Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM
H
a
u
ku
r
0
4
.1
0
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hdl.
sigurdur@kontakt.is
Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum.
Verðmat fyrirtækja.
Viðræðu- og samningaferli.
Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta.
Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti
verið fáanleg:
•
•
•
•
•
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
SÉRFRÆÐINGAR
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar
skuldir.
• Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru iðnfyrirtæki. Ársvelta 360
mkr. EBITDA 60 mkr.
• Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur.
• Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga.
Viðkomandi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem
fjármálastjóri.
• Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki
óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis.
• Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA
34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar.
• Rótgróið fyrirtæki í innflutningi og framleiðslu óskar eftir meðfjárfesti til næstu
ára. Nánari upplýsingar á www.kontakt.is
• Fjárfestar óskast að vænlegum fyrirtækjum til að ljúka afskriftarferlum við
bankana.
Á uppstigningardag
birtist í Morgunblað-
inu grein eftir Magn-
ús Sigurðsson, sem
geymir lögvillur og
óhróður um Húseig-
endafélagið, formann
þess og lögfræðinga.
Magnús á íbúð í fjöl-
býlishúsi við Forn-
haga í Reykjavík og
stendur í illdeilum við
sameigendur sína.
Leitaði húsfélagið til Húseigenda-
félagsins um ráðgjöf og aðstoð.
Hefur Magnús síðan herjað á sam-
eigendur sína, Húseigendafélagið
og lögfræðinga þess með lög-
sóknum. Hann flytur mál sín sjálf-
ur og telur sig undrabarn í lögum
en málatilbúnaður hans er algjör
endaleysa; óhróður, rangfærslur
og afbökun á lögum. Hvergi örlar
á heilli lagalegri hugsun. Ein
stefnan er líklega Íslandsmet,
bæði í lengd og rugli, og er skóla-
bókardæmi um hvernig mála-
tilbúnaður getur verstur og vit-
lausastur orðið enda var málinu
vísað frá á báðum dómstigum.
Húseigendafélagið var stofnað
árið 1923 og megintilgangur þess
er að gæta hagsmuna fasteigna-
eigenda. Félagsmenn eru um 10
þúsund og þar af 600 húsfélög.
Það er reginfirra hjá Magnúsi að
félagið sé í raun einkafirma mitt
og móðgun við fé-
lagsmenn þess. Félag-
ið rekur lögfræði- og
húsfundaþjónustu fyr-
ir félaga sína. Árgjald
eiganda í fjöleign-
arhúsi er kr. 2.500 og
hefur ekki hækkað í
fjögur ár. Tímagjald
fyrir þjónustuna er
ekki helft af tíma-
gjaldi lögmanna. Fé-
lagið er rekið af ráð-
deild og hófsemi og
dylgjur um gróðabrall
og himinhátt fé-
lagsgjald eru heilaspuni.
Ég samdi frumvarpið að lög-
unum um fjöleignarhús frá 1994
og hef starfað á þessu sviði í 3 ára-
tugi, er prófdómari við lagadeild
HÍ og hef kennt lögskýringar.
Þegar Magnús þykist betur kunna
lögin en ég þá er Hákot orðið stór-
býli. Hann les lögin á hvolfi og aft-
urábak líkt og sá versti les hina
góðu bók. Hann skáldar og magn-
ar upp rétt sinn en gleymir skyld-
um og ábyrgð. Hann skilur ekki að
greinar má ekki taka úr samhengi,
heldur verður að túlka þær með
hliðsjón af öðrum ákvæðum lag-
anna og þeim meginreglum og
sjónarmiðum sem þau byggjast á.
Hann rangtúlkar og afbakar lögin
og reynir í örvæntingu að koma
höggi á Húseigendafélagið og
starfmenn þess en klámhögg hans
hitta bara vindinn.
Það er meginregla að húsfundir
eru lögmætir án tillits til fund-
arsóknar og einfaldur meirihluti á
húsfundi ræður málum til lykta.
Staðhæfingar Magnúsar um annað
eru bull. Hann heldur því fram að
innganga húsfélaga í Húseigenda-
félagið sé ólögleg vegna þess að
samþykki allra eigenda hafi aldrei
legið fyrir. Það er endemisfirra.
Verður að hafa í huga sérstakt eðli
Húseigendafélagins og húsfélaga.
Með félagsaðild fá húsfélög m.a.
aðgang að ódýrri sérfræðiþjón-
ustu. Húsfélögum er heimilt að
kaupa sérfræðiþjónustu hjá sér-
fræðingum, t.d. lögmönnum, end-
urskoðendum og verkfræðingum.
Það væri öfugsnúið ef húsfélag
mætti ekki ganga í Húseigendafé-
lagið til að fá betri og ódýrari
þjónustu. Innganga húsfélaga í
Húseigendafélagið er afar hag-
kvæm ráðstöfun og í samræmi við
hlutverk þeirra. Því getur hús-
fundur með einföldum meirihluta
tekið slíka ákvörðun. Húsfélög eru
oft lömuð vegna innanmeina og þá
er innganga í Húseigendafélagið
og sérfræðiaðstoð þess nauðsynleg
til að rétta svo þau geti gegnt
hlutverki sínu. Staðhæfingar um
að fundarstjórn lögfræðinga Hús-
eigendafélagsins fari í bága við
lagaákvæði um að húsfundum sé
stjórnað af formanni eða öðrum fé-
lagsmanni eru rangar. Þetta
ákvæði, eins og önnur um verkefni
stjórnar, verður að túlka í sam-
ræmi við önnur fyrirmæli laganna
og eðli máls. Lögin heimila að
sjálfstæðum verktaka sé falið að
annast tiltekin verkefni stjórnar.
Á það við um stjórn húsfunda eins
og önnur verkefni. Það fer ekki á
milli mála að fundarstjórn lög-
fræðinga félagsins á húsfundum er
fyllilega lögmæt og af hinu góða
nema í augum fundaspilla sem
amast við fundarreglu .
Atlaga Magnúsar að héraðsdóm-
ara í máli hans sýnir hversu heift-
rækinn hann er. Hann brigslar
dómaranum um hegning-
arlagabrot, þ.e. skjalafals, rang-
færslu sönnunargagna o.fl. Svona
svæsin árás á dómara mun vera
einsdæmi. Dómarinn vann ekki
annað til saka en að kveða upp
réttan dóm að réttum lögum.
Kærunefnd fjöleignarhúsamála
hefur verið skipuð öndveg-
ismönnum og skilað hundruðum
vandaðra álita. Magnús gefur sér
að Húseigendafélagið stýri nefnd-
inni þar eð félagið tilnefnir lög-
fræðing til setu í henni. Nefndin
er fullkomlega óháð félaginu og
hlutlaus. Árás Magnúsar á kæru-
nefndina og brigsl hans um að
nefndin sé vilhöll og brjóti starfs-
skyldur sínar og láti annarleg
sjónarmið ráða störfum sínum eru
ófyrirleitin atlaga að heiðri nefnd-
armanna.
Að lokum þetta. Magnús er
sjálfsagt ágætur flugvirki þótt
lagaskilningur hans sé bágur. Ég
kann ekkert á flugvélar en sitt-
hvað í lögum. En myndir þú, les-
andi góður, þora að fljúga í flugvél
sem ég hefði verið að fúska og
grúska í? Varla. Með sama hætti
er varhugavert að trúa og treysta
Magnúsi í lagalegum efnum, hann
er enginn lagabætir.
Klámhögg – lögvillur og óhróður
Eftir Sigurð Helga
Guðjónsson
»Magnús brigslar
héraðsdómaranum
um hegningarlagabrot,
þ.e. skjalafals, rang-
færslu sönnunargagna
o.fl. Svona svæsin árás
á dómara mun vera
einsdæmi.
Sigurður Helgi
Guðjónsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
formaður Húseigendafélagsins.
Á alheimsdegi
mælifræðinnar 20.
maí ár hvert halda
meira en áttatíu ríki
hátíðleg áhrif mæl-
inga á okkar daglega
líf. Á þessum degi ár-
ið 1875 var metra-
samþykktin staðfest í
París og er víst að sá
merkisdagur lagði
grunn að nútíma
mælifræði. Enginn hlutur er látinn
ósnortinn af þessu grunnatriði en
vel falda sviði nútímasamfélags.
Neytendastofa er mælifræðistofn-
un Íslands og fer með framkvæmd
laga um mælingar, mæligrunna og
vigtarmenn. Þýðing mælifræð-
innar fyrir íslenskt samfélag er
mikil en ekki alltaf augljós al-
menningi.
Margvísleg áhersluatriði hafa á
undanförnum árum verið valin
sem umfjöllunarefni á degi mæli-
fræðinnar, til dæmis mælingar í
íþróttum, í verslun, í læknisfræði
o.m.fl. Umfjöllunarefni ársins 2010
beinist að því hvernig mælingar
hafa áhrif á náttúrufræðigreinar
og örva nýsköpun. Um leið og
heimurinn kappkostar að vinna sig
út úr erfiðum fjárhagslegum við-
fangsefnum og ríkisstjórnir vinna
að endurreisn efnahagskerfisins er
ljóst að vísindi, tækni og nýsköpun
eru með helstu drifkröftum hag-
vaxtar og hagsældar. Grunnatriði
þeirrar þróunar byggist hins veg-
ar á því að geta mælt rétt og rakið
þær mælingar til sömu alþjóðlegu
mæligrunnanna. Heimur án ná-
kvæmra og samanburðarhæfra
mælinga er heimur þar sem vís-
indi, tækni, verslun og samfélag
geta ekki skipst á upplýsingum, og
skekkjur og óvissa myndu ráða
ríkjum. Mælifræðikerfi allra landa
verða því að byggjast á við-
urkenndum mæligrunnum og ein-
ingum og á viðurkenndri tækni til
að framkvæma samræmdar og ná-
kvæmar mælingar.
Að tengja alheimsdag mælifræð-
innar við nýsköpun er vel til fallið
og sjaldan verið meiri þörf en nú.
Nýsköpun er eðli orðsins sam-
kvæmt að koma fram með nýjung
á tilteknu sviði. Það getur verið ný
vara á nýjum markaði eða ný not
á tækni,vöru, eða þekkingu á hefð-
bundnum markaði. Nýsköpun er
því samofin mælifræðinni því
mælistokkurinn er ávallt sá að
hafa þekkt viðurkennt viðmið og
geta sýnt fram á mælanlegan ár-
angur í þeim samanburði sem við-
komandi vara, þekking, eða þjón-
usta hefur. Dæmi um nýsköpun á
heimsvísu er fyrirtækið Marel
sem kom fram með mikilsverða
tækninýjung við notkun voga úti á
rúmsjó við vigtun sjávarafla. Slík
dæmi eru og verða öðrum hvatn-
ing til nýsköpunar.
Undir umsjón
alþjóðamælifræðistofnunarinnar
BIPM eru mælifræðikerfi í hverju
landi fyrir sig samtengd í einu al-
heimsneti landsmæligrunna og
prófunarstofa. Neytendastofa er
hinn íslenski hlekkur í þessu al-
þjóðaneti mælifræðistofnana.
Þetta net veitir samfélaginu að-
gang að nákvæmum samanburð-
arhæfum mælingum til að mæta
áskorunum nútímans í heilsu-
gæslu, umhverfismálum og allri
nútíma tækni.
Í iðnaði og verslun hjálpar
mælifræðin við að tryggja og við-
halda vörugæðum, draga úr sóun
og að auka framleiðni og verslun
sem grundvallast á viðurkenndum
mælingum og prófunum.
Hún gerir vísindamönnum kleift
að nota sameiginlegt tungutak til
að ýta undir alþjóðlega samvinnu
þeirra og tryggir að fyrirtæki geti
hagnýtt sér samanburðarhæfa
vinnu vísinda og tæknimanna
hvar svo sem framkvæmd þeirra
er.
Alþjóðamælifræðistofnunin
BIPM bendir á hlutverk ná-
kvæmra mælinga í áherslum sín-
um í ár til ríkisstjórna, fyr-
irtækja, háskólaborgara – og
almennra borgara. Neytendastofa
og fagráð atvinnulífsins sem er
ráðgefandi ráð á sviði mælifræði
fyrir Neytendastofu og atvinnu-
lífið vilja taka heils hugar undir
þá hvatningu og skora á mælinga-
og vísindamenn að vera virkari í
að koma málefnum er varða mæli-
fræði og nákvæmar mælingar á
framfæri við kennslu og einnig í
umsögnum til stjórnvalda við
lagasetningu eða töku ákvarðana.
Gildi nákvæmra og áreiðanlegra
mælinga skiptir miklu við dagleg
störf hér á landi og um allan heim
til að fást við risavaxnar áskor-
anir nútímans. Hvar stæðum við
án mælifræðinnar?
Á vefsetri Alþjóða mæli-
fræðistofnunarinnar www.world-
metrologyday.org og Neyt-
endastofu www.neytendastofa.is
er að finna mikinn fróðleik og
nánari upplýsingar um mælifræði
og mælingar í atvinnulífi og við-
skiptum. Hér með viljum við
hvetja alla lærða sem leika til
þess að kynna sér þýðingu mæli-
fræðinnar fyrir okkar daglega líf
og um leið minna á þá nauðsyn-
legu brú og tengingu sem verður
að vera á milli nýsköpunar og
mælifræðinnar.
Eftir Tryggva
Axelsson og Ingólf
Þorbjörnsson
» Þýðing mælifræð-
innar fyrir íslenskt
samfélag er mikil en
ekki alltaf augljós
almenningi.
Ingólfur
Þorbjörnsson
Tryggvi er forstjóri Neytendastofu
og Ingólfur formaður fagráðs á sviði
mælifræði.
Tryggvi
Axelsson
Brúin til nýsköpunar