannfall hefði orðið í áhlaupi hers og lögreglu á Jamaíku á vígi fylgismanna glæpaforingja í fátækra- hverfi höfuðborgarinnar Kingston. Styrjaldarástand er í hverfinu eftir að upp úr sauð í kjölfar þess að stjórnvöld ákváðu að framselja eitur- lyfjabaróninn Christopher „Dudus“ Coke til Bandaríkjanna. Glæpagengi á bandi Coke brugð- ust við með árásum á lögreglumenn um helgina með þeim afleiðingum að tveir laganna verðir lágu í valnum. Stjórnvöld biðu þá ekki boðanna heldur lýstu yfir neyðarástandi í tveimur borgarhlutum höfuðstaðar- ins Kingston, St. Andrew og West Kingston, á sunnudagskvöld, en í þeim síðarnefnda er að finna fátækra- hverfið Tivoli Gardens. Gera hverfið að vígi sínu Hverfið minnir nú á allt annað en skemmtigarð því glæpagengi á bandi Coke hafa reist þar vegatálma til að torvelda her og lögreglu aðgang að svæðinu þar sem glæpaforinginn er talinn hafast við ásamt vopnuðu liði. Skotið var á lögreglu er hún reyndi að ryðja tálmunum úr vegi í gær. Það var víðar róstusamt á eyj- unni, fv. nýlendu Breta, í gær því í um 20 mín. akstursfjarlægð frá höfuð- borginni, nánar tiltekið í bænum Spanish Town, lokaði glæpalýður fjöl- förnum vegi og brú sem tengir borg- ina Montego Bay við Kingston. Nokkuð bar á gripdeildum í Kingston en óeirðaseggir kveiktu m.a. í yfirgefinni lögreglustöð þegar lögregla lagði á flótta á sunnudag. Bendlaður við hrinu morða Glæpaforinginn Coke er eftir- lýstur í Bandaríkjunum vegna gruns um stórfelld fíkniefnabrot, einkum og sér í lagi dreifingu kókaíns, „krakks“ og marijúana, á markað í New York, og aðild að tugum, ef ekki hundruðum morða í kókaínstríðinu svokallaða á eyjunni á níunda áratug síðustu aldar. Coke á sér marga fylgismenn og það virkaði því eins og olía á eldinn þegar Bruce Golding, forsætisráð- herra Jamaíku, skýrði frá því í síðustu viku að til stæði að framselja Coke. Stjórnvöld á Jamaíku höfðu áður hafnað slíkri framsalsbeiðni og þótti í kjölfarið gæta nokkurs kulda í sam- skiptunum við Bandaríkin. Coke segist ekki munu gefa sig fram en hann lýsir sér sem leiðtoga hreysabyggðarinnar í Tivoli Gardens. Reuters Girt af Fylgismenn Coke reistu vegatálma í fátækrahverfinu. Neyðarástand í höfuðborg Jamaíku  Fátækrahverfi þar sem eiturlyfjabarón er talinn leynast lokað af  Upp úr sauð þegar ákveðið var að framselja hann 5 km * Klukkan 18.00 að íslenskum tíma. NEYÐARÁSTAND Á JAMAÍKU BANDARÍKIN JAMAÍKA J A M A Í K A Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 18.00 að staðartíma á sunnudag* St. Andrew Kingston Kar íbahafið Tivoli Gardens Farartálmum var komið fyrir í fátækrahverfinu þar sem eiturlyfjabaróninn var talinn hafast við í fylgsni sínu. Stjórnvöld í Suð- ur-Kóreu hafa lokað fyrir öll við- skipti við Norður- Kóreu eftir að spennan í her- skipadeilunni stigmagnaðist um helgina. Lee Myung- bak, forseti Suð- ur-Kóreu, greindi frá þessu í ávarpi í gær þar sem hann tilkynnti meðal annars að hafið yrði áróðursstríð gegn N-Kóreu með útsendingum ætluðum hermönnum grannríkisins. Stórnmálaskýrendur segja skref- ið ganga stríðsyfirlýsingu næst en til marks um alvöru bannsins fara um 14,5% af viðskiptum Norður-Kóreu fram við nágrannann í suðri. Bannið yrði því þungt högg fyrir veikburða hagkerfi einræðisríkisins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Peking en þar sagði hún S-Kóreu hafa fullan stuðning stjórn- ar Baracks Obama forseta. Þá íhuga Japanar að beita viðskiptaþving- unum gegn Norður-Kóreu í sam- vinnu við Bandaríkin. Undirbúa heræfingar Bandaríkin hafa herstöð í Suður- Kóreu og undirbúa nú sameigin- legar heræfingar með sjóher lands- ins í „náinni framtíð“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Eins og vænta má er dregin upp allt önnur mynd af rás atburða í norðurkóreskum ríkisfjölmiðlum en þar er rannsókn á tildrögum þess að herskipið Cheonan sökk lýst sem „óþolandi“ og „alvarlegri ögrun“. Kínastjórn er helsti bandamaður Norður-Kóreu en hún hefur staðið á hliðarlínunni og hvatt til stillingar. Loka á N-Kóreu  Suður-Kórea hættir öllum viðskiptum við granna sinn  Japanar íhuga refsiaðgerðir  Bandaríkin senda kafbáta KAFBÁTAFLOTI NORÐUR-KÓREU Fram kemur í rannsókn suðurkóreskra embættismanna að nokkrir kafbátar og móðurskip sem stýrði för hafi látið úr höfn í Norður-Kóreu 2-3 dögum fyrir árásina og hafi svo snúið aftur til hafnar 2-3 dögum eftir hana. KAFBÁTAR Gerð Fjöldi Áhöfn Tundurskeyti MINNI KAFBÁTAR Romeo Whiskey 22 4 51 54 53cm, 8 skotraufar 53cm, 6 skotraufar SSC Sang-O SSI 26 45 19 45 53cm, 4 skotraufar - CHS-02D TORPEDO Brot úr tundurskeyti sem sjóher Norður-Kóreu notar jafnan fundust á hafsbotni þar sem suðurkóreska herskipinu var sökkt, að því er fullvíst þykir. Merkingar með kóresku letri á brotunum sem fundust eru sagðar í samræmi við brot sem hafa áður fundist á norðurkóresku tundurskeyti. Skemmdir á Cheonan benda til að það hafi orðið fyrir höggbylgju af völdum tundurskeytis af sambærilegri gerð. Þvermál: 53 cm Þyngd: 1,7 tonn Þyngd sprengjuhleðslu: 250 kg Skrúfumótor Öxull Aftari hluti drifbúnaðar Skrúfa Brot sem fundust SUÐURKÓRESKU HERSKIPI ER SÖKKT Heimildir: Reuters, vefsíðurnar Globalsecurity.org og Freerepublic.com og fréttaskeyti Sannanir Suður-Kóreu fyrir því að Norður-Kórea sökkti herskipinu Cheonan Lee Myung-bak Verulega dró úr barnadauða hjá börnum sem eru yngri en 5 ára á tímabilinu 1990 til 2010 en á fyrra árinu létust 11,9 milljónir barna á þessum aldri en 7,7 milljónir síðara árið, þrátt fyrir mikla fjölgun jarð- arbúa á áratugunum tveimur. Minnkunin er meiri en ráð var fyrir gert að því er fram kemur í nýrri rannsókn stofnunarinnar Institute for Health Metrics and Evaluation, rannsóknarstofnunar við University of Washington. Árið 1990 voru jarðarbúar um 5,3 milljarðar en til samanburðar er nú talið að þeir nálgist 6,9 millj- arða. Mismunurinn er 1.600 millj- ónir manna, ríflega fimmfaldur íbúafjöldi Bandaríkjanna. Barnadauði minnkar á öllum heimssvæðum og samanlagt um 35% miðað við árið 1990. 0.0 BARNADAUÐI Í HEIMINUM * Heimild: The Institute for Health Metrics and Evaluation. IHME er rannsóknarsetur við University of Washington. SAF er skammstöfun fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á hvert þúsund Minnkun á tímabilinu 1990-2010 í % Mestu framfarirnar Minnstu framfarirnar 150 og upp úr 100 til 149 50 til 99 25 til 49 15 til 24 10 til 14 5 til 9 4 til 5 Færri en 4 0 2 4 6 8 10 12 Tékkland Egyptaland Srí Lanka Víetnam Túrkmenistan Óman Portúgal Kýpur SAF Maldíveyjar -2 -1 0 1 2 3 Svasíland Antígva og Barbúda Lesótó Miðbaugs-Gínea Kongó Simbabve Grenada Botsvana Suður-Afríka Trínidad og Tóbagó Barnadauði hjá börnum undir 5 ára aldri 2010* Tíðni barnadauða dregst saman hraðar en spáð var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.