Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 17
Allir þekkja mikil- vægi æðakerfisins fyrir líkamann. Um æðarnar streymir blóðið sem færir líffærunum nær- ingu og súrefni svo þau geti sinnt sínu hlutverki og haldið líkamanum lif- andi. Samgöngur eru æða- kerfi samfélagsins og byggðir landsins eru líf- færakerfi þess. Án landsbyggðar væri engin höfuðborg og án höfuðborgar væri landsbyggðin ekki til í núverandi mynd. Samgöngurnar eru hin raunverulega grunngerð samfélagsins. Líf og við- gangur byggðanna veltur á þeim: Vel- ferðarþjónusta, löggæsla, verslun og annað atvinnulíf væru merkingarlaus hugtök ef ekki væru samgöngur. Um vegakerfið berast daglega vörur og vinnuafl sem eru undirstaða verslunar, þjónustu og atvinnulífs vítt um landið. Sá tími sem það tekur að koma að- föngum og afurðum milli staða hefur áhrif á verðlag og þjónustugæði, og þar með markaðsstöðu fyrirtækja. Verð- mætar sjávarafurðir og landbún- aðarvörur þurfa að komast fljótt á markað og því getur afkoma fyrirtækja í útgerð, fiskvinnslu og landbúnaði oltið á góðum og traustum samgöngum. Öfl- ug verslunarfyrirtæki veigra sér við að setja upp útibú á stöðum sem ekki njóta greiðra samgangna sökum vandkvæða og kostnaðar við að koma varningi á milli og halda uppi þjónustugæðum. Þannig getur ástand vega ráðið miklu um samkeppnisstöðu byggðarlaganna og þess atvinnulífs sem þar þrífst. Já, samgöngur eru forsenda byggðar og lífsgæða. Þeir sem búa við góðar samgöngur hugsa sjaldan út í mikilvægi þeirra, enda finna þeir – eða byggðarlag þeirra öllu heldur – sjaldnast kransæðaverk- inn sem fylgir tepptum vegum til dæm- is yfir vetrarmánuðina, þegar vöru- skortur gerir vart við sig og fólk kemst jafnvel ekki til vinnu. Sárast er auðvitað þegar samgönguerfiðleikar hamla því að fólk geti sótt sér aðkallandi heilbrigð- isþjónustu í næsta byggð- arlag ef líf liggur við. Slíkar áhyggjur eru fjarri þeim sem búa á suð- vesturhorni landsins þar sem götur eru greiðar allan ársins hring. Þar tala menn um „kjördæmapot“ og „landsbyggðarvæl“ þegar samgönguerfiðleika ber á góma. Sú orðanotkun staf- ar auðvitað af skilnings- leysi þess sem ekki finnur til meðlíðunar af því hann skortir til þess reynsluna. Sá sem aldrei hefur staðið frammi fyrir því að komast ekki á sjúkrahús með fárveikt barn af því að fjallvegur er tepptur; sá sem ekki hefur þurft að bíða þess í ofvæni að björg- unarlið komist á vettvang eftir alvarlega náttúruvá, hann skilur að sjálfsögðu ekki mikilvægi greiðra og öruggra sam- gangna. Hann nýtur bara þess sem hann hefur og hugsar lítið um hitt. Á því herrans ári 2010 má segja að allir landshlutar búi við góðar og örugg- ar samgöngur allt árið, nema einn. Það eru Vestfirðir. Á sunnanverðum Vestfjörðum mega íbúar enn una því að aka um auruga malarvegi sem eiga að heita þjóðvegir. Þar fyrirfinnst ennþá fólk sem ekki býr við þau lífsgæði sem annars staðar þykja sjálfsögð. Þar mega íbúar enn una því að komast ekki í næsta byggðarlag 7-9 mánuði ársins vegna fjallvega sem teppast í fyrstu snjóum eins og Hrafns- eyrarheiði (milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar) og Dynjandisheiði gera jafn- an. Þá þurfa menn að taka á sig 450 km „krók“ (4-6 klst. akstur að vetrarlagi) ef þeir verða að komast landleiðina milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum greiða sömu skatta og skyldur til sam- félagsins og aðrir landsmenn. Það er tímabært orðið fyrir löngu að þeir njóti sömu lífsgæða og aðrir Íslendingar; að þeir fái að byggja upp atvinnulíf, versl- un, þjónustu og annað mannlíf á grunni sómasamlegra samgangna eins og aðrir landshlutar. Nú liggur fyrir þinginu samgöngu- áætlun fyrir árið 2010-2012. Í þeirri áætlun virðist ekki gert ráð fyrir Arn- arfjarðar/Dýrafjarðargöngum sem fyr- ir alllöngu voru sögð „næsta forgangs- verkefni“ í jarðgangaframkvæmdum. Falli þessi vegtenging út af áætlun er tómt mál að tala um áform þau sem birtast í Byggðaáætlun og Sókn- aráætlun 20/20 um sameiningu sveitar- félaga og eflingu byggðar á þessu svæði. Sömuleiðis er vandséð hvernig byggð getur þrifist á sunnanverðum Vest- fjörðum þegar vegalagning um Þorska- fjörð/Kjálkafjörð stendur föst í mála- ferlum og lagaflækjum ár eftir ár á meðan byggðarlaginu er að blæða út. Alþingi Íslendinga getur ekki látið þetta viðgangast lengur. Það hlýtur að vera skylda kjörinna þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa og hvar á landinu sem þeir búa, að sjá til þess að íbúar landsins sem allir greiða skatta og skyldur óháð búsetu, njóti framlegðar sinnar í sem jöfnustum mæli úr sam- félagssjóðnum. Þá hlýtur það að vera forgangsmál stjórnvalda sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju að tryggja sem jafnast aðgengi landsmanna að þjónustu og sjálfsögðum lífsgæðum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Vestfjörðum verði nú þegar komið í vegasamband við stofnvegakerfi lands- ins. Það verkefni ætti að hafa forgang fram yfir aðrar lítt aðkallandi fram- kvæmdir í landshlutum þar sem grunn- vegakerfi hefur fyrir löngu verið komið á, og prýðilegar samgöngur eru fyrir. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Íbúar Vestfjarða greiða skatta og skyldur til jafns við aðra – þeir eiga því sama rétt á góðum samgöngum og þar með sambæri- legum lífsgæðum. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þingmaður og á sæti í samgöngunefnd Alþingis. Lífæðar samfélags 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Ómar Brauð í gogg Yngsta kynslóðin hefur ævinlega gaman að því að gefa fuglunum sem koma í heimsókn eða halda til við Tjörnina í Reykjavík. Jens litli er aðeins eins og hálfs árs og honum fannst fuglarnir kannski helst til aðgangsharðir. Það þurfti ekki efnahagshrun árið 2004 til að komast að þeirri niðurstöðu að óeðlilegt væri að sömu aðilar og fyr- irferðarmiklir voru í viðskiptalífinu færu með ráðandi hlut í fjölmiðlum. Sú þróun sem átt hafði sér stað var næg sönnun þess að það þurfti að grípa inn í. Fjölmiðlafrumvarpinu var teflt fram til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun og koma í veg fyrir að markaðsráðandi öfl í viðskiptalíf- inu gætu einnig sölsað undir sig fjölmiðlamarkaðinn. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um það deilt, og kemur það meðal annars fram í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis, að fjölmiðl- arnir brugðust í aðdraganda hrunsins. Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn börðust gegn fjölmiðlamálinu með kjafti og klóm. Það var dapurleg nið- urstaða að málið náði ekki fram að ganga og enn hafa ekki verið sett heildstæð lög um fjölmiðlamark- aðinn þar sem tekið er á eign- arhaldinu. Þó var það málflutn- ingur Vinstri grænna á þeim tíma að þeir væru út af fyrir sig ekki ósammála efninu en máls- meðferðin væri óviðunandi. Á Al- þingi liggur fyrir stjórn- arfrumvarp um fjölmiðla sem sýnir að það voru orðin tóm. Hafi þurft hrun á fjár- málamarkaði og rannsókn- arskýrslu í 9 bindum til að draga fram og undirstrika helstu gallana í regluverki fjármálamarkaðar og stjórnsýslu er eins gott að réttar ályktanir verði dregnar af þeirri dýru reynslu. Ríkisstjórn þeirra flokka sem komu í veg fyrir fjöl- miðlafrumvarpið skilar auðu í hverju stórmálinu á eftir öðru. Dreift eignarhald Það voru mistök að setja ekki skorður við stærð eignarhluta ein- stakra aðila við sölu ríkisbank- anna. Sjálfstæðisflokkurinn skýst ekki undan ábyrgð á því að áhersl- an á kjölfestufjárfesta og hátt verð varð ofan á. Dreift eign- arhald hefði tryggt betra aðhald með stórum ákvörðunum og spornað gegn því að hagsmunir bankans og eigenda hans væru tvinnaðir saman í þeim mæli sem hér gerðist og varð á endanum ein helsta meinsemd kerfisins. Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Því frum- varpi er ætlað að bregðast við helstu göllum löggjafarinnar í ljósi reynslunnar. Það er tillaga rík- isstjórnarinnar að gera engar breytingar á reglum um eign- arhald. Eftir alla gagnrýnina á einkavæðingarferlið er sem stjórnarflokkarnir hafi öllu gleymt og ekkert lært. Krafan um dreift eignarhald var ekki annað en hentistefna sem gleymdist um leið og vinstristjórnin var mynd- uð. Reglur um viðskipti eigenda við bankana eru einnig ófullnægj- andi í frumvarpinu en það er einn mikilvægasti þáttur löggjaf- arinnar. Þegar við sjálfstæðismenn tók- um ofangreinda þætti til umræðu í þinginu í síðustu viku og umræðan stóð fram á kvöld, var boðað til fundar með formönnum allra flokka og spurt hverju þetta sætti, hvort efna ætti til „málþófs“ að til- efnislausu! Innlán og áhætta Reynslan sýnir, að það er óeðlilegt að bankar sem hafa það hlutverk að taka við, tryggja og ávaxta innlán almennings í landinu, séu um leið fyrirferð- armiklir fjárfestar í atvinnulífinu á sama tíma. Ekki þarf annað en að vísa í framgöngu bankanna undanfarin ár og ráð- andi þátt þeirra í öllum meirihátt- ar ákvörðunum í íslensku við- skiptalífi. Það er því nauðsynlegt að skilja á milli innlánsstarfsemi og fjárfestingastarfsemi bank- anna. Þar koma ekki eingöngu við sögu sjónarmið um mikilvægi að- skilnaðar áhættusamra fjárfest- inga og ávöxtunar innlána. Einnig ber að horfa til aðstæðna sem í mörgu eru frábrugðnar því sem þekkist annars staðar sökum þess hve fámenn þjóð við erum. Vegna smæðar efnahagskerfisins ríkir fá- keppni á helstu mörkuðum og hætta á óæskilegri samþjöppun valds er því mikil ef öflugar inn- lánsstofnanir fara með stóra eign- arhluti hér og þar í viðskiptalífinu. Við þessu þarf augljóslega að bregðast, en norræna verlferð- arstjórnin skilar auðu. Hringamyndun Frá því að þáverandi forsætis- ráðherra lýsti áhyggjum sínum af vaxandi hringamyndunum í ára- mótagrein í lok árs 2003 hefur málið legið í láginni. Engu að síður hefur það vandamál sem þar var gert að umtalsefni haldið áfram að hlaða utan á sig. Líklega hefur því aldrei verið ríkara tilefni til að fara ofan í saumana á löggjöfinni og færa hana til betri vegar. Sporna þarf við tilburðum til einokunar sem birtast í ásókn í markaðsráð- andi stöðu á hverjum markaðnum á eftir öðrum. Það þarf tiltölulega lítið fjármagn í alþjóðlegum sam- anburði til að komast í sterka stöðu í mörgum atvinnugreinum hér á landi en gegn slíku eru engar hindranir í lögum. Að auki er þörf á endurskoðun samkeppnislaga til að tryggja virkari samkeppni á mikilvægustu mörkuðunum. Það er nú, við upphaf endur- reisnarinnar, sem rétti tíminn er til að móta regluverk viðskiptalífs- ins. Það er nauðsynlegt til að end- urvekja það traust, sem fjarað hef- ur undan á síðustu misserum. En um leið og regluverkið er styrkt, þarf að gæta þess að jarð- vegurinn sé frjór, þannig að fyrir- tæki geti skotið rótum, vaxið og dafnað. Viðreisnin hefst í atvinnu- lífinu, ekki á kontór Stjórnarráðs- ins. Þar dettur mönnum fátt annað í hug þessa dagana, en að hækka skatta og auka álögur. Eftir Bjarna Benediktsson » Það er tillaga ríkisstjórnarinnar að gera engar breyt- ingar á reglum um eignarhald. Eftir alla gagnrýnina á einka- væðingarferlið er sem stjórnarflokkarnir hafi öllu gleymt og ekkert lært. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Um banka, samkeppni og fjölmiðla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.