Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 ✝ Gunnar Geirssonfæddist í Reykja- vík þann 18. desember 1934. Hann lést þann 14. maí sl. á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Foreldrar hans voru Geir Benedikt Benediktsson, f. 16.5. 1897, d. 13.4. 1983 og Sigríður Guðríður Gottskálksdóttir, f. 29.10. 1897, d. 28.11. 1947. Bræður Gunn- ars eru Oddur pípu- lagningameistari, f. 10.5. 1921 gift- ur Margréti Einarsdóttur, f. 6.8. 1925 en þau eiga 5 börn og Benedikt Jón pípulagningameistari, f. 21.5. 1924, d. 24.7. 1998 en kona hans var Brynhildur Pálsdóttir, f. 28.8. 1937, d. 8.4. 2010 og eignuðust þau 4 dæt- ur. Árið 1955 kvæntist Gunnar Jónu Kristínu Haraldsdóttur, f. 19.10. 1937, d. 25.4. 2000. Gunnar og Jóna skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigríður kennari, f. 5.4. 1955, maki Stefán Hallgrímsson vélfræðingur, f. 18.3. 1959. Börn þeirra eru Hallgrímur Sambhu, f. 9.12. 1996 og Laufey Ip- sita, f. 11.2. 1999. 2) Haraldur við- skiptafr., f. 20.9. 1960, maki Ingi- 1934, d. 10.2. 2010, Edda hjúkr- unarfr., f. 11.8. 1945, d. 4.10. 2009 og Jens Pétur viðskiptafr., f. 22.2. 1949. Sonur Gunnars og Jytte er Björn Hjaltested Gunnarsson við- skiptafr., f. 1.12. 1971, maki Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir, stjórn- málafr. og heildsali, f. 10.3. 1977. Börn þeirra eru Grethe María, f. 13.11. 2000, og Aðalsteinn Karl, f. 19.10. 2006. Gunnar og Jytte bjuggu um 30 ára skeið að Heiðargerði 120 í Reykjavík, en fluttu árið 2007 í Sól- tún 9. Eftir að Gunnar lauk sveins- prófi í pípulögnum fór hann til há- skólanáms í Svíþjóð, og lauk BS-prófi í véltæknifræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi ár- ið 1964. Að námi loknu hóf hann störf hjá verkfræðistofunni Fjar- hitun og starfaði þar í nokkur ár þar til hann stofnaði Hitatæki hf. ásamt fleirum þar sem hann var framkvæmdastjóri. Hann hóf aftur störf hjá Fjarhitun árið 1981 og starfaði þar allt til dauðadags. Sér- fræðigrein Gunnars var hönnun loftræsti- og pípulagningakerfa. Verkefni hans á þessu sviði skipta tugum, m.a. Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Perlan og Smáralindin. Gunnar var félagi í Frímúrararegl- unni og tilheyrði stúkunni Eddu. Útför Gunnars fer fram frá Dómskirkjunni í dag, þriðjudaginn 25. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. björg Gísladóttir mannauðsráðgjafi, f. 10.9. 1963. Synir þeirra eru Ingvar, f. 30.10. 1991 og Sig- urður Þór, f. 2.2. 1995. Gunnar kvæntist árið 1967 Margréti Dóru Guðmundsdóttur, f. 1.10. 1941. Gunnar og Dóra skildu. Börn þeirra eru: 1) Hildur sjúkraliði, f. 26.9. 1965, maki Ásgeir Valur Snorrason hjúkrunarfr., f. 28.12. 1961. Dætur þeirra eru Þorbjörg, f. 22.11. 1990, Dagný, f. 3.8. 1996 og Anna Lilja, f. 16.9. 2002. 2) Guð- mundur Gunnarsson bifreiðasmið- ur, f. 24.7. 1967. Synir hans og fyrr- verandi maka, Ingifríðar Rögnu Skúladóttur, f. 4.10. 1967, eru Guð- mundur Dór, f. 16.9. 1991, Einar Kristján, f. 16.9. 1991 og Hrafnkell Skúli, f. 9.9. 1995. Þann 19. júní 1971 giftist Gunnar eftirlifandi eig- inkonu sinni Jytte Hjaltested, fv. flugfreyju, f. 5.5. 1941. Foreldrar Jytte eru Björn Hjaltested, f. 9. 12. 1905, d. 20.4. 1980, og Grethe Hjaltested, f. 11.11. 1916. Systkini Jytte eru Walter kaupmaður, f. 14.3. Ástkær faðir minn er skyndilega fallinn frá. Margar minningar renna í gegnum hugann sem mað- ur vill varðveita um góðan og hlýj- an föður. Pabbi þurfti að hafa fyrir lífinu. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur og eftir það hafði faðir hans lítil afskipti af honum. Tólf ára gamall missti hann móður sína. Við tóku ár þar sem hann þurfti að leggja hart að sér. Hann þurfti að hverfa frá námi í fram- haldsskóla vegna fjárskorts, en lærði síðan pípulagningar fyrir til- stuðlan bræðra sinna. Þrátt fyrir að vera kominn með fjölskyldu, tvö börn og lítil fjárráð tók hann þá ákvörðun að fara til Svíþjóðar í há- skólanám og lauk hann námi í vél- tæknifræði með fyrstu einkunn. Að námi loknu var hann skuldum vaf- inn en með dugnaði tókst honum að greiða þær. Pabbi var heimakær, mikill lestrarhestur, heimsborgari og fag- maður í sinni starfsgrein. Hann var fljótur að grípa lesefni þegar tækifæri gafst og stríddum við honum á því að hann læsi prjóna- uppskriftir ef annað væri ekki í boði. Þegar hann var fárveikur á gjörgæslu þá vildi hann fá bókina sem hann var að lesa á spítalann og góðan stól til að sitja í. Ekki er hægt að skilja við pabba án þess að nefna eldamennskuna sem hann hafði sérstaka ánægju af. Hins vegar var ekki hægt að fá uppskriftir hjá honum þar sem hann sagðist aldrei nota matarupp- skriftir. Eftir að pabbi og Jutta kynntust höfðu þau tækifæri til að ferðast víða um heim. Flugfreyjan hún Jutta mátti hafa sig alla við að halda aftur af honum við skipu- lagningu ferða um heiminn. Hann var alltaf tilbúinn að stökkva upp í flugvél og ferðast um heiminn til að kynnast nýjum menningarheim- um og matargerð. Fyrir nokkrum vikum sagði hann að núna stæði til að fara að ferðast fyrir alvöru, því nú hefðu þau tíma til þess. Minn- ingarnar um fyrstu ferðir okkar til New York verða mér ógleyman- legar þar sem ég fékk kennslu- stund í hvernig eigi að velja góða ameríska nautasteik. Einnig er ferðalagið til Havaí með Juttu og Bjössa bróður sterkt í minning- unni, enda mikil ævintýraferð. Í starfi sínu við hönnun og frá- gang á teikningum vegna loftræsti- og pípulagningakerfa var hann fag- maður. Til að skila góðu verki sat hann oft klukkustundum saman yf- ir teikningum þar sem hvert smá- atriði var vandlega yfirfarið. Nokkrar af þeim húsbyggingum sem hann hefur komið að við hönn- un og voru honum mjög hugleiknar og talaði hann um þær af stolti, s.s. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Perl- una í Öskjuhlíð og Smáralind. Einnig var Landspítalinn í Foss- vogi honum kær þar sem hann hafði unnið sem pípulagningamað- ur og síðar komið að hönnun og margvíslegum breytingum á loft- ræsti- og pípulagnakerfi spítalans. Hann hélt áfram að vinna vel fram yfir hefðbundinn eftirlaunaaldur og fannst honum mikils virði að Fjarhitun og síðan Verkís hefði áfram óskað eftir starfskröftum hans við ýmis verkefni. Með þessum orðum kveð ég þig, pabbi, en þín verður sárt saknað, en minningin um hlýjan og góðan mann mun lifa með mér. Haraldur. Elskulegur tengdafaðir minn hefur kvatt allt of fljótt. Ég kynnt- ist Gunnari vorið 1999 þegar við Bjössi byrjuðum saman. Þegar ég horfi til baka og rifja upp gamlar minningar þá hugsa ég fyrst og fremst um þvílíkt ljúfmenni hann var. Gunnar var þægilegur og hlýr í samskiptum og með góða nær- veru. Eftir að börn okkar, Grethe María og Aðalsteinn Karl, fæddust urðu samskiptin okkar á milli enn meiri og við kynntumst nánar. Gunnar og Grethe María urðu strax afar miklir vinir. Afi Gunni var alltaf tilbúinn að hjálpa til með litlu Grethuna okkar, hvort sem það var að sækja hana í leikskól- ann, leyfa henni að gista, gefa henni að borða eða hvað sem var. Gunnar sýndi Grethe Maríu alltaf mikla athygli og áhuga enda var hún ofsalega hrifin af afa sínum. Endalaust gat hann setið og lesið bækur fyrir hana, farið út í búð með henni og keypt uppáhalds- matinn hennar eða bara leikið við hana. Grethe María mun sakna afa síns mikið, henni þótti fátt skemmtilegra en að vera hjá afa sínum og ömmu og mun hún án efa reyna að passa vel upp á ömmu Jyttu fyrir afa sinn. Einnig voru þeir Alli litli góðir vinir og áttu þeir margar góðar stundir saman þrátt fyrir ungan aldur Alla Kalla. Gunnar var frábær kokkur og eldaði hann ýmiss konar rétti sem urðu síðar uppáhaldsréttir okkar fjölskyldunnar. Bestu steikur sem ég hef fengið fékk ég hjá honum og allir fiskréttirnir voru frábærir. Sumarið 2008 fórum við saman í mjög skemmtilegt sumarfrí og varðveitum við þær minningar vel. Þar vorum við öll saman, Gunnar, Jytta, börnin og foreldrar mínir í Baden Baden í Þýskalandi og átt- um yndislegar stundir. Þessar sem og aðrar góðar minningar munum við varðveita í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þetta er mikil sorgarstund að kveðja eins góðan tengdaföður og afa og Gunnar var. Ég og Grethe María vonum að við getum veitt Jyttu og öðrum nákomnum styrk og hlýju á þessari erfiðisstundu. Með þessu ljóði langar okkur Grethu Maríu að kveðja elskulegan tengdaföður og afa: Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Hildur Sesselja Að- alsteinsdóttir og Grethe María Björnsdóttir. Ég kynntist Gunnari, kærum tengdaföður mínum, fyrir hátt í 30 árum þegar ég fór að vera með syni hans, Haraldi. Þá bjó Gunnar ásamt konu sinni, Jytte Hjaltested, og syni þeirra, Birni, í Heiðargerði 120 þar sem þau áttu einstaklega fallegt heimili. Jutta starfaði alla sína starfsævi sem flugfreyja og var lífsstíll þeirra hjóna framandi fyrir mig á þeim tíma. Þau hjón fóru í tíðar ferðir til útlanda sem Gunnar skipulagði og fór hann gjarnan með í „stoppin“ þegar Jutta var að fljúga. Það var mikið lagt upp úr mat og drykk og var Gunnar mikill ástríðukokkur og hráefnið sem hann notaði var oft keypt á framandi slóðum. Ég naut þeirra forréttinda að vera boðið þangað í mat, en það sem meira var, þá kenndi hann mér að búa til nokkra úrvalsrétti, þar á meðal piparsteikina góðu og humar í saffransósu. Gunnar var alltaf með einhverja ferð á prjónunum og skömmu áður en hann veiktist var hann að tala um að næst skyldu þau fara til Maldív-eyja í Indlandshafi. Gunnar var mikill bókaunnandi, var alltaf með bók í hönd; ef ekki skáldsögu, þá ferðahandbók. Veisl- urnar í Heiðargerðinu eru líka minnisstæðar, en Gunnar og Jutta áttu stóran og traustan vinahóp og var létt yfir fólki og mikið hlegið. Það var allt eitthvað svo einfalt í kringum Gunnar. Áhugamálin voru bækur, matargerð, ferðalög og vinnan hans. Starfið veitti honum mikla ánægju og naut hann þess að takast á við ný og krefjandi verkefni. Hann var augljóslega mikill fagmaður og vel metinn í starfi og sinnti verkefnum fram á síðasta dag þó hann ætti fyrir löngu að vera hættur sökum ald- urs. Gunnar var þægilegur maður í umgengni, léttur í lund og hafði góða nærveru. Hann var sjálfum sér nógur og gerði litlar kröfur til annarra. Mér leið alltaf vel í návist Gunnars og vil ég nú að leiðarlok- um þakka fyrir okkar góðu kynni, hlýjuna og hvatninguna sem ég hef notið af hans hálfu. Einnig vil ég þakka honum fyrir að hafa verið góður afi drengjanna okkar Har- aldar. Síðastliðið haust skrifaði sonur okkar viðtalsritgerð við afa sinn og höfðu þeir báðir gaman af. Þar kom fram að Gunnar fékk sinn skammt af erfiðleikum í uppvext- inum og þurfti að hafa fyrir lífinu. En hann var þrautseigur og komst þangað sem hann ætlaði sér, einn- ig kom fram hvað Gunnar var hamingjusamur og hann sagði að heppnin hefði elt sig á röndum undanfarin ár. Jutta og Gunnar voru mjög sam- rýnd hjón og áttu kærleiksríkt hjónaband til 40 ára. Andlát Gunn- ars bar brátt að. Hann hafði tveim- ur vikum fyrir andlátið greinst með krabbamein í lunga. Meinið var talið viðráðanlegt og skyldi fjarlægt með skurðaðgerð. Til þess kom þó aldrei. Hann var lagður inn á bráðamóttöku Landspítalans og lést á gjörgæsludeildinni 10 dögum síðar. Á spítalanum gerðu læknar og hjúkrunarfólk allt sem í þeirra valdi stóð og Jutta sat hjá honum og hlúði að sem og börnin hans fimm og tengdabörn. Missir Juttu og söknuður er mikill nú þegar Gunnar var svo fyrirvaralítið kallaður á brott. Guð veiti henni styrk sem og systk- inunum fimm, tengdamóður, barnabörnum og ástvinum öllum. Ingibjörg Gísladóttir. „Treystir þú þér til að vinna þetta verkefni?“ spurði ég og Gunnar svaraði að það væri ekkert mál. Gunnar lauk við þetta síðasta verkefni sitt á verkfræðistofunni á fimmtudegi, sama dag og hann fékk að heyra þá niðurstöðu úr sjúkdómsgreiningu að hann væri með illkynja æxli í lunga. Gunnar tókst á við þessi tíðindi af æðru- leysi. Helgin var framundan og þau Jutta ákváðu að njóta veð- urblíðunnar í göngutúrum og hug- leiða framtíðina. Aðfaranótt mánu- dags ágerðist lungnabólga sem haldist hafði niðri með lyfjakúr. Gunnar lagðist inn á spítala og átti ekki afturkvæmt. Gunnar vann til síðasta dags. Síðustu árin, þ.e. síðan hann fyllti sjöunda áratuginn, var hann laus- ráðinn en fékk lítinn frið fyrir okk- ur á verkfræðistofunni, sem sífellt kölluðum hann til starfa. Gunnar var laginn við flóknu loftræsikerf- in. Eitt af þeim er í Leifsstöð, en þar standa nú yfir endurbætur á hluta neðri hæðar. Það var ekki á færi hvers sem er að setja sig inn í flækjurnar í loftunum þar, en Gunnar vílaði ekki fyrir sér að tak- ast á við þær. Hann fann alltaf bestu lausnina. Gunnar var síðasti starfsmaður verkfræðistofunnar sem notaði teikniborð. Þegar hann byrjaði á nýju verkefni sat hann og skipu- lagði í huganum fyrir framan teikniborðið um stund. Fyrsta strikið sem kom úr blýantinum kom á réttan stað á blaðið og síðan næsta, þar til á endanum var kom- in flókin kerfismynd af nýju loft- ræsikerfi. Hann notaði sjaldan strokleður, eða „undo“ eins og við hin sem teiknum á tölvur. Eftir Gunnar liggja verk í stórum og oft óhefðbundnum byggingum. Færni hans kom best í ljós í Perlunni þar sem hann galdraði fram lausnir sem skila árangri án þess að nokk- ur verði þeirra var. Ekki er auð- velt að eiga við mikið sólarálag annars vegar og útgeislun út í kaldan himingeiminn á síðkvöldi hins vegar, undir glerkúpli veit- ingahússins á 5. hæð. Við Gunnar sögðum frá hita- og loftræsikerfi Perlunnar á alþjóðlegri ráðstefnu, Roomvent, í Álaborg árið 1992. Að lokinni ráðstefnunni áttum við þess kost að ferðast um norðurströnd Jótlands ásamt mökum. Fengum lánað hús í Hirtshals yfir helgi þar sem Gunnar hélt okkur veislu, nautasteik með heimagerðri ber- naise-sósu. Það var alltaf notalegt að vera með Gunnari og Juttu og alltaf stutt í húmorinn, stundum gráglettinn þegar sá gállinn var á þeim. Verk Gunnars eru mun fleiri en í Perlunni og Leifsstöð, t.d. tókst hann á við Vetrargarðinn í Smára- lind og ýmsar verslanir þar. Hann kom einnig að frágangi á loftræsi- kerfum í Kringlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur, hannaði loftræsikerfi í Þjóðmenningarhúsið, Sjávarút- vegshúsið, Listasafn Reykjavíkur, íþróttahús, skóla og fleiri stórbygg- ingar. Gunnar starfaði hjá verk- fræðistofunni Fjarhitun frá 1964 til 1971 og síðan aftur frá 1986 til dauðadags, síðustu tvö árin undir nafni Verkís, sem varð til úr Fjar- hitun og fjórum öðrum verkfræði- stofum árið 2008. Ég þakka Gunn- ari langt, farsælt og skemmtileg samstarf og ánægulega samfylgd og votta Juttu og fjölskyldu Gunn- ars innilega samúð. Oddur B. Björnsson. Enn er höggvið stórt skarð í vinahópinn „Þorrablótshópinn“. Gunnar lést hinn 14. maí sl. Hann var sá maður er ekki hefði viljað neinar lofgreinar en samt er ekki hægt annað en að minnast hans með nokkrum orðum. Ég þekkti ekki Gunnar fyrr en Jytte, æskuvinkona mín, og hann fóru að vera saman fyrir rúmlega 40 árum, en Bjössi og hann þekkt- ust og höfðu brallað margt saman á árum áður. Okkur vinkonunum þótti Gunnar aðeins of gamall fyrir Jytte en að- eins voru sjö ár á milli. En Jytte mín, betri lífsförunaut hefðir þú ekki getað valið þér, hann var stoð og styrkur fyrir þig og alla tíð hafið þið verið mjög samrýnd í einu og öllu. Í Grænuhlíð var miðstöð „Gleð- skapar“. Ég hefði aldrei getað talið upp þau boð sem voru þar fyrir all- an vinahópinn, það voru allir vel- komnir, ungir sem gamlir. Og stundirnar voru ógleymanlegar, Gunnari þótti gaman að elda og var frábær kokkur, enda gott fyrir Jytte er hún kom heim, þreytt eftir flugið. Margar ferðir voru farnar sam- an. Ein ferðin var að þau buðu okk- ur Bjössa um verslunarmannahelgi í Húsafell fyrir rétt þremur árum. Um kvöldið var farið í Borgarnes að sjá leikþáttinn Skallagrímur og keyrt var um sveitina, skálað og haldið heim að sofa. Næsta morgun vaknaði ég snemma og fór að taka til, þvo glös og hreinsa. Vöknuðu nú hjónin í morgunmat, þá fór Gunnar að leita að heyrnartæki sínu sem fannst hvergi. Ég spurði Jytte hvernig það liti út, hún svar- aði: Það er hart eins og kúla og húðlitað líkt og tyggjó. Bregður mér nú því ég hafði hent tyggjói að ég hélt. Læddist ég því út á pall- inn, tætti ruslapokann allan og viti menn, þar var tækið, á meðan voru allir að leita, ég skolaði tækið og lét það á borðið, sagði svo; er þetta það? Já, svöruðu Jytte og Gunnar samtímis. Ég skil það ekki, ég var búin að leita þarna, sagði Gunnar. Ég sagði ekkert. En nú er ég búin að létta á samvisku minni. Það sýnir styrk Gunnars að á gjörgæslunni þar sem hann lá hafði hann lesið 57 blaðsíður í bók en það hefur enginn annar sjúklingur á gjörgæslu gert, sögðu læknarnir. Jytte mín, þú sagðir um daginn við mig: „Af hverju gerði Gunnar mér þetta, hann hafði sagt að við ættum nokkur góð ár eftir saman?“ Gunnar hefði ekki farið frá þér ef hann hefði fengið að ráða. En því miður eru vegir Guðs órannsakan- legir og margt sem við fáum ekki skilið. Sorgin er mikil hjá þér, því á innan við einu ári hefur þú misst Eddu, systur þína, Walter, bróður þinn, og nú Gunnar, en þú þakkar fyrir að eiga hópinn „Teymið“ börnin, tengdabörnin, barnabörnin og móður þína. Ég bið Guð að gefa þér og fjöl- skyldu þinni styrk á þessum erfiða tíma. Við Bjössi kveðjum góðan vin. Hvíl í friði Áslaug H. Kjartansson. Gunnar Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.