Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 ✝ Ingunn Árnadótt-ir fæddist 19. mars 1922 í Hólkoti á Reykjaströnd, Skaga- firði. Hún lést þriðju- daginn 11. maí á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Árni Þorvalds- son f. 1891, d. 1965 og Sigurbjörg Hálf- danardóttir f. 1899, d. 1967. Systkini Ing- unnar eru Einar Jón Kristinn f. 1923, d. 1962, Guðrún Mar- grét f. 1926, Kristín Ásta f. 1931 og Erla Hulda f. 1934. Ingunn giftist árið 1947 Sverri Finn- bogasyni rafvirkja, f. 1920, d. 2001. Dætur þeirra eru: 1) Gunnvör f. 1948, gift Grétari Sigurgeirs- syni f. 1947, börn: Sverrir f. 1979 og Ingunn f. 1983, 2) Sigurbjörg Jóna f. 1958, gift Árna Baldurssyni f. 1947, dætur: Ing- unn f. 1990 og Vil- borg f. 1992, 3) Arndís Inga f. 1959, gift Jóhann- esi Þórðarsyni f. 1957, börn: Arnar Ingi Jónsson f. 1979, kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur f. 1979, barn þeirra Huginn f. 2007, Una f. 1987 og Dagur f. 1992. Ing- unn lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands árið 1946 og kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar 1946-1956 og svo aftur frá 1965 þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Ingunnar fer fram frá Neskirkju 25. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma er dáin. Öll eigum við barnabörnin yndislegar minn- ingar um hana og allt það sem hún hefur kennt okkur. Hún var barna- skólakennari og tók vinnuna iðulega með sér heim. Við fengum að njóta góðs af þessu enda flugu stjörnu- stimplarnir vítt og breitt um heim- ilið þegar við vorum á staðnum. Amma hafði mikinn metnað fyrir því að við kynntumst æðri listum og vísindum; að yrkja, föndra, rita skrautskrift og spila lönguvitleysu. Hún var hæfileikarík á mörgum sviðum en eitt þeirra bar þó af. Amma var sannkölluð prjónavél og réð hreinlega ekki við afköstin. Eitt okkar átti m.a.s. við það vandamál að stríða um nokkurt skeið að eng- inn póstur komst fyrir í pósthólfinu. Hólfið var sneisafullt alla daga af nýjum, glóðvolgum prjónaflíkum handa barnabarnabarninu. Svo var hún rosalega öflugur bakari. Hún stóð löngum stundum við pönnukökubakstur en aldrei sást neinn árangur því við átum heitar pönnsurnar jafnóðum. Erf- iðara þótti okkur að næla í kleinur úr djúpsteikingarpottinum hennar. Amma fór ófáar ferðir út á Sel- tjarnarnes að heimsækja stórvin sinn, svaninn. Þau voru miklir mát- ar en svo eignaðist svanurinn fjöl- skyldu. Okkur er minnisstætt þegar amma hitti þessa nýju fjölskyldu svansins fyrst og svanurinn hvæsti á hana. Amma stórmóðgaðist en mætti aftur til leiks með liðsauka, okkur barnabörnin, og ógnvænlegt magn skotfæra – brauð. Þannig náði hún að vinna traust heillar svanafjölskyldu. Síðustu árin bjó amma á Afla- grandanum þar sem hún undi sér vel. Þaðan hafði hún mikið útsýni, sá til hvorki meira né minna en sjö kirkna. Að auki átti hún öflugan sjónauka og með honum gat hún fylgst náið með ferðum barna sinna og barnabarna í nágrenninu. Amma var algjör sáttasemjari og sá alltaf eitthvað gott í öllu og öll- um. Hún var gjafmild og umhyggju- söm og það var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar. Hún þreyttist aldrei á að segja okkur sögur af ævintýrum, hestum, huldu- fólki og landnámi. Sögur úr Skaga- firðinum, fallegasta firði heims, þar sem hún ólst upp. Við eigum eftir að sakna hennar mikið en minnumst hennar með gleði í hjarta. Saknaðarkveðja. Barnabörnin, Sverrir, Arnar, Ingunn, Una, Ingunn, Dagur og Vilborg. Móðursystir okkar, Ingunn Árna- dóttir, er látin. Hjá okkur systk- inunum gekk hún ávallt undir nafn- inu Inda. Þær systur, Inda, Nunna og Erla voru afar samrýmdar, hitt- ust reglulega og fóru í ferðalög saman. Inda frænka lagði ríka rækt við fjölskyldu sína og var það okkur mikil ánægja að hún skyldi alltaf muna eftir afmælis- og öðrum merkisdögum í lífi okkar og lagði sig fram við að halda nánum tengslum við fjölskyldur okkar. Hún átti oft auðvelt með að sjá léttu hliðina á lífinu og tilverunni og hafði gott skopskyn. Inda kenndi til fjölda ára við Ís- aksskóla, þar sem við systkinin og sum barna okkar gengu. Inda var vinsæll kennari og naut virðingar samstarfsmanna sinna vegna sinna kosta, trausts og persónuleika. Hún naut augljóslega barnakennslunnar og deildi gjarnan ánægju sinni af nemendum og skólastarfi með okk- ur hinum í fjölskyldunni. Án efa minnast margir nemendur Indu af hlýhug. Inda frænka hafði alltaf mikla ánægju af lestri, sér í lagi ljóðabók- um, ævisögum og skáldsögum. Eitt af þeim ljóðum sem eru einkenn- andi fyrir Indu og fjölmörg börn hafa lært undir hennar handleiðslu er okkur minnisstætt þegar við hugsum um frænku okkar. Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meira í dag en í gær. Bjallan hringir við höldum, heim úr skólanum glöð, prúð og frjálsleg í fasi, fram nú allir í röð. (Höf.: Guðjón Guðjónsson.) Við kveðjum Indu frænku með kæru þakklæti og sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Sólveig og Hannes. Nú er komið að kveðjustund. Ég kynntist Ingunni þegar ég kom fyrst á Grandaveginn sex ára göm- ul. Ég var svo lánsöm að við Sibba urðum vinkonur á okkar fyrstu skóladögunum og gengum síðan menntaveginn saman til tvítugs. Það var ljúft að koma á heimili Ingunnar og Sverris, mér var æv- inlega tekið með mikilli hlýju. Ekki var amalegt að koma til hennar svangur eftir skólann því ýmislegt var til á þeim bæ og alltaf eitthvað heimabakað. Þar var alltaf fínt og fágað enda var Ingunni umhugað um að hafa fallegt í kringum sig. Allt lék í höndum hennar og það sem hún gerði var gert af mikilli vandvirkni og natni. Ingunn hafði sterkar skoðanir, ríka réttlætiskennd og var vel að sér um menn og málefni. Það var gaman að spjalla við hana og stutt í dillandi hláturinn því hún átti auð- velt með að sjá spaugilegar hliðar tilverunnar. Dætur mínar eru lánsamar að hafa líka notið samverustunda með þessari góðu konu. Ingunn kom alla tíð til okkar á aðfangadag með glaðning frá jólasveininum sem hún hitti af tilviljun á Hringbrautinni, þessu fylgdi mikil dulúð. Þetta er ein af minningum þeirra sem ekki gleymist. Ingunn var þeim kær. Ingunni var hjartansmál að halda reisn sinni til hinsta dags. Við átt- um saman ljúfa stund fyrir stuttu og mig grunaði ekki að kveðju- stundin væri nærri. Það var lán og gleði fyrir mig og mína að eiga samleið með Ingunni og fjölskyldu hennar. Hafi hún þökk fyrir. Helga Rúna Gústafsdóttir. Gullbúinn himinvagn kvöldsins er horfinn við eyjar í þögul grunn. Fjörðurinn lognblár og landið lögzt til værðar með munn við munn. Hestar að nasla á votum völlum. Vinnulúnir menn sofa í ró, fá heilnæma hvíld undir herðabreiðum fjöllum. (Hannes Pétursson.) Það kom gleðiglampi yfir frítt andlitið hennar Ingunnar þegar heimasveitina bar upp í umræðum. Reykjaströndin, Skagafjörðurinn, Tindastóll, Drangey. Reiðtúrar á uppáhaldshestinum Draumi um sveitina og kaupstaðarferðirnar yfir Gönguskarðsána. Heimasveit sinni unni hún heitt og talaði af mikilli virðingu um sveitunga sína og nátt- úruna sem var henni kær. Hún kunni ótal sögur sem tengdust stað- háttum og umhverfinu, skemmtileg- ar sögur af óskasteinum og furðu- verum. Hún var næm á umhverfi sitt og gerði kröfu til þess að gengið væri um landið af virðingu. Ferðalag um Skagafjörðinn með Ingunni sem leiðsögumann er ógleymanlegt. Allir hólar, allir læk- ir og ár, ströndin og fjöllin tengdust einhverjum ævintýrum og sögum. Altarisbríkin í Hóladómkirkju fékk sérstaka merkingu þegar hún sagði frá stuðningi skagfirskra kvenna við endurgerð hennar. Frásögnin lýsti virðingu hennar fyrir því sem vel er gert og vandað og óbilandi elju við að hlúa að því og vernda. 1. maí kaffisölurnar hjá skagfirsku kvennadeildinni fengu nýja merk- ingu. Það kom gleðiglampi yfir frítt andlitið þegar hún ræddi um sam- starfsfólk sitt, jafnt nemendur sem kennara, í Ísaksskóla. Hún tilheyrði stórri kynslóð og hóp Íslendinga sem flutti úr sveitinni í höfuðborg- ina. Hún var einbeitt og með skýran vilja til þess að verða kennari. Eftir nám í Kennaraskólanum hófst náið samstarf með frumkvöðlinum Ísaki Jónssyni, en Ísaksskóli var starfs- vettvangur hennar í áratugi. Hún var alltaf sannfærð um að krakkar á aldrinum 5 til 10 ára væru eins og ryksugur á fróðleik ef þeim væri sinnt á réttan hátt. Hún kunni þá list og beitti henni óspart. Þess fengu barnabörnin að njóta í ríkum mæli. Það kom gleðiglampi yfir frítt andlitið þegar hún hitti barnabörnin og samgladdist með þeim vegna mismunandi áfanga í lífi þeirra. Hún studdi þau og hjálpaði þeim í öllum þeirra lífsþrautum. Það voru forréttindi að fá að hafa hana í ná- grenninu. Göngutúrar og kaffiheim- sóknir hennar voru hluti af tilver- unni hjá fjölskyldunni. Það var endalaust hægt að ræða við hana um kveðskap. Sjálf setti hún saman vísur, og oftast fylgdi ein hjartnæm í afmæliskortinu til nánustu ætt- ingja. Það var alltaf alvarlegur undir- tónn þegar rætt var um spíritisma og drauma. Hún hafði mikinn áhuga á þessum málefnum og talaði af miklu umburðarlyndi um þau rit og það fólk sem hún þekkti í þessum fræðum. Umhyggja hennar fyrir samferðarfólki var mikil og hún jós ætíð af gnægtabrunni þegar kom að því að styðja fólk í mótlæti vegna veikinda eða annarra erfiðleika. Henni var eðlislægt að þykja vænt um allt sem lifir, og við nutum þess. Blessuð sé minning Ingunnar Árnadóttur. Jóhannes Þórðarson. Látin er Ingunn Árnadóttir, mætur samkennari okkar um ára- tuga skeið. Ingunn kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar árin 1946-1956. Hún tók sér hlé en kom aftur að skólanum um miðjan sjöunda ára- tuginn. Þá tók hún fljótlega sæti í skólanefnd og sat í henni þegar ný- bygging skólans var reist á árunum 1989-91. Hún var afar samvisku- samur og vandvirkur kennari og traustur vinur. Ingunn var góðum gáfum gædd, hagmælt, söngvin og mikill fagur- keri. Hópur eldri kennara skólans hefur haft þann sið í nokkur und- anfarin ár að hittast á kaffihúsi í byrjun hvers mánaðar og gleðjast saman. Þremur dögum fyrir andlát Ingunnar hittist hópurinn og þar birtist Ingunn sem við höfðum ekki séð alllengi, glöð og glæsileg að vanda. Þegar við kveðjum Ingunni vinkonu okkar að leiðarlokum er okkur efst í huga innilegt þakklæti fyrir þessar síðustu samverustund- ir. F.h. samkennara frá gömlum dög- um við Skóla Ísaks Jónssonar, Þórey Kolbeins. Aðeins nokkrar vikur eru síðan við Ingunn hittumst. Þá hafði ég ekki séð hana í nokkurn tíma. Ég undraðist hvað hún var hress bæði andlega og líkamlega og þegar við kvöddumst snaraðist hún út í bílinn sinn og ók af stað eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég hugsaði sem svo að þessi kona ætlaði ekki að láta undan fyrir Elli kerlingu fyrr en í fulla hnefana. Ekki hvarflaði að mér þá að fáum vikum síðar yrði hún öll. En lífið er óútreiknanlegt og enginn veit hver er næstur. Ég var svo lánsöm að starfa með Ingunni í mörg ár og kynnast mannkostum hennar. Hún var ein- staklega heilsteypt kona með skýra hugsun og þegar hún lagði eitthvað til málanna eða lét skoðun sína í ljós var hlustað. Hennar álit hafði vægi. Ingunn kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar og naut mikillar virðing- ar jafnt nemenda sem foreldra þeirra og samkennara. Hún var metnaðarfull fyrir hönd nemenda sinna og sparaði sig hvergi þegar um vellíðan þeirra og árangur var að ræða. Þeir eru ófáir nemend- urnir sem hún hefur leitt fyrstu sporin á menntaveginum. Ingunn var líka metnaðarfull fyrir hönd skólans. Hún vissi sem var að vegur hans stóð og féll með því starfi sem þar var unnið og hún lét ekki sitt eftir liggja. Þegar ég réðist til kennslu við skólann, nýútskrifaður kennari, var þar fyrir einvala lið kennara sem margir höfðu starfað undir stjórn Ísaks Jónssonar. Það var lærdómsríkt að kynnast þessu fólki og sjá hvernig það vann. Mér var tekið af stakri hlýju og velvilja jafnt af skólastjóra sem kennurum. Mér er minnisstætt þegar Ing- unn kom eitt sinn til mín til að leita álits hjá mér varðandi ákveðið efni í stærðfræði. Þessi vandaði og reyndi kennari setti sig ekki á háan hest gagnvart nýliðanum heldur lét mig finna með þessu að hún liti á mig sem jafningja og bæri fullt traust til mín. Það var örvandi að finna traustið frá þessum virta kennara. Þetta litla dæmi lýsir Ing- unni. Hún hafði trú á fólki og lét það finna það. Við áttum margar góðar og gefandi samræðustundir eftir þetta sem ég met mikils. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með þessari mætu konu árin okkar í Ísaksskóla. Dætrum hennar og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð mín. Sólveig Karvelsdóttir. Ingunn Árnadóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAKEL JÓNSDÓTTIR frá Ásbyrgi, Djúpavogi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést mánudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 28. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða. Björn Gústafsson, Hilmar Björnsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Lea H. Björnsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jón Valdimar Björnsson, Selma Guðmundsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Júlíus Ólafsson, Hreinn Björnsson, Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Hlíf Björnsdóttir, Magnús F. Ingólfsson og fjölskyldur. ✝ Bróðir minn, vinur og frændi, SIGURÐUR GÍSLASON, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Bakkagerði 14, lést laugardaginn 22. maí. Guðmundur B. Gíslason, Eygló Ragnarsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.