Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Hugmyndir Dags B. Eggerts-sonar, varaformanns Samfylk- ingarinnar og oddvita flokksins í Reykjavík, um aukinn hagvöxt í Hlíðunum hafa vakið furðu um allt land. Þau áform varaformannsins að halda uppi hagvexti á tilteknu svæði á meðan honum er haldið niðri á landsvísu hafa þótt tíðindum sæta.     Þar sem Dagurhefur litlar undirtektir feng- ið við þessum áformum sínum hér á landi sótti hann flokks- bróður sinn til Danmerkur til að vitna um væntan- legt efnahags- undur í Reykja- vík komist Dagur til valda.     Nicolai Wammen, borgarstjóriÁrósa og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, sótti Reykjavík heim fyrir helgi og kom þessum skilaboðum sínum á fram- færi með aðstoð fréttastofu Stöðvar 2.     Í viðtali við danska jafnaðarmann-inn kom fram að atvinnuleysi í Árósum væri minna en á landsvísu í Danmörku og þetta á að vera sönn- un þess að hagvöxtur geti verið meiri í Hlíðunum en á Íslandi.     Nú er það að vísu svo að atvinnu-leysi er breytilegt á milli land- svæða hér á landi líkt og í Dan- mörku, þannig að Dagur þurfti ekki að sækja flokksbróður til útlanda til að reyna að rugla umræðuna.     Sú staðreynd þýðir þó ekki aðDegi takist að auka atvinnu í Reykjavík þegar honum og félögum hans hefur alveg mistekist það á landsvísu. Heimsóknir danskra jafnaðarmanna breyta því ekki að helsta tenging Samfylkingar og at- vinnumála er atvinnuleysi. Dagur B. Eggertsson Upphefðin að utan Veður víða um heim 24.5., kl. 18.00 Reykjavík 16 heiðskírt Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 7 heiðskírt Egilsstaðir 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Nuuk 19 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 10 súld Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 léttskýjað London 27 heiðskírt París 29 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 15 skýjað Vín 24 skýjað Moskva 19 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 21 heiðskírt Mallorca 23 léttskýjað Róm 19 þrumuveður Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 17 alskýjað Montreal 24 léttskýjað New York 19 alskýjað Chicago 30 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 25. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:42 23:09 ÍSAFJÖRÐUR 3:11 23:49 SIGLUFJÖRÐUR 2:53 23:33 DJÚPIVOGUR 3:03 22:46 Stykkishólmur Grásleppuvertíð í innanverðum Breiðafirði hófst sl. fimmtudag. Þá máttu bátar leggja grásleppunetin. Mikið var um að vera við höfnina í Stykkishólmi þeg- ar trillukarlar voru að gera bátana klára í slaginn. Mikill áhugi er á veiðunum að þessu sinni. Fróðustu menn telja að aldrei hafi fleiri bátar verið gerðir út frá Stykkishólmi á grásleppu en nú. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu var úthlutað 24 leyfum strax á fimmtudag í innanverðum Breiða- firði og alls hefur verið úthlutað 58 leyfum í Breiðafirði á þessari vertíð. Það sem gerir grásleppuveiðar svona vinsælar er mjög hátt verð á grásleppuhrognum og hafa sjómenn vart látið sig dreyma um þetta verð. Það má búast við að miklum verð- mætum verði landað í Stykkishólmi á þessari grásleppuvertíð, en Stykk- ishólmur hefur verið með aflahæstu höfnum landsins í grásleppuhrogn- um. Hver bátur fær úthlutað 62 dög- um til veiða og má leggja 100 net á hvern sjómann sem er um borð. Er haft var samband við grá- sleppukarla sem voru að vitja um í fyrsta skipti í gær var svarið hjá þeim er spurt var um aflabrögð „að þetta væri svona nudd“. Byrjunin væri ekki verri en í fyrra og grá- sleppukarlar væru bjartsýnir á ver- tíðina. Aldrei fleiri bátar á grásleppu  Hátt verð á grásleppuhrognum skýrir mikinn áhuga á veiðum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bjartsýnir Valentínus Guðnason og Svanur sonur á Friðborgu SH eru til- búnir að fara að leggja grásleppunetin og eru bjartsýnir á góða vertíð. Verðmæti » Í fyrra fengu 277 bátar leyfi til grásleppuveiða og fjölgaði um 50 frá 2008. » Íslenskir sjómenn lönduðu 11.518 tunnum af hrognum. » Útflutningsverðmæti grá- sleppuhrogna og kavíars var um 2,6 milljarðar í fyrra. » Upphafsverð fyrir hrogn var í ár um 80% hærra en í vertíð- arbyrjun í fyrra. „Við höfum boðið skattrannsóknar- stjóra alla okkar aðstoð en það er ekki okkar hlutverk að vera í skatt- rannsóknum,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Stefán Skjaldarson skattrann- sóknarstjóri sagði í viðtali í maítölu- blaði Tíundar, fréttablaði ríkisskatt- stjóra, að ekki ein einasta ábending hefði borist embættinu frá skila- nefndum að frumkvæði þeirra. Þá hefði gengið erfiðlega að fá gögn, þau hefðu borist seint og gjarnan verið svo óaðgengileg að þau hefðu ekki komið að gagni. „Við erum fyrst og fremst að inn- heimta kröfur,“ segir Árni en kveður nefndirnar að lögum skyldugar til að láta rétt yfirvöld vita vakni grunur um refsiverða háttsemi. Þar sem skilanefnd- irnar hafi ekki að- gang að upplýs- ingum um skattgreiðslur og fleira sé því sem næst ómögulegt fyrir þær að leiða skattabrot í ljós. „Við erum ekki í aðstöðu til að leggja mat á hvort um skattalegt brot hefur verið að ræða þar sem við getum ekki séð hvernig framtölum hefur verið háttað,“ segir Árni og telur að skilanefndin hafi sinnt sín- um skyldum gagnvart skattrann- sóknarstjóra vel. skulias@mbl.is Skilanefndir ekki í skattrannsóknum  Formaður hafnar gagnrýni Árni Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.