Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 ✝ Pálína Kjartans-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 12. mars 1931. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bergþóra Skarphéðinsdóttir, f. 2. ágúst 1910, d. 24. júlí 1992, og Kjartan Guðjónsson, f. 24. nóvember 1907, d. 12.maí 1952. Systkini Pálínu eru: Rannveig Edda Kjartansdóttir, f. 29. október 1936. Sjöfn Kjartansdóttir, f. 8. september 1938. Guðmundína Hrönn Kjartansdóttir, f. 30. mars 1940. Hálfbróðir Pálínu var Bene- dikt Kjartansson, f. 13. mars 1929, sem nú er látinn. Hinn 16. desember 1951 giftist íður, Halldóra og Daníel Ómar. 4) Herdís, f. 25. mars 1963, var gift Birni Hjálmarssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Hjálmar, d. 27. júní 2002, Gísli og Freyr. 5) Kjartan, f. 14. okt. 1965, maki Sigríður E.M. Biering. Börn þeirra eru Magnús Arnar og Bergþór. Langömmubörn Pálínu eru fimm. Pálína ólst upp í Reykjavík og út- skrifaðist frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Pálína var heimavinn- andi húsmóðir lengst af eða þar til yngsta barnið var orðið stálpað, þá hóf hún vinnu við verslunarstörf. Á fullorðinsárum lét hún draum sinn rætast og hóf nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð og lauk stúd- entsprófi 1991. Pálína hafði alla tíð mikinn áhuga á bókmenntum og lá hugur hennar til frekara náms á því sviði. Hún hóf nám í Háskóla Ís- lands og útskrifaðist með BA-próf í almennri bókmenntafræði árið 2000, þá 69 ára að aldri. Útför Pálínu fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 25. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Pálína Haraldi Her- mannsyni rafvirkja- meistara, f. á Skógar- strönd á Snæfellsnesi 16. júlí 1928, d. 5. okt. 1999. Foreldrar hans voru Hermann Ólafs- son og Halldóra Daní- elsdóttir. Pálína og Haraldur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Halldóra, f. 30. sept. 1951, d. 12. maí 2003. Halldóra var gift Kristjáni Ísdal, þau skildu. Dóttir þeirra er Ína Hrund Ísdal. Seinni maður Halldóru var Ingólfur Arn- arson, en hann lést 25. okt. 2007. 2) Sigrún, f. 14. maí 1954, maki Jón S. Ástvaldsson, börn þeirra eru Har- aldur Páll og Ólafur. 3) Bergþóra, f. 1. okt. 1958, maki Guðmundur Óm- ar Þráinsson, börn þeirra eru Þur- Nú hefur elskuleg amma okkar fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Það er margt hægt að segja um hana en það sem okkur bræðrum þykir lýsa henni best er að hún var góð- hjörtuð, vitur, traust og afar skiln- ingsrík kona. Við nutum gífurlegra forréttinda að hafa búið í sama húsi og urðu þær ófáar ferðirnar sem við hlupum á milli hæða í ýmsum erindagjörðum. Í þessum heimsóknum sagði hún amma okkur frá mörgu skemmtilegu eins og þegar hún var lítill á stríðs- árunum og Freyr fékk meira að segja að skoða gömul einkunnaspjöld frá þeim tíma er hún var í Austurbæj- arskóla. Amma var ótrúlega vitur og gaf okkur mikla visku inn í framtíð- ina. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hana ömmu. Einn ís með dýfu og spjall um líðandi málefni eða stutt bíl- ferð með henni út í matvöruverslun var henni nægjanleg, slík var hóg- værðin og lítillætið. Henni var um- hugað að við stæðum okkur í námi og að við settum okkur markmið fyrir framtíðina. Hún amma vissi hvað það var að geta ekki gengið menntaveg- inn þrátt fyrir viljann. Hún sam- gladdist okkur þegar vel gekk og hvatti okkur til dáða. Þær voru ófáar stundirnar við eld- húsborðið þar sem hún ræddi við okkur um bókmenntir og íslenskt málfar. Hún amma átti sínar sorgir en fór hljóðlega með þær. Það átti ekki við hana að íþyngja öðrum með sorgum sínum. „Það er bara svona“ sagði hún oft og svo var það ekki meira rætt. Með ömmu er mikill fjársjóður far- inn. Við þökkum henni samfylgdina og viskuna sem hún gaf okkur. Henn- ar veður sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Bræðurnir á 4. hæð, Gísli og Freyr Björnssynir. Þegar ég sest niður til að minnast Pálínu Kjartansdóttur eða Ínu systur minnar koma margar ljúfar og góðar minningar í hugann. Ína var næstelst okkar systkina en elst okkar systra sem ólumst upp saman og því þurft- um við oft að reiða okkur á hana, sér- staklega eftir að pabbi okkar lést ungur að árum. Ung kynntist Ína eiginmanni sín- um, Haraldi Hermannssyni frá Skóg- arströnd á Snæfellsnesi, og hófu þau búskap sinn við Grundarstíg. Þau Ína og Halli eignuðust fimm börn en Haraldur lést árið 1999 úr parkinson- veiki. Næstu ár dundu fleiri áföll yfir fjölskylduna en barnabarn hennar, Hjálmar Björnsson, lést í Hollandi árið 2002, þá sextán ára gamall. Ári síðar lést elsta dóttir Ínu, Halldóra Haraldsdóttir, úr krabbameini. Ína var mjög vel greind og þráði að fara í nám eftir að hún lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur en að- stæður leyfðu það ekki á þeim tíma. Það var alltaf fræðandi og skemmti- legt að sitja og spjalla við hana Ínu systur mína, hún var svo fróð og minnug á fólk og atburði og sagði svo skemmtilega frá. Þegar Ína var 52 ára ákvað hún að láta drauminn rætast og skráði sig í nám á félagsfræðibraut öldunga- deildar Menntaskólans við Hamra- hlíð. Hún útskrifaðist þaðan átta ár- um síðar en hafði þurft að gera hlé á námi sínu vegna veikinda. En Ína lét ekki þar við sitja heldur skráði sig í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2000 með BA-próf í almennri bókmenntafræði. Ína sagði gjarnan að öll hennar til- vera hefði breyst við námið. Hún ferðaðist um allan heiminn og vílaði ekki fyrir sér að fara ein ef enginn ferðafélagi fannst. Við systurnar, ég, Ína og Edda, áttum ógleymanlega ferð til Portúgals fyrir ekki svo löngu. Þægilegt viðmót Ínu einkenndi mjög dagfar hennar og gerði nær- veru hennar svo notalega. Hún naut þess að vita hvað afkomendur hennar voru að aðhafast og alla tíð fylgdist hún vel með sínu fólki. Við áttum svo skemmtilega stund saman í frænku- boði síðastliðið haust þar sem við hlógum og dönsuðum saman systurn- ar fram á nótt. Þannig var hún Ína systir mín. Elsku Ína mín ég kveð þig með söknuði, stundirnar okkar koma aldr- ei aftur en minningarnar lifa. Þín systir, Sjöfn. Elsku Ína frænka mig langar að segja nokkur orð til þín nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Ína hafði ákaflega sterkan og heillandi persónuleika. Hún var mjög skemmtileg kona með mikla kímni- gáfu og sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni. Ína var algjör heimsborg- ari sem hafði ferðast víða, allt frá Færeyjum til Nýja-Sjálands og allt þar á milli. Mér fannst alltaf svo gaman að hitta þig, þú varst svo fróð og skemmtileg en þú varst líka svo hrein og bein og sagðir hlutina eins og þeir voru. Þú fylgdist alltaf vel með öllu, varst búin að lesa mikið og hafðir sterkar skoðanir á svo mörgu. Þú hafðir mjög gaman af félagsskap og komst í ham þegar við ræddum mál- efni þjóðarinnar eins og til dæmis pólitík eða réttindi kvenna. Mér fannst ég alltaf vera að ræða við jafn- öldru mína þegar við hittumst og þegar ég fékk vinabeiðni frá þér á „Facebook“ brosti ég breitt, þarna gastu fylgst með. Það var einhvern veginn ekkert sem þú gast ekki gert. Ég var ótrúlega stolt af þér þegar þú kláraðir háskólanámið 69 ára gömul og nefndi þig oft sem gott dæmi þeg- ar fólk var að ræða um að eitthvað væri of seint. Þú hafðir líka gaman af því að segja mér frá þínu fólki og sérstak- lega barnabörnunum þínum og varst svo stolt af því sem þau voru að gera. Þú hafðir líka gaman af því að heyra af mínu fólki og varst álíka stolt af þeim. Ég vil votta frændfólki mínu inni- lega samúð. Guð blessi minningu Ínu frænku. Takk fyrir skemmtilegar stundir. Þín frænka, Edda Björk. Nú er hún Ína amma komin til guðs og englanna sem vaka yfir okk- ur öllum. Gengin er merk kona og góð vinkona. Pálína Kjartansdóttir var barn síns tíma. Alin upp milli stríða, unglingur á stríðs- og eftir- stríðsárunum, ung kona búin að stofna heimili í byrjun sjötta áratug- arins. Á þessum tímum var skortur á ýmsum nauðsynjum og útsjónar- semi, elju og nýtni þurfti til að kom- ast vel af. Hún var heimavinnandi húsmóðir fram á áttunda áratuginn með fangið fullt af börnum. Með hon- um Halla afa bjó hún fjölskyldu sinni hlýlegt og kærleiksríkt heimili. Sam- an studdu þau börnin sín og fjöl- skyldur þeirra með ráðum og dáð og veittu þeim leiðsögn á lífsins vegi. Því lífið var ekki áfallalaust, en alltaf stóðu þau af sér alla storma sterk eins og eikur og veittu öðrum stuðn- ing og skjól. Þegar börnin voru orðin uppkomin sat hún ekki auðum hönd- um heldur tók sig til og gerði það sem hana hafði lengi langað til að gera, að læra meira. Hún tók stúdentspróf og síðan BA-próf í bókmenntafræði, var sílesandi og sískrifandi. Þreyttist aldrei á því að miðla öðrum af þeim fróðleik sem hún aflaði sér. Þau hjón- in höfðu bæði yndi af því að ferðast og fóru nokkuð víða. Á efri árum hélt Pálína áfram að njóta ferðalaga eins lengi og heilsan leyfði. Þær eru ófáar fallegu kveðjurnar sem hún sendi dóttur minni úr slíkum leiðöngrum og alltaf var gleðin jafnmikil að fá að heyra af ævintýrum Ínu ömmu. Kynni okkar, sem spanna hartnær 30 ár, veittu mér mikla gleði og við leið- arlok fylla hugann góðar og fallegar minningar um ánægjulegar sam- verustundir með fjölskyldunni við spjall um bókmenntir og ferðalög eða bara um daginn og veginn. Kæra Ína, hafðu þökk fyrir þá vin- áttu og þann kærleika sem þú sýndir fjölskyldu minni alla tíð og sérstaka þökk fyrir umhyggjuna fyrir litlu stúlkunni minni. Börnum og öðrum aðstandendum votta ég innilega sam- úð mína. Megi guð og englarnir geyma ykkur öll, styrkja og styðja. Dóra Hjálmarsdóttir. „Það syrtir að, er sumir kveðja.“ (Davíð Stefánsson) Mig langar til að kveðja hana Pál- ínu vinkonu mína með fáeinum orð- um. Hún sofnaði á fallegum vor- morgni, gömul kona að árum en ung í anda. Hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi – og hefur nú vonandi fengið svar í leit sinni að lífsgátunni. Þakkir mínar fyrir samfylgdina fylgi þér inn í lönd eilífðarinnar fyrir heilsteypta og einlæga vináttu sem staðið hefur frá því að til hennar var stofnað og gjarnan hefði mátt verða fyrr. Innilegar samúðarkveðjur færi ég til barna Pálínu og fjölskyldna þeirra. Árný. Pálína Kjartansdóttir Þegar frændi minn dó var sem strengur slitnaði í miðju tón- verki lífs hans en tón- verkið heldur áfram að hljóma í huga okkar í skæru trúar- ljósi minninga um góðan dreng. Ég trúi, að hans bíði annað en hljómfeg- urra tónverk, hið undurtæra tónverk almættisins í þeirri kyrrð og með þeim krafti sem aðeins guðlegur máttur getur veitt. Guð blessi Jón Karl frænda minn og gefi að allur sá friður og allt það ljós sem minningu hans fylgir veiti foreldrum, systkinum, mökum þeirra og öðrum aðstandendum þá huggun sem þarf. Helga Sigþórsdóttir. Mig langar að minnast vinar míns sem lést langt fyrir aldur fram fyrir skömmu. Fréttin um að þessi kæri vinur minn væri horfinn á braut var svo sannarlega eins og þruma úr heiðskíru lofti, og barst alltof snemma. Síðustu dagar hefur verið varið í skoðun endurminninganna, óteljandi góðra stunda sem munu fylgja mér þar til minn tími kemur. Ég man ekki eftir því þegar við Jón Karl kynntumst fyrst, en það mun þó hafa verið farsælt þar sem við urðum perluvinir. Jón Karl var þannig maður að engum leið illa í hans félagsskap, hann leit jafnt á alla og kannski var það þess vegna sem fólki líkaði við hann. Hann hafði þá náðargáfu að láta fólki líða vel í sinni návist. Hann hafði þau áhrif að hann gat kætt mann, sama hversu langt niðri maður var. Því var ég himinlif- andi þegar hann sagði mér að hann væri að koma í sama framhaldsskóla og ég, Borgarholtsskóla. Sigga syst- ir hans og ég ákváðum að taka vel á móti honum í skólann með hrekkj- um, og klæddum hann upp á og fór- um í bæjarferð. Hann vakti mikla lukku í múnderingunni en var samt svo yfirvegaður að eiginlega snerist hrekkurinn á okkur. En við þrjú átt- um þarna frábæran dag og svoleiðis átti það eftir að vera margoft. Við treystum hvor öðrum fyrir öllu, spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Sáum nýjustu bíómyndirnar saman og rúntuðum fram á nætur, fórum í partí og lifðum lífinu. Ég minnist þessa tíma með miklum söknuði, en eins og gengur og gerist þróuðust hlutirnir í aðrar áttir. Jón Karl Óðinsson ✝ Jón Karl Óðinssonvar fæddur 20. janúar 1983. Hann lést að Einarsnesi 29. apríl sl. Útför Jóns Karls fór fram frá Borg- arneskirkju 8. maí 2010. Jarðsett var að Borg á Mýrum. Ég hitti Jón Karl aðeins stuttlega síð- asta sumar. Það var samt frábært að hitta hann þó svo að við hefðum talast stutt- lega við og samtalið endaði með loforði um að hittast almennilega áður en ég færi aftur til útlanda. Því miður varð sá hittingur aldr- ei og það er eitthvað sem ég mun velta fram og aftur um kollinn lengi. Fyrir ekki svo löngu fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann óskaði mér til ham- ingju með afmælið, og sagðist hlakka til að hitta mig næsta sumar, en enn og aftur veit maður aldrei hvaða stefnu lífið tekur. Nú, þegar lífið hef- ur tekið enda hjá þessum kæra vini mínum, þakkar maður fyrir allt sem hann hefur gefið mér. Minningarnar eru verðmætari en allir gimsteinar jarðar og maður finnur fyrir gleði í hjartanu fyrir að hafa verið svo lán- samur að hafa kynnst Jóni. Ég og Anna Sigga kærastan mín, sem var einnig svo heppin að þekkja Jón Karl, syrgjum kæran vin. Við munum góðu minningarnar og hugs- um til fjölskyldunnar frá Einarsnesi sem við sendum innilegar samúðar- kveðjur. Elsku vinur, hvíl í friði. Sigursteinn. Kæri gamli bekkjarfélagi, við trú- um seint að þú sért ekki lengur hér. Okkur langar að minnast drengs sem skildi eftir sig margar gamlar og góðar minningar og var ávallt mikils metinn í okkar hópi. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Kæra fjölskylda, við vottum ykkur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Með góðri kveðju, fyrir hönd gömlu bekkjarfélaganna úr Varma- landsskóla, Hildur, Helga, Sigríður, Diðrik og Snorri. Elsku amma Lilla. Sú mynd mun lifa sterkt í minningu okk- ar; þú að naglalakka þig, ráða krossgátur og leggja kapal, plús þessi yndislegi klósettkapall sem ég lærði nú af mömmu. Við munum alltaf muna eftir þeim tímum sem við gistum hjá þér og afa, það var yfirleitt fiskur í matinn, annaðhvort soðin eða steikt ýsa. Þó svo að Hjálmar hafi ekki alltaf verið Sigurbjörg Hjálmarsdóttir ✝ SigurbjörgHjálmarsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 2. apríl 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 1. maí sl. Útför Sigurbjargar fór fram frá Kópa- vogskirkju 11. maí 2010. sérlega kátur með þann mat þá var hann alltaf uppáhaldsmat- urinn minn. Þakka fyrir þessa frábæru aðferð við að fá Hjálmar til að borða soðinn fisk með tómatsósu og sinnepi, sem gekk nú frekar vel. Þökkum árlegu soð- iðbrauðs- og lagtertu- gerðina, sem er hefðin innan fjölskyldunnar á jólunum og munum við sjá til þess að því verði haldið áfram. Soðið brauð er nokkuð sem við tengjum við jólin. Ég mun alltaf muna eftir syk- urmolunum þínum uppi í skáp sem ég fékk alltaf hjá þér og dýfði í kaffið þitt. Þin barnabörn, Kristjana Björg og Hjálmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.