Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 6
gos hefst
Eldgos hófst rétt fyrir miðnætti
20. mars á Fimmvörðuhálsi
82 m gígur
Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lýkur
12. apríl. Gosið stóð yfir í
24 daga og er metið af jarðfræð-
ingum sem lítið gos. Gosefnið sem
kom upp í gosinu var basalt þ.e.
basísk hraunkvika
sprengigos
Sólarhring síðar hefst gos
í toppgíg Eyjafjallajökuls. Sprengi-
virknin var með því mesta sem sést
hefur. Venjulega stendur sprengi-
virkni yfir í nokkra klukkutíma en
ekki í heilan mánuð. Gosefnin voru
ísúr en ekki basísk líkt og á
Fimmvörðuhálsi
Sprengigosið flokkast sem með-
alstórt gos en stórt telst gos ef
magn gosefna nær 1.000 milljón
rúmmetrum
flóð
Skömmu eftir að gos hófst kom
flóð í Markarfljót og Svaðbælisá.
Með naumindum tókst að bjarga
Markarfljótsbrúnni
aska
Askan var mjög fíngerð og
dreifðist því afar víða enda varð
hennar vart um alla Evrópu. Aska
féll á stóran hluta Íslands þótt
ekki hafi það verið í miklum mæli
nema í nágrenni eldstöðvanna
11 km hæð
Gosmökkurinn náði
hæst um 11 km hæð
flug raskast
Mikil röskun á flugi um allan heim
Alþjóðaflugmálastofnun telur að
tjón flugfélaganna nemi um 30
milljörðum króna á dag
goslok?
23. maí virðist sem eldgosinu sé
lokið. Ekki er þó hægt að fullyrða
það enda þekkt að síðasta gos í
Eyjafjallajökli stóð yfir í rúmt ár
með hléum.
‹ GOSSTIKLUR ›
»
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Eldgosið í Eyjafjallajökli
Svanbjörg H. Einarsdóttir
svanbjorg@mbl.is
Eldgosið í Eyjafjallajökli liggur niðri
og er jafnvel lokið. Jarðvísindamenn
vilja þó ekki enn fullyrða að gosinu
sé lokið. „Við verðum að gefa þessu
lengri tíma áður en við getum álykt-
að með vissu hvort gosinu er lokið
eða hvort þetta er stund milli stríða,“
segir Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur.
„Þetta getur verið búið núna en
það gæti byrjað aftur. Það er hrein-
lega ekki hægt að orða þetta með
meiri vissu á þessari stundu.“
Hann segir töluverðar sveiflur
hafa verið í þessu gosi. Þannig hafi
komið þrír toppar með aukinni
virkni, þ.e. upphaf eldgossins, svo 5.
til 7. maí og aftur 13. til 17. maí. „En
við merkjum ekki neitt núna sem
segir okkur að gos sé að taka sig upp
að nýju. Ekkert landris né jarð-
skjálftar sem gætu verið fyrirboðar
um að gos sé að hefjast á ný.“ Magn-
ús Tumi segir Kötlu ekki sýna neitt
lífsmark.
Hann segir erfitt að koma með ná-
kvæmar tölur um gosmagn enn sem
komið er. „Við höfum verið að áætla
að magn gosefna sem komið hafi upp
séu um 300 milljónir rúmmetra þar
af um 25 milljónir rúmmetra af
hrauni. Þá teljum við að um 25 millj-
ónir rúmmetra af gosefni hafi komið
upp í gosinu á Fimmvörðuhálsi.“
Sprengigos á heimsmælikvarða
Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðingur tekur undir með Magnúsi
Tuma um að ómögulegt sé að segja
til um hvort gosi er lokið eða ekki.
Ármann segir að eldosið flokkist sem
meðalstórt sprengigos. Talað sé um
stórt gos þegar magn gosefna sé
1000 milljónir rúmmetra. Hann seg-
ist telja að stærð gossins sé ef til vill
sambærileg við gosið í Gjálp árið
1996. Hins vegar hafi þetta verið
nokkuð áhrifaríkt sprengigos. Askan
hafi verið afar fíngerð og borist víða.
Ármann segir að það sem sé afar
óvenjulegt við þetta gos sé hve
sprengivirknin varði lengi. „Í
sprengigosum sem þessum stendur
sprengivirknin venjulega yfir í
nokkra klukkutíma en ekki í heilan
mánuð eins og í þessu gosi. Það er
mjög óvenjulegt hve langvinn
sprengivirknin var. Þetta er raunar
svo óvenjulegt að það mætti jafnvel
segja að þetta sé á heimsmæli-
kvarða.
Engin merki um eldvirkni
Jarðvísindamenn vilja ekki fullyrða að gosinu sé lokið Mjög óvenjulegt hve
sprengivirknin var langvinn Stendur venjulega yfir í nokkrar klukkustundir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þrátt fyrir að eldgosinu í Eyjafjallajökli virðist
lokið taka íbúar á svæðinu fréttum af slíku með
mikilli varúð. Þetta kom glöggt fram þegar Morg-
unblaðið ræddi í gær við fólk undir Eyjafjöllum.
Er þá vísað til sagna af gosinu 1821 til 1823 sem
stundum lét ekkert á sér kræla svo mánuðum
skipti en tók sig svo upp aftur af tvíefldum krafti.
En þrátt fyrir að fólk beri enn kvíðboga gagn-
vart því að hamfarirnar séu ekki úti eru þó verk
víða komin á fullt; bæði hreinsunarstarf og bú-
verk sem beðið hafa meðan hamfarirnar gengu
yfir.
Gosið hefur tafið okkur
„Núna halda menn ótrauðir áfram. Hér þarf að
ganga í þau vorverk sem bíða enda hefur gosið
tafið okkur,“ sagði Sigurður Grétar Ottósson,
bóndi á Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum,
þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þar á
bæ var verið að sópa hlaðið og dytta að ýmsu
heimafyrir, eins og aðkallandi er þar sem ferða-
þjónusta er stunduð. Búskapur er hins vegar það
sem bændur á Ásólfsskála byggja afkomu sína á.
„Áður en eldgosið hófst sáði ég í kornakrana
hér og nálarnar þar eru komnar vel upp. Þá er ég
búinn að bera áburð á túnin sem eru hér heima
við bæ en maður veit ekkert hver útkoman úr því
verður. Satt að segja væri mjög kærkomið núna
að fá góða rigningu í nokkra daga; þá myndi
áburðurinn leysast vel upp og það hefði vænt-
anlega góð áhrif á sprettuna. Víða, til dæmis í ný-
plægðum ökrum, liggur askan yfir og þegar farið
er yfir með plóg þá rýkur hún upp og einnig þeg-
ar farið er yfir með herfi.“
Gosið sem stóð í um það bil sex vikur hefur
reynt mjög á þolrif íbúa. Aðstoð sem Eyfellingum
hefur boðist að undanförnu hefur tekið mið af
þessu, reynt hefur verið að huga að andlegri líðan
fólksins eftir fremsta megni.
Komist vel frá þessu
„Fólk upplifir þetta á jafn marga vegu og það
er margt. Sjálfur get ég sagt um mig og mína að
við höfum komst vel frá þessu og ekki fundið fyrir
neinum þyngslum sem ég þykist þó vita að hafi
bitið einhverja. Ég varð aldrei alvarlega stress-
aður meðan þessar hamfarir gengu yfir og dag-
legt líf hér var í föstum skoðum; við gengum til
okkar daglegu starfa og börnin fóru í skóla
eins og vanalega.
Meginmálið var að halda í vonina
og bíða eftir því að sólin færi aftur
að skína og sú er svo sannarlega
raunin í dag hér undir Eyjafjöll-
um,“ segir Siguður Grétar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í fjósinu Sigurður Grétar Ottósson, bóndi á Ásólfsskála, og kýrin Svala. Bústörfin eru nú komin á fullt eftir að hafa legið í láginni meðan gosið gekk yfir.
Eldgosinu að ljúka og núna
halda menn ótrauðir áfram
Hélt í vonina og beið eftir því að sólin færi að skína, segir bóndinn á Ásólfsskála
„Túnin og haginn hér í kring verða ekki
hreinsuð. Grasið verður einfaldlega að
spretta aftur upp úr öskunni. Svo verður að
koma í ljós seinna hvort jörðin er byggileg
til lengri tíma,“ segir Helga Haraldsdóttir,
bóndi í Núpakoti.
„Eyfellingar hafa staðið vel
saman að undanförnu. Þá var
gaman að finna samhug fólks-
ins í Vestmannaeyjum en Árni
Johnsen stóð fyrir ferð okkar
kvenna í sveitinni þangað.
Kannski munum við Eyfellingar
svo í framtíðinni halda
goslokahátíð eins og
Eyjamenn gera á
hverju ári. Hver
veit?“
Verður
goslokahátíð?
SAMHUGUR Í SVEITINNI
Helga
Haraldsdóttir
300
milljón rúm-
metrar af gos-
efni frá toppgíg
Eyjafjallajökuls
25
milljón rúm-
metrar af gos-
efnum frá
Fimmvörðuhálsi