Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninhefur hing-að til notið
mikils velvilja af
hálfu aðila vinnu-
markaðarins og
þolinmæði þeirra hefur verið
mikil. Þrátt fyrir að ekki standi
steinn yfir steini í stöðug-
leikasáttmálanum svokallaða
hafa þessir aðilar, með Alþýðu-
sambandið og Samtök atvinnu-
lífsins í broddi fylkingar, ekki
haft uppi hávær mótmæli hing-
að til. Þeir hafa sýnt rík-
isstjórninni mjög óvenjulega
þolinmæði gagnvart svikum við
sáttmálann.
Nú er ef til vill einhver breyt-
ing að verða á. Forystumenn
þessara samtaka, ekki síst ASÍ,
hafa á síðustu dögum haft uppi
hörð mótmæli við stefnu rík-
isstjórnarinnar í efnahags- og
atvinnumálum og benda á að í
haust kunni að koma til verk-
falla ef ekki hafi úr ræst.
Ástæður þess að aðilum
vinnumarkaðarins hefur nú of-
boðið eru áform ríkisstjórn-
arinnar í ríkisfjármálum. Hjá
fulltrúum ríkisstjórnarinnar
hefur komið fram að í und-
irbúningi séu umtalsverðar
skattahækkanir, sem munu
bætast ofan á alla þá nýju
skatta og skattahækkanir sem
stjórnvöld buðu landsmönnum
upp á í fyrra. Þeir sem standa
utan stjórnarráðsins og fylgjast
með stöðunni í atvinnulífinu og
hjá heimilum
landsins skynja að
engin leið er að
leggja frekari op-
inberar álögur á
landsmenn. Þannig
hefur komið fram hjá Gylfa
Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að
ekkert svigrúm sé til skatta-
hækkana og að hækkanir gangi
þvert á loforð ríkisstjórn-
arinnar í stöðugleikasáttmál-
anum.
Ríkisstjórnin mun engu að
síður ætla að reyna að knýja
þessar hækkanir í gegn. Björn
Valur Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna, hefur gefið
tóninn í rökstuðningi rík-
isstjórnarinnar í þessum efn-
um. Hann segir að ekki verði
lagðir á nýir skattar, en að
skattabreytingarnar frá því í
fyrra verði útfærðar betur.
Fyrir almenning, sem greiðir
skattana, breytir engu í hvaða
búning ríkisstjórnin setur
skattahækkanir sínar. Skatta-
hækkanirnar í fyrra voru
klæddar í margvíslega orða-
leppa og réttlættar á ýmsa
lund. Það breytti engu um nið-
urstöðuna. Skattahækkanirnar
drógu kraft úr atvinnulífinu og
þrengdu að heimilum landsins.
Það er mikið áhyggjuefni að
stjórnvöldum skuli detta í hug
að halda áfram á þessari braut
og ekki að undra að aðilar
vinnumarkaðarins vilji mæta
þessum áformum af hörku.
ASÍ telur að ekki
verði lengra gengið
í skattahækkunum }
Mælirinn fullur
Lára V. Júlíus-dóttir, for-
maður bankaráðs
Seðlabanka Ís-
lands, upplýsti á
fundi efnahags- og
skattanefndar Al-
þingis á föstudag að Má Guð-
mundssyni, seðlabankastjóra,
hefði verið lofað tilteknum
launakjörum. Hún sagði nefnd-
inni jafnframt að henni væri
ekki kunnugt um hver veitti
þetta loforð.
Þó að upplýsingar Láru til
þingnefndarinnar hafi ekki
veitt endanlegt svar við því
hver lofaði Má laununum, þá er
ljóst að hringurinn er tekinn að
þrengjast mjög. Lára upplýsti
að hún hefði átt í samskiptum
við aðstoðarmann forsætisráð-
herra, ráðuneytisstjóra
forsætisráðuneytisins og
ráðuneytisstjóra viðskipta-
ráðuneytisins, í aðdraganda
þess að Már Guðmundsson var
ráðinn seðlabankastjóri. Ein-
hver þessara þriggja hlýtur að
hafa sagt Láru frá loforðinu, en
jafn ljóst er að enginn þeirra
var sjálfur í aðstöðu til að gefa
slíkt loforð. Yfirmenn þeirra
eru forsætisráðherra og við-
skiptaráðherra, en Seðlabank-
inn heyrði á þess-
um tíma undir
forsætisráðherra.
Birkir Jón Jóns-
son, þingmaður
Framsóknar-
flokksins, óskaði
eftir fundinum með Láru og
hann hefur nú einnig óskað eft-
ir fundi með fyrrnefndum emb-
ættismönnum og fleirum til að
reyna að draga fram sannleik-
ann í málinu. Í þeim tilgangi
hefur hann einnig óskað eftir
aðgangi að tölvuskeytum, sem
munu hafa farið manna á milli í
aðdraganda ráðningar Más.
Með miklum ólíkindum er að
svo erfiðlega skuli ganga að
afla upplýsinga um hver lofaði
Má laununum. Sú opna stjórn-
sýsla og það gegnsæi sem nú-
verandi ríkisstjórn lofaði
landsmönnum eru hrein öfug-
mæli í ljósi þess pukurs sem
viðgengst í málinu.
Augljóst er orðið að öll spjót
standa á forsætisráðherra að
upplýsa um loforðið. Getur ver-
ið að ráðherrann sé orðinn svo
einangraður með ráðgjöfum
sínum í stjórnarráðinu að hann
átti sig ekki á nauðsyn þess að
segja sannleikann um launa-
málið?
Þeir eru ekki margir
sem geta hafa sagt
Láru frá loforðinu
við Má}
Hringurinn þrengist
Í
setningarathöfn Spot-rokkhátíðar-
innar í Árósum kom það væntanlega
mörgum viðstaddra á óvart þegar
Gunnar K. Madsen, formaður danska
rokksambandsins, ROSA, Dansk
Rock Samråd, fór að tala um skemmdan ban-
ana, eða réttara sagt Skemmda bananann,
Den Rådne Banan, en svo nefna Danir svæði
á vesturströnd landsins sem nær frá Skagen
suður til Tönder, en í austri nær það til
Randers, Silkeborg og Sønderborg.
Nafnið skýrist af því að þessar strand-
byggðir, sem menn kalla alla jafna jaðar-
byggðir opinberlega, eru eins og banani í lag-
inu, en líka það að skemmdur banani, rådden
banan, er danskt orðatiltæki yfir eitthvað
sem menn ekki vilja snerta alla jafna. Í þessu
tilfelli á það við í ljósi þess hve lífskjörum
hefur hnignað á þessum slóðum, en þó aðallega í ljósi
vísbendinga um byggðaþróun framtíðarinnar; flest störf
verða til á Austur-Jótlandi og í kringum Kaupmanna-
höfn, þar er fólksfjölgun mest, hæst hlutfall mennta-
fólks og mest eignamyndun.
Þegar ekið er í gegnum smábæina í skemmda ban-
ananum tekur maður einna helst eftir engu, þ.e. þar er
ekkert að gerast, ekkert líf, lokaðar verksmiðjur og tóm
leiðindi - eins og segir í textanum hjá FM Belfast: „Við
erum frá stað / þar sem við teljum dagana / þar til ekk-
ert, þar til ekkert, þar til ekkert.“
Skýringin er einföld; í Danmörku flytja fyrirtæki
starfsemi sína austur á bóginn til að ná fram
meiri hagkvæmni (les: lægri skatta, lægri
laun og færri fríðindi).
Eftir sitja bæir og jafnvel heil héruð sem
eiga sér eiginlega ekki lífsvon, þau geta ekki
keppt við Austur-Evrópuþjóðir, veslast upp
og deyja.
Nú situr þú, kæri lesandi, kannski með
tárin í augunum yfir öllu saman, en þeir
Danir sem ég talaði við voru ekki á sama
máli, nefndu ekki Byggðastofnun eða álíka
úrræði og þó Gunnar Madsen hafi nefnt ban-
anann skemmda þá var það ekki til að biðja
um pening frá ríkinu, heldur til þess að
hvetja til þess að fólk á þeim slóðum leitaði
nýrra leiða í atvinnusköpun og beindi sjón-
um að skapandi listum meðal annars, enda
væru þar sóknarfæri.
Mér fannst þetta fróðlegt og ekki síst fyrir það að
hafa búið í landi þar sem tugmilljörðum af almannafé
hefur verið eytt í það að halda plássum víða um land í
byggð og það stundum í óþökk íbúanna að manni hefur
sýnst - þeir vilja kannski frekar fá stuðning til að flytja
á mölina, en nýja togarabryggju (þegar enginn togari er
í plássinu).
Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef heyrt stjórn-
málamann segja eitthvað á þessa leið: „Það verður að
halda landinu í byggð,“ en aldrei hef ég heyrt frétta-
mann spyrja að bragði: „Af hverju?“ Fer ekki röðin að
koma að þeirri spurningu? arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Skemmdir bananar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Hvers
vegna ber
nýtt skip
Vinnslu-
stöðv-
arinnar
nafnið
Gandí? Sig-
urgeir segir
að nafnið
megi rekja til þess tíma er Gísli
Gíslason var ungur maður við
nám í Verzlunarskólanum. Hann
þótti horaður og fékk uppnefnið
Gandí, sem var tenging við útlit
Mahatma Gandhi, frelsishetju
Indverja. Gísli hóf verslunar-
rekstur í Vestmannaeyjum og
notaði uppnefnið sem símnefni
og síðar vörumerki. Þegar Krist-
ín, dóttir hans, og eiginmaður
hennar, Gunnlaugur Ólafsson,
stofnuðu fyrirtæki og fóru í út-
gerð fengu bæði útgerðin og
báturinn nafnið Gandí.
Fyrirtækið sameinaðist
Vinnslustöðinni fyrir um tíu ár-
um og eru börn Gísla, Kristín og
Haraldur, bæði stórir hluthafar í
Vinnslustöðinni og sitja í stjórn.
FRYSTITOGARINN GANDÍ
Uppnefnið
fór á skipið
Fyrirtækin fjárfesta
fyrir milljarða í makríl
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
F
yrirtæki í útgerð eru stór-
huga fyrir vertíðina á
makríl og norsk-ís-
lenskri síld í sumar.
Fjárfestingar þeirra
hlaupa á milljörðum og markmiðið er
að nýta hráefnið sem allra best.
Fyrstu skipin eru að byrja á síldinni
og væntanlega er makríllinn ekki
langt undan.
Flest fyrirtæki hafa fjárfest í
búnaði bæði í landi og um borð í veiði-
skipunum, auk þess sem Síldarvinnsl-
an og Vinnslustöðin hafa fengið ný
skip. Beitir, áður Margrét EA, eitt af-
kastamesta skipið í flotanum, er kom-
inn til Neskaupstaðar og Vinnslu-
stöðin hefur frá síðustu vertíð keypt
togarann Rex, sem nú heitir Gandí, og
sett í hann fullkominn vinnslubúnað.
Markmið Síldarvinnslunnar eru,
að sögn Gunnþórs Ingvasonar fram-
kvæmdastjóra, að frysta þann makrí-
lafla sem skip fyrirtækisins koma með
að landi. Koma verði í ljós hvernig að-
stæður verði á miðunum og hver gæði
hráefnisins verða, en gangi þetta eftir
eykst útflutningsverðmæti afurða
verulega.
Síldarvinnslan keypti nýlega eitt
öflugasta uppsjávarskip flotans, Mar-
gréti EA, og hefur skipið fengið nafn-
ið Beitir. Gunnþór vill ekki gefa upp
kaupverðið, en líklegt er að það sé á
bilinu 2-3 milljarðar. Skipið var áður í
eigu Samherja, sem á 45% hlut í Síld-
arvinnslunni. Síldarvinnslan byggir á
frystingu í landi og eru Beitir og
Börkur, sem veiða makríl- og síldar-
kvótana, búnir öflugum kælitönkum.
Síldarvinnslan hefur jafnframt fjár-
fest talsvert í landvinnslunni fyrir
komandi vertíð.
Veitt við Eyjar?
Gandí, áður Rex, er nýtt skip
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri, segir að
kaupin og breytingar á REX séu
gagngert til að auka frystigetu í mak-
ríl og síld. Aðspurður segir hann að
fjárfestingin í skipinu og breytingar á
búnaði í landi nemi um einum milljarði
króna. Hann segist binda vonir við að
leyft verði að veiða makríl í grennd við
Vestmannaeyjar, en þar hafi síðustu
sumur orðið vart við talsvert af mak-
ríl. Veiðarnar hafi hins vegar verið
bannaðar vestan við línu út af Suð-
austurlandi. Fyrstu kolmunnakílóin
fóru í gegnum vinnslulínu Gandís á
föstudag og Sigurgeir segir æskilegt
að prufukeyra tækin á síld sem fyrst.
„Vertíðin á síld og makríl í sum-
ar mun einkennast af því að það
munu allir kappkosta að hámarka
verðmætin í stað vitleysunnar sem
var í gangi í fyrrasumar þegar magn-
ið skipti nánast öllu máli,“ segir Sig-
urgeir. „Það er hins vegar alveg klárt
að eitthvað af makrílnum fer í
bræðslu, enda er ekkert vit í öðru. Af-
kastagetan í landi er ekki næg til að
vinna 100 þúsund tonn af makríl í
frystingu í sumar og ekki víst að
markaðir þyldu slíkt magn. Ég held
að það væri líka hæpið að fara út í
fjárfestingu til að vinna 100 þúsund
tonn til manneldis. Hugsanlega verð-
ur síðan samið við aðrar þjóðir um að
eitthvað minna kæmi í hlut Íslands og
þá væri slík fjárfesting út í loftið.“
Mikil uppbygging hefur verið
hjá HB Granda á Vopnafirði á síðustu
árum. Allt í allt áætlar Eggert B.
Guðmundsson, framkvæmdastjóri, að
fjárfesting fyrirtækisins á Vopnafirði
nemi á fjórða milljarð króna á síðustu
árum. HB Grandi er með landvinnslu
fyrir uppsjávartegundir. „Með góðri
samstillingu veiða og vinnslu þá von-
um við að frystingin verði stórt hlut-
fall af aflanum í sumar,“ segir Egg-
ert. „Aðalávinningurinn í stýringunni
sem verður á veiðunum í sumar er að
við höfum okkar aflamark. Við getum
stýrt veiðum eftir því hvenær mak-
ríllinn er bestur til veiða og til vinnslu
og hámarkað verðmæti.“
Afköst Beitir er afkastamikið skip sem verður gert út á makríl í sumar.
Það er búið öflugum kælitönkum og landar makríl til vinnslu í Neskaupstað.